Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 28
 16. september 2006 LAUGARDAGUR28 Í gær var kvikmyndin Börn frumsýnd. Þar er Ólafur Darri Marinó; maður sem glímir við geðklofa, er haldinn ranghugmynd- um og ofsóknaræði. Jakob Bjarnar Grétarsson komst að því í samtali við Ólaf Darra að honum þykir vænt um þennan mann. Hvernig má það vera? Þrátt fyrir ungan aldur er Ólaf- ur Darri þaulreyndur kvikmynda- leikari. Honum var hent út í djúpu laugina strax eftir útskrift úr Leik- listarskólanum en hann fór þá með stórt hlutverk í Perlum og svínum Óskars Jónassonar sem frumsýnd var 1998. Ólafur Darri er einn af eftirtekt- arverðari leikurum okkar og á að baki átta kvikmyndir. Marinó er hans viðamesta kvikmyndahlut- verk til þessa. „Tími til kominn,“ segir leikstjóri Barna, Ragnar Bragason. Segir rétt að Ólafur Darri fái úr miklu að moða og spar- ar hvergi stóru orðin þegar hann lýsir sínum manni. „Hann slær í gegn í þessari mynd. Er stórkost- legur.“ Leikur ekki heldur er persónan Ólafur Darri segir að í grunninn hafi þeir verið að vinna að Börnum í svona þrjú ár. Stúdera þann heim sem til umfjöllunar er. „Hver leikari stúderaði sinn heim. Leikarinn og leikstjórinn finna saman persónuna sem þá langar til að vinna með. Svo hefst mikil og hörð undirbúningsvinna.“ Sá háttur sem hafður var á í Börnum er að handritið er sniðið að þeim persónum sem til umfjöllunar eru en ekki öfugt eins og algengara er. Ólafur Darri nefnir sem dæmi leikstjórana Mike Lee og John Casavetis sem hafa unnið eftir þessum aðferðum. „Já, ég verð eiginlega að segja þessa aðferð meira gefandi fyrir mig sem leikara. Maður á allt sem maður gerir. Hlutverkið verður svo nálægt manni. Aðferðin, ef hún heppnast fullkomlega, gengur út á að leikar- inn er ekki að leika heldur er per- sónan. Það er hugsunin á bak við þetta.“ Að lifa með ranghugmyndum Og þá fara nú málin að vandast. Tæplega er þægilegt fyrir leikara að leika slíka persónu, hvað þá að setja sig inn í heim hennar með það fyrir augum að „vera“ hún. Ragnar Bragason lýsir persónunni svo: „Marinó er geðklofa, misþroska og býr hjá móður sinni sem Helga Margrét Jóhannesdóttir leikur. Marinó hefur aldrei flutt að heim- an en faðir hans er dáinn. Býr í vernduðu umhverfi og vinnur í matvöruverslun í Skerjafirði hjá móðurbróður sínum Gunnari sem Sigurður Skúlason leikur.“ Sagan er svo í stuttu máli á þá leið að Marinó kemst að því að móðir hans er að fara á bak við hann með því að hitta ókunnan mann á laun. „Einhleyp konan,“ segir Ragnar og fer það fyrir brjóstið á Marinó sem er með lát- inn föður sinn á heilanum og safn- ar minningargreinum um menn sem hafa fallið frá á miðjum aldri. „Móðir hans fer til að hitta þenn- an mann sem er sér aðeins yngri. Og þá fer Marinó að missa tökin á veruleikann og fer að fá ranghug- myndir um hvað sé í gangi í hans umhverfi.“ Sálrænt erfitt hlutverk „Já, ég skal alveg viðurkenna að sálrænt var erfitt að eiga við þetta. Krefjandi hlutverk og mitt erfið- asta hingað til. Reyndi á en ögrandi á réttan máta. Erfitt stundum en gaman. Hópurinn sem stendur að myndinni er sá dásamlegasti sem um getur. Og ég fékk mikla hjálp til dæmis frá Möggu Helgu og Sigga Skúla,“ segir Ólafur Darri. Hann segir, eins sérkennilega og það hljómar með tilliti til hins erf- iða viðfangsefnis, að þetta hafi í rauninni verið skemmtilegasti tími sem hann hefur upplifað við tökur „Af hverju ég lagði Marinó til málanna? Kveikjan er úr mínu nánasta umhverfi. Ég, líkt og svo margir aðrir, þekki geðklofa. En geðsjúkdómar virðast tabú í þessu samfélagi. Jafnvel þó árið sé 2006,“ segir Ólafur Darri Ólafsson leikari. Þykir vænt um geðklofann sinn ÓLAFUR DARRI Leikur ekki heldur „er“ geðsjúklingurinn Marinó. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Þar skynjar maður ægi- kraft Kína í átt til neyslu- samfélagsins. Og sýnist sitt hverjum.“ MEÐ MÖMMU Marinó býr hjá ekkjunni móður sinni. Þegar hún hittir sér yngri mann byrja ranghugmyndirnar að blómstra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.