Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 82
 16. september 2006 LAUGARDAGUR46 Sýning á verkum þýsku myndlist- armannanna Martins Kobe og Tilos Baumgärtel verður opnuð í Safni, Laugavegi 37 í dag. Mynd- listarmennirnir eru báðir af svo- kölluðum Leipzig-skóla og lærðu hjá málaranum Neo Rauch, þeir ólust upp í Austur-Þýskalandi en komust til fullorðinsára í samein- uðu Þýskalandi. Helstu viðfangsefni í málverk- um Martins Kobe eru rými og rýmiskennd. Í málverkum sínum skapar listamaðurinn rými, sem ganga þó ekki upp í raun og veru þótt fljótt á litið séu þau nógu kunnugleg til að draga áhorfand- ann inn í myndina. Hann fæst einnig, á meðvitaðan hátt, við þá spennu, sem skapast á milli áferð- ar teikningarinnar og þrívíddar- blekkingar, sem er rauður þráður í verkum hans. Málverk Martins Kobe bera einkenni abstraktverka en vísa þó til landslags eða arki- tektúrs. Þau sýna tóm skrifstofu- rými, sem virðast leysast upp í skærlita, málmkennda fleti. Verk Kobes hafa yfir sér framtíðarlegt yfirbragð og í þeim speglast aug- ljós áhrif frá tölvuunnum þrívíddarmyndum. Kolateikningar og olíumálverk Tilos Baumgärtel hafa yfir sér ævin- týralegan og draumkenndan blæ. Myndefni hans eru figuratíf; fólk, sem staðsett er í tímalausu, eyðilegu rými. Frásögnin er óræð og einkenn- ist af súrrealísku tilfinningaleysi. Persónur verka hans hans minna á styttur, eru frosnar í samþjappaðri tilveru, einkennilegu tímaleysi her- bergjanna, í borgarlandslagi eða ímynduðu landslagi. Í olíumálverkum sínum notar Baumgärtel dempaða liti, sem ýta undir sérkennilegt andrúmsloft tiltekins rýmis; veggir og húsgögn virðast fljóta um í einkennilegri lýsingu. Verk Baumgärtel hverfast um tilgangsleysi persónanna á mynd- um hans og þau vekja upp tómleika- tilfinningu, sem vísar til uppvaxtar- ára hans í Austur-Þýskalandi. - khh Myndlist af Leipzig-skólanum VERK EFTIR ÞÝSKA MYNDLISTARMANNINN MARTIN KOBE Sýning á verkum hans verður opnuð í Safni í dag. Félagarnir Gunnar Guðbjörnsson og Jónas Ingimundarson leggja upp í tónleikaferð en saman hafa þeir áður gert víðreist. Á dag- skránni er hluti af þýskri ljóða- dagskrá en þar að auki munu þeir flytja íslensk sönglög og ítölsk. Jónas Ingimundarson þarf vart að kynna enda hefur hann lengi verið einn af okkar viðurkennd- ustu tónlistarmönnum. Hann hefur komið fram sem einleikari og verið meðleikari fjölda ein- söngvara og hljóðfæraleikara um árabil hér á Íslandi og víða erlend- is. Gunnar hefur mest starfað í Evrópu en einnig ferðast til Asíu og Bandaríkjana til að syngja. Hann hefur verið fastráðinn í óperuhúsum í Þýskalandi og Frakklandi en síðustu árin hefur hann verið búsettur á Íslandi. Jónas og Gunnar hafa starfað saman í um tuttugu ár og fannst tími kominn á landsbyggðarrúnt. „Við fórum í svipaða ferð fyrir um sextán árum og hefur alltaf langað til þess að endurtaka leikinn. Við ákváðum að nota ljóðaprógramm sem við höfum verið að æfa fyrir tónleika í Salnum síðar, en blanda líka ítölskum og íslenskum lögum í dagskrána og breikka þannig áheyrendahópinn,“ segir Gunnar. Á ljóðadagskránni verður kokk- teill af Schubert og Strauss en í lok vikunnar halda félagarnir ekta „Liederabend“ í Salnum í Kópa- vogi. „Þessi tónskáld eru temmi- lega ólík, Schubert er grunnurinn að þýskum ljóðasöng en Strauss er meira í óperuáttina. Þetta passar mjög vel saman og líka við það sem ég hef verið að gera í óperunni − þar er ég að færa mig upp á skaft- ið,“ segir Gunnar kíminn. Hann kveðst vera að færa sig hægt og rólega út í sönghlutverk hetjuten- órsins, en þá er mikilvægt að halda í lýríska eiginleika raddarinnar. Fyrstu tónleikarnir verða í Gömlu höllinni í Vestmannaeyjum kl. 17 í dag en aðrir næstkomandi mánudag í Vinaminni á Akranesi kl. 20. Síðan liggur leiðin í Salinn þar sem ljóðadagskráin verður flutt en þá liggur leiðin norður í október þar sem þeir halda tón- leika í Þorgeirskirkju, á Kópaskeri og á Blönduósi. - khh Félagar á faraldsfæti JÓNAS INGIMUNDARSON OG GUNNAR GUÐBJÖRNSSON Flytja fjölbreytta söngdagskrá á landsbyggðinni og ljóðadagskrá í Salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Dustaðu rykið af... kvikmynd Wim Wenders Der Himmel über Berlin frá 1987. Torræð englaást í eftirminnilegu umhverfi þar sem stórleikarinn Bruno Ganz fer á kostum. Þess má einnig geta að Nick Cave og hljómsveit hans The Bad Seeds koma fyrir í myndinni.menning@frettabladid.is ! Kl. 16.00Útgáfutónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík. Gerður Bolladóttir sópransöngkona, Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari kynna þjóðlagadiskinn Fagurt er í Fjörðum. Sr. Bolli Pétur Bollason flytur inngang að lögunum sem leikin verða og sungin, en þau eru bæði af veraldlegum og trúarleg- um toga. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands efna til kammertónleika í Listasafni Íslands í dag en á þessu starfsári verður nýrri tónleikaröð hleypt af stokkunum sem kennd er við kristal. Sex tónleik- ar verða haldnir í safninu í vetur en þar munu ýmsir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinn- ar koma fram og leika kammertónlist úr ýmsum áttum. Á tónleikunum í dag flytja Einar Jóhannesson klarinettuleikari, Rúnar Vilbergsson fagottleikari, Joseph Ognibene hornleikari, Sigrún Eðvalds- dóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Hávarður Tryggvason sem leikur á kontrabassa. Á efnisskránni eru verk eftir Händel og Beethoven Tónleikarnir verða um það bil klukkustund á lengd og verði er stillt í hóf, en hægt er að kaupa sig inn á alla tónleikana í áskrift og þeir bjóðast fastagestum sveitarinnar einnig á góðum kjör- um. Ný kammertónleikaröð KRISTALSTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS Félagar í Sinfóníuhljómsveit Íslands brydda upp á nýjung- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.