Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 82
16. september 2006 LAUGARDAGUR46
Sýning á verkum þýsku myndlist-
armannanna Martins Kobe og
Tilos Baumgärtel verður opnuð í
Safni, Laugavegi 37 í dag. Mynd-
listarmennirnir eru báðir af svo-
kölluðum Leipzig-skóla og lærðu
hjá málaranum Neo Rauch, þeir
ólust upp í Austur-Þýskalandi en
komust til fullorðinsára í samein-
uðu Þýskalandi.
Helstu viðfangsefni í málverk-
um Martins Kobe eru rými og
rýmiskennd. Í málverkum sínum
skapar listamaðurinn rými, sem
ganga þó ekki upp í raun og veru
þótt fljótt á litið séu þau nógu
kunnugleg til að draga áhorfand-
ann inn í myndina. Hann fæst
einnig, á meðvitaðan hátt, við þá
spennu, sem skapast á milli áferð-
ar teikningarinnar og þrívíddar-
blekkingar, sem er rauður þráður í
verkum hans. Málverk Martins
Kobe bera einkenni abstraktverka
en vísa þó til landslags eða arki-
tektúrs. Þau sýna tóm skrifstofu-
rými, sem virðast leysast upp í
skærlita, málmkennda fleti. Verk
Kobes hafa yfir sér framtíðarlegt
yfirbragð og í þeim speglast aug-
ljós áhrif frá tölvuunnum
þrívíddarmyndum.
Kolateikningar og olíumálverk
Tilos Baumgärtel hafa yfir sér ævin-
týralegan og draumkenndan blæ.
Myndefni hans eru figuratíf; fólk,
sem staðsett er í tímalausu, eyðilegu
rými. Frásögnin er óræð og einkenn-
ist af súrrealísku tilfinningaleysi.
Persónur verka hans hans minna á
styttur, eru frosnar í samþjappaðri
tilveru, einkennilegu tímaleysi her-
bergjanna, í borgarlandslagi eða
ímynduðu landslagi.
Í olíumálverkum sínum notar
Baumgärtel dempaða liti, sem ýta
undir sérkennilegt andrúmsloft
tiltekins rýmis; veggir og húsgögn
virðast fljóta um í einkennilegri
lýsingu.
Verk Baumgärtel hverfast um
tilgangsleysi persónanna á mynd-
um hans og þau vekja upp tómleika-
tilfinningu, sem vísar til uppvaxtar-
ára hans í Austur-Þýskalandi.
- khh
Myndlist af Leipzig-skólanum
VERK EFTIR ÞÝSKA MYNDLISTARMANNINN MARTIN KOBE Sýning á verkum hans
verður opnuð í Safni í dag.
Félagarnir Gunnar Guðbjörnsson
og Jónas Ingimundarson leggja
upp í tónleikaferð en saman hafa
þeir áður gert víðreist. Á dag-
skránni er hluti af þýskri ljóða-
dagskrá en þar að auki munu þeir
flytja íslensk sönglög og ítölsk.
Jónas Ingimundarson þarf vart
að kynna enda hefur hann lengi
verið einn af okkar viðurkennd-
ustu tónlistarmönnum. Hann
hefur komið fram sem einleikari
og verið meðleikari fjölda ein-
söngvara og hljóðfæraleikara um
árabil hér á Íslandi og víða erlend-
is. Gunnar hefur mest starfað í
Evrópu en einnig ferðast til Asíu
og Bandaríkjana til að syngja.
Hann hefur verið fastráðinn í
óperuhúsum í Þýskalandi og
Frakklandi en síðustu árin hefur
hann verið búsettur á Íslandi.
Jónas og Gunnar hafa starfað
saman í um tuttugu ár og fannst
tími kominn á landsbyggðarrúnt.
„Við fórum í svipaða ferð fyrir um
sextán árum og hefur alltaf langað
til þess að endurtaka leikinn. Við
ákváðum að nota ljóðaprógramm
sem við höfum verið að æfa fyrir
tónleika í Salnum síðar, en blanda
líka ítölskum og íslenskum lögum í
dagskrána og breikka þannig
áheyrendahópinn,“ segir Gunnar.
Á ljóðadagskránni verður kokk-
teill af Schubert og Strauss en í lok
vikunnar halda félagarnir ekta
„Liederabend“ í Salnum í Kópa-
vogi. „Þessi tónskáld eru temmi-
lega ólík, Schubert er grunnurinn
að þýskum ljóðasöng en Strauss er
meira í óperuáttina. Þetta passar
mjög vel saman og líka við það sem
ég hef verið að gera í óperunni −
þar er ég að færa mig upp á skaft-
ið,“ segir Gunnar kíminn. Hann
kveðst vera að færa sig hægt og
rólega út í sönghlutverk hetjuten-
órsins, en þá er mikilvægt að halda
í lýríska eiginleika raddarinnar.
Fyrstu tónleikarnir verða í
Gömlu höllinni í Vestmannaeyjum
kl. 17 í dag en aðrir næstkomandi
mánudag í Vinaminni á Akranesi
kl. 20. Síðan liggur leiðin í Salinn
þar sem ljóðadagskráin verður
flutt en þá liggur leiðin norður í
október þar sem þeir halda tón-
leika í Þorgeirskirkju, á Kópaskeri
og á Blönduósi. - khh
Félagar á faraldsfæti
JÓNAS INGIMUNDARSON OG GUNNAR GUÐBJÖRNSSON Flytja fjölbreytta söngdagskrá á landsbyggðinni og ljóðadagskrá í Salnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
> Dustaðu rykið af...
kvikmynd Wim Wenders Der
Himmel über Berlin frá 1987.
Torræð englaást í eftirminnilegu
umhverfi þar sem stórleikarinn
Bruno Ganz fer á kostum. Þess
má einnig geta að Nick Cave og
hljómsveit hans The Bad Seeds
koma fyrir í myndinni.menning@frettabladid.is
! Kl. 16.00Útgáfutónleikar í Dómkirkjunni
í Reykjavík. Gerður Bolladóttir
sópransöngkona, Hlín Erlendsdóttir
fiðluleikari og Sophie Schoonjans
hörpuleikari kynna þjóðlagadiskinn
Fagurt er í Fjörðum. Sr. Bolli Pétur
Bollason flytur inngang að lögunum
sem leikin verða og sungin, en þau
eru bæði af veraldlegum og trúarleg-
um toga.
Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands efna til
kammertónleika í Listasafni Íslands í dag en á
þessu starfsári verður nýrri tónleikaröð hleypt af
stokkunum sem kennd er við kristal. Sex tónleik-
ar verða haldnir í safninu í vetur en þar munu
ýmsir hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar koma fram og leika kammertónlist úr ýmsum
áttum.
Á tónleikunum í dag flytja Einar Jóhannesson
klarinettuleikari, Rúnar Vilbergsson fagottleikari,
Joseph Ognibene hornleikari, Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víólu-
leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Hávarður Tryggvason sem leikur á kontrabassa. Á
efnisskránni eru verk eftir Händel og Beethoven
Tónleikarnir verða um það bil klukkustund á
lengd og verði er stillt í hóf, en hægt er að kaupa
sig inn á alla tónleikana í áskrift og þeir bjóðast
fastagestum sveitarinnar einnig á góðum kjör-
um.
Ný kammertónleikaröð
KRISTALSTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS Félagar
í Sinfóníuhljómsveit Íslands brydda upp á nýjung-
um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK