Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18
 16. september 2006 LAUGARDAGUR18 Umræðan Þingflokksformanni Fram- sóknarflokksins svarað Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, skrifar nokkuð óvenjulega grein í Fréttablaðið sl. miðvikudag. Grein- inni er bersýnilega ætlað að vera eins konar vörn fyrir málstað Framsóknarflokksins. Í yfirskrift hennar er vísað í „pólitísk hryðjuverk“. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að hryðjuverkamennirnir eru undirritaður og for- maður Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon. Við erum kallaðir lygarar, menn sem „sannleikurinn virðist engu skipta“ því „tilgangurinn helgi meðal- ið“. Hjálmar telur að jafn- harðan og flett sé ofan af lygum okkar séum við komnir fram með ný ósannindi. „Í stað þess að skammast sín fyrir lygarnar og ásakanirnar búa þeir til nýtt leikrit sem hefst á því að Ögmundur geng- ur af fundi iðnaðarnefndar og baðar út öllum öngum í fjölmiðlum. Nú er það leynd Landsvirkjunar sem er glæpurinn...“ Ekki ætla ég mér að reyna að hafa áhrif á hvernig formaður þingflokks Framsóknarflokksins hagar málflutningi sínum, hvaða orð hann notar og hvernig. Það er hans mál. Lesendum til glöggvunar vil ég hins vegar fara örfáum orðum um tilefni skrifa Hjálmars Árnasonar. Nýlega kom fram í fjölmiðlum Grímur Björnsson, virtur vísinda- maður á sviði jarðvísinda. Í frétta- viðtölum við hann var til umfjöll- unar greinargerð sem hann sendi stjórnvöldum í febrúar árið 2002. Þessi greinargerð hefur öðlast aukna þýðingu í ljósi þess að stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar jarðfræðilegs eðlis um Kárahnjúkasvæðið sem orðið hafa þess valdandi að Landsvirkjun hefur þurft að breyta framkvæmd- um á ýmsa lund. Varnaðarorð Gríms lúta að því sem síðar hefur komið í ljós og þá ekki síður hinu að hann telur rannsóknum mjög ábóta- vant. Í bréfi sínu til stjórnvalda segir Grímur Björnsson í upphafs- orðum: „Nú í dag, 14. febrúar 2002, stendur svo til að leggja fyrir Alþingi frumvarp um virkjunina og fá leyfi þingsins til að mann- virkið verði reist. Sökum þess hve undirrituðum finnst þetta verkefni illa undirbúið og alls ekki tækt til ákvarðanatöku, er þessi greinar- gerð sett saman …“. Hér er engum blöðum um það að fletta að vísindamaðurinn er að leitast við að koma á framfæri upp- lýsingum til þeirra sem taka ákvörðun um virkjunarfram- kvæmdina. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, hefur hins vegar sagt í umæðu um þetta mál að Alþingi hafi fengið allar þær upplýsingar sem skiptu máli! Það eru þá væntanlega Valgerður sjálf, orkumálastjóri og Lands- virkjunarmenn sem eiga að ákveða hvað skiptir Alþingi máli. Hjálmar nefnir að vísað hafi verið í þessa skýrslu á Alþingi á árinu 2003. Það sem máli skiptir í mínum huga er hvað með greinargerðina var gert þegar hún kom fram, á þeim tíma sem ákvörðun var tekin. Það er á þess- ari forsendu sem við höfum kallað eftir pólit- ískri ábyrgð í þessu máli, nokkuð sem fyrrverandi iðnaðarráðherra hefur neitað að ræða. Nú vill svo til að á Alþingi voru þingmenn sem sjálfir vildu fara í saumana á málum og einnig bera álitamál undir sérfróða aðila sem þeir treystu. Í mínum huga er það alger- lega óásættanlegt að upplýsingum af þessu tagi skuli hafa verið haldið frá þingmönnum og skrifast ábyrgðin að sjálfsögðu á þann ráð- herra sem fór með málaflokkinn og ríkisstjórnina í heild sinni. Þá er komið að „leikritinu“ sem Hjálmar nefnir svo. Það var þegar undirritaður mótmælti því að þing- menn væru krafnir um að þegja yfir upplýsingum um efnahagsfor- sendur virkjunarinnar. Formaður iðnaðarnefndar Alþingis, Birkir J. Jónsson, tók undir þessa kröfu Landsvirkjunarmanna og sagði að fráleitt væri að gera slíkar upplýs- ingakröfur á hendur fyrirtæki „úti í bæ“ og vísaði hann þar til Lands- virkjunar. Enda þótt Framsóknarflokkur- inn vilji einkavæða raforkukerfið er formaður iðnaðarnefndar eitt- hvað kominn fram úr sjálfum sér með þessum yfirlýsingum því enn er Landsvirkjun í almannaeign. Það er líka staðreynd að allar fram- kvæmdir Landsvirkjunar eru á ábyrgð skattborgaranna og þar með þjóðarinnar. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokkn- um að honum finnist það til marks um sýndarmennsku að krefjast þess að kjörnir fulltrúar þjóðarinn- ar fái óheftan aðgang að öllum upp- lýsingum um þessa stærstu fram- kvæmd Íslandssögunnar og að umræða um hana eigi að vera opin og lýðræðisleg? Hvað gæti réttlætt þetta leynimakk með álrisanum? Telur Framsóknarflokkurinn sig hafa ríkari skuldbindingum að gegna gagnvart Alcoa en gagnvart íslensku þjóðinni? Það verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin veitir Framsóknarflokknum áfram brautargengi til þess að gæta hagsmuna sinna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri-grænna. Málstaður Hjálm- ars Árnasonar ÖGMUNDUR JÓNASSON MS-félag Íslands Fræðslufundur verður í dag laugadaginn 16.sept. kl.14:00 í húsi félagsins Sléttuvegi 5. Á fundinum fl ytur Pétur Hauksson læknir fyrirlestur um Hugræna atferlis meðferð. Athugið að þetta er fyrsti fundurinn sem sendur verður beint út og hægt verður fyrir þa sem ekki komasr á fundinn að sjá hann á heimasíðu félagsins msfelag.is. Fyrirspurnir. Mætum öll. Stjórnin Kvikmyndin Börn sem er samstarfs- verkefni leikhóps- ins sem kennir sig við Vesturport og leikstjórans Ragn- ars Bragasonar var frumsýnd í gær. Nokkrar forsýn- ingar eru þó að baki og myndin hefur spurst ákaf- lega vel út og virð- ist almennt falla áhorfendum og gagnrýnendum vel í geð. Ragnar hefur fest sig í sessi sem einn efnilegasti leikstjóri landsins á undanförnum árum en hann á að baki kvikmyndina Fíaskó og hefur einnig leikstýrt hinum vinsælu sjónvarpsgaman- þáttum Fóstbræðr- um og Stelpunum. Þá var hann einn fjögurra leikstjóra Villiljóss. Fíaskó hlaut sérstök dómnefnd- arverðlaun á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Kaíró 2000 og var tilnefnd til Menn- ingarverðlauna DV það sama ár. Ragn- ar hefur fengið nokkrar tilnefning- ar til Edduverð- launa og hlaut þau árið 2001 fyrir fimmtu Fóst- bræðraseríuna. Þá var Villiljós tilnefnd sem besta myndin á Eddunni 2001 og Orms- tunga-ástarsaga fékk tilnefningu sem besta sjónavarpsefnið 2003. Ragnar er einnig margverð- launaður leikstjóri auglýsinga og tónlistarmyndbanda og vakti mikla athygli fyrir leikna heimild- armynd sína Hver er Barði? um tónlistarmannin Barða Jóhanns- son. Ragnar er fæddur á Súðavík árið 1971 og hélt upp á 35 ára afmæli sitt í gær. Hann ólst upp í Súðavík til tíu ára aldurs en þá fluttist hann með fjölskyldu sinni í Mosfellsveit. Föðurætt Ragnars er öll frá Vestfjörðum og sjálfur segist hann kominn af vestfirsk- um galdramönnum. Ragnar er sonur hjónanna Braga Ragnarssonar og Bryndísar Jóhannsdóttur og á tvo yngri bræður og eina hálfsystur. Eigin- kona Ragnars er Helga Rós Hannam og saman eiga þau sjö ára gamla tvíburabræður. „Hann er sannkallaður lands- byggðardrengur sem er mikill kostur ef maður ber hann saman við aðra leikstjóra í sama geira,“ segir einn vinnufélaga Ragnars. „Sjóndeildarhringur hans er víð- ari fyrir vikið og hann er mjög fjölhæfur. Hann er líka ekkert hræddur við að taka að sér mark- aðstengd verkefni og er ekkert að deyja úr listrænum metnaði eins og sumir sem eru uppteknir af því að vera listamenn. Raggi hefur þetta verkamannseðli í sér og nálgast starfið á þeim forsendum og hikar ekki við að ganga í hin ýmsu verk. Það er afskap- lega þægilegt að vinna með honum og hann er fínn húmoristi, svolítið sérstakur samt og það er ekki hægt að segja að hann sé neinn herra Grín.“ Ragnar var hug- myndaríkt barn og fékk fljótt áhuga á kvikmyndum en þegar hann var átta ára gamall byrjaði hann að selja inn á kvikmyndasýning- ar á heimili sínu á Súðavík. Þar sýndi hann myndir á Super 8 sýningarvél og bauð upp á popp og appelsínur. Hann ætlaði sér ungur að verða rit- höfundur og þykir í eðli sínu minna um margt á föðurafa sinn Ragnar Helga- son sem var hag- mæltur mjög og orti fjöldann allan af ljóðum en eftir hann liggja tvær útgefn- ar ljóðabækur. „Ragnar er alþýðupiltur og alveg ótrúlegur hugsjónamaður. Hann sekkur sér á kaf í það sem hann er að gera og hefur mikla þekkingu á gerð kvikmynda- handrita þannig að þeir eru margir sem hafa leitað til hans eftir ráðleggingum,“ segir kunn- ingi Ragnars. „Hann er fram úr hófi hjálpsamur og getur eytt heilu dögunum ef ekki mánuðunum í að liggja yfir handritum með vinum sínum, endurskrifa og hjálpa til. Þetta gerir hann allt í sjálfboða- vinnu og hann verður sennilega seint ríkur á því sem hann er að gera. Hugsjónin keyrir hann áfram og ég held að þessi þáttur í fari hans geri honum kleift að hrífa leikara með sér en fólk sæk- ist eftir því að vinna með honum jafnvel fyrir lítil sem engin laun. Hann er gull af manni og ræt- urnar í sveitinni hafa haft mótandi áhrif á persónuleika hans. Hann er samt orðinn alger miðbæjarrotta í 101 en það er samt aldrei langt í sveitapiltinn.“ MAÐUR VIKUNNAR Afskaplega ljúfur afkomandi vestfirskra galdrakarla RAGNAR BRAGASON LEIKSTJÓRI AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.