Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 90
54 16. september 2006 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Lokaumferðin í 1. deild
karla í knattspyrnu fer fram í dag
og er óhætt að segja að gríðarleg
spenna sé í loftinu. HK og Fjölnir
berjast um eitt laust sæti í efstu
deild að ári og þrjú lið geta enn
fallið niður í 2. deild, en aðeins eitt
lið fellur úr deildinni í ár vegna
fjölgunar liða á næsta ári.
HK hefði getað tryggt sér
annað sætið í deildinni um síðustu
helgi en tapaði þá fyrir Víkingi
Ólafsvík á heimavelli og fyrir
vikið bíður liðsins mjög erfiður
leikur gegn Fram í Laugardalnum
í dag. Jafntefli dugar þó til að ná
öðru sætinu en Gunnar Guð-
mundsson, þjálfari HK, sagði að
ekkert annað en sigur kæmi til
greina. „Við mætum í þennan leik
eins og við mætum í alla aðra leiki,
með það fyrir augum að vinna,“
sagði Gunnar.
„Við erum klárir í þennan slag
og hlökkum bara til. Það hefði
verið mjög þægilegt að tryggja
þetta um síðustu helgi en hugar-
farið er mjög gott og við förum
með fullt sjálfstraust í þennan
leik,“ sagði Gunnar og bætti því
við að sú staða sem upp væri
komin væri einfaldlega mjög
skemmtileg og spennandi. Fjölnis-
menn eiga einnig mjög erfiðan
leik fyrir höndum en þeir mæta
KA á Akureyri.
Það er ekki síður spenna á botni
deildarinnar. Víkingur Ólafsvík,
Haukar og Þór geta öll fallið.
Leiknir og KA eru með átján stig
og við fallsvæðið en þar sem
Víkingur og Haukar eiga eftir að
mætast innbyrðis verður annað
þeirra liða ávallt neðar í töflunni
en Leiknir og KA.
Það kemur sér vel fyrir Þórsara,
sem taka á móti Leiknismönnum,
því þeir síðarnefndu þurfa ekki
lengur að berjast fyrir sæti sínu í
deildinni. Þórsarar munu hins
vegar bjarga sér frá falli ef þeir
sigra í dag, óháð því hvernig önnur
úrslit dagsins verða. - dsd / esá
Gríðarleg spenna í 1. deildinni í knattspyrnu:
Þrjú lið geta fallið í dag
HART BARIST Þessi mynd er úr leik HK og Þórs fyrr í sumar en þessi lið leika mjög
þýðingarmikla leiki í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STAÐAN:
FRAM 17 12 2 3 31:14 38
HK 17 10 2 5 30:17 32
FJÖLNIR 17 8 5 4 23:14 29
ÞRÓTTUR 17 9 1 7 19:16 28
STJARNAN 17 6 5 6 24:21 23
LEIKNIR 17 4 6 7 20:23 18
KA 17 5 3 9 21:25 18
VÍKINGUR Ó. 17 4 6 7 15:21 18
HAUKUR 17 4 4 9 19:28 16
ÞÓR 17 4 4 9 14:37 16
1. DEILD KARLA
FÓTBOLTI Fréttablaðið greindi frá
því í gær að Guðjón Þórðarson
væri hugsanlega að taka við liði
ÍA eftir tímabilið. Fréttablaðið
hefur heimildir fyrir því að Gísli
Gíslason, fyrrum bæjarstjóri á
Akranesi, muni að öllum líkindum
taka að sér formennsku í knatt-
spyrnudeildinni, en núverandi
stjórn er að hætta. Gísli hefur,
samkvæmt heimildum blaðsins,
verið í viðræðum við Guðjón um
að taka að sér þjálfun Skagaliðsins
og þær viðræður ku ganga vel.
„Ég get sagt að það eru aðilar á
Akranesi sem hafa sýnt því áhuga
á að fá mig til að vinna fyrir ÍA,“
sagði Guðjón við Fréttablaðið í
gær, spurður hvort hann væri að
taka við Skagaliðinu eftir sumar-
ið. Hann segist hafa áhuga á því að
þjálfa ÍA en hann ætlar sér að
þjálfa lið hér á landi næsta sumar.
Hann staðfestir einnig að hafa
rætt við Gísla Gíslason. „Ef hlut-
irnir þróast rétt hef ég klárlega
áhuga á því að þjálfa ÍA. Ég hef
hitt Gísla og við höfum spjallað
saman. Gísli er ekki í stjórn ÍA og
hann hefur ekkert umboð til að
ráða mig í vinnu fyrr en hann er
kominn í stjórnina.“
Guðjón segist vera alkominn
heim en hann hefur reynt fyrir sér
á erlendri grundu síðustu ár. Það
hefur gengið upp og ofan hjá Guð-
jóni, sem var síðast að stýra liði
Notts County en yfirgaf félagið
eftir eitt tímabil. Það lið er illa
statt fjárhagslega og lítil framtíð
hjá því fornfræga félagi.
„Ég er ákveðinn í að koma heim
og ég ætla mér að þjálfa hér næsta
sumar. Ég hefði getað komist í
vinnu erlendis um daginn en
afþakkaði það og er búinn að taka
þá ákvörðun að koma heim,“ sagði
Guðjón en hefði hann áhuga á því
að þjálfa ÍA ef það félli úr efstu
deild?
„Skaginn er í basli í dag og það
hefur aldrei þótt gott á Akranesi
að vera í fallbaráttu. Það er alveg
ljóst að sá sem ætlar að taka við
Skagaliðinu þarf að koma því í
fremstu röð og það er það eina
sem skiptir máli. Ég hef sótt ÍA
einu sinni úr kjallaranum áður
þannig að ég þekki það. Hvort sem
ÍA fellur eða ekki er verkefnið það
sama, að koma ÍA í fremstu röð á
ný.“
Það hefur vakið athygli hversu
duglegur Guðjón hefur verið að
mæta á völlinn í sumar og miðað
við magn leikjanna sem hann
hefur séð er ljóst að hann er orð-
inn vel kunnugur í íslenska boltan-
um á ný.
„Ég er búinn að sjá fullt af
leikjum. Þetta hefur að mörgu
leyti verið skemmtilegt en að
sama skapi ekki alltaf gott, að
minnsta kosti ekki frá mínum
bæjardyrum séð enda kannski
horfi ég öðruvísi á þetta en margir
aðrir,“ sagði Guðjón en er hann
ekki farið að klæja í puttana að
byrja að þjálfa á ný? „Ég hef mjög
gaman af því að þjálfa og það ligg-
ur nokkuð opið fyrir mér hvernig
á að gera það þannig að ég hlakka
bara til að byrja.“
henry@frettabladid.is
Guðjón fluttur heim og segist
hafa áhuga á að þjálfa ÍA á ný
Guðjón Þórðarson er hættur að reyna fyrir sér erlendis og er alfluttur til Íslands. Hann ætlar að þjálfa á
Íslandi og segist hafa áhuga á að þjálfa ÍA. Hann staðfestir að hafa rætt við Gísla Gíslason, sem er talinn
taka við formennsku í knattspyrnudeildinni innan tíðar, og að áhugi sé á Akranesi að fá hann í vinnu.
KÓNGURINN SNÝR AFTUR Guðjón Þórðarson, oft kallaður Gaui Kóngur, er fluttur
heim á ný og ætlar að þjálfa á Íslandi næsta sumar. Hann hefur áhuga á að þjálfa
sitt gamla félag, ÍA, og segir áhuga vera á að fá sig í vinnu á Akranesi.
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson,
knattspyrnustjóri Manchester
United, hefur kallað á stuðnings-
menn félagsins og sagt þeim að
vakna af blundi þeim sem margir
þeirra virðast taka á leikjum
liðsins. Hann segir að sumir leikir
í ensku úrvalsdeildinni fölni í
samanburði við leikinn gegn
Celtic í Meistaradeildinni.
„Ég óska þess að hvert einasta
lið gæti gert eins og Celtic og
mætt hingað með sex þúsund
stuðningsmenn. Þá skapast
samkeppni milli áhorfenda.
Stundum koma áhorfendur á
laugardagsleiki og helmingur
þeirra er sofandi og bíður eftir að
verða skemmt.“ - esá
Sir Alex Ferguson:
Segir stuðn-
ingsmenn sofa
SIR ALEX Segir stuðningsmenn Celtic
vera til fyrirmyndar. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu hefur aflétt banni sínu að
landslið og félagslið frá Ísrael
leiki heimaleiki sína þar í landi.
Reyndar er þeim skilyrt að leika
sína leiki í höfuðborginni Tel-
Aviv. Banninu var upphaflega
komið á er átök Ísraela og
Hizbollah-samtakanna. Ákvörðun-
in tekur nú þegar gildi. - esá
Knattspyrnusamband Evrópu:
Afléttir banni á
leikjum í Ísrael
Tryggðu þér miða á betra verði
á landsbankadeildin.is eða ksi.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
42
07
09
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
42
07
09
/2
00
6
Keflavík - Valur
Fylkir - Breiðablik
ÍA - ÍBV
KR - Grindavík
FH - Víkingur
lau. 16. sept. kl. 16:00
lau. 16. sept. kl. 16:00
lau. 16. sept. kl. 16:00
lau. 16. sept. kl. 16:00
lau. 16. sept. kl. 16:00
Athugið breyttan leikdag!
17. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA