Fréttablaðið - 16.09.2006, Qupperneq 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
���������
���������������
Allt bendir til þess að baráttan fyrir alþingiskosningarnar í
vor sé þegar hafin af fullum krafti.
Ég sé ekki betur en að stjórnmála-
foringjar séu þegar farnir að munda
vopn sín og haga málflutningi sínum
talsvert öðruvísi en áður. Þetta gild-
ir einkum og sér í lagi um Sjálf-
stæðisflokkinn, að mínu viti.
ÉG giska á að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé þegar búinn að ráða sér aug-
lýsingastofu og almannatengsla-
skrifstofu. Uppleggið er greinilega
að sýna flokkinn sem einhvers
konar einarða heild undir traustri
forystu - ekki frumlegt, en getur
virkað - og í þessu skyni birtast nú
myndir og fréttir af þingflokknum
saman í hestaferðum og af fram-
varðarsveitinni á ferð um Kára-
hnjúka. Allir eru í útivistarfötum
og alþýðlegir.
FLOKKURINN ætlar greinilega
á málefnalega sviðinu, í takti við
hina nýju ímynd, að hrifsa til sín
umhverfismálin og klína að sama
skapi allri umhverfiseyðileggingu
sem hér hefur farið fram á Fram-
sóknarflokkinn annars vegar og
Samfylkingu hins vegar. Opnur um
umhverfismál fylla nú annað hvert
helgarblað Moggans, svo gamal-
grónir náttúruverndarsinnar klóra
sér í kollinum af undrun. Hér er
kominn óvæntur bandamaður, en
plottið er augljóst: Flokkurinn var
hægri bleikur í borgarstjórnar-
kosningunum og talaði um velferðar-
mál eins og honum væri borgað
fyrir það. Í alþingiskosningunum
verður flokkurinn hægri grænn.
ÞETTA er skynsamlegt hjá Sjálf-
stæðisflokknum út frá taktísku
sjónarmiði, en að sama skapi nokk-
uð óskammfeilið. Auðvitað bera
þingmenn flokksins jafnmikla
ábyrgð á Kárahnjúkavirkjun og
aðrir þingmenn, utan Rannveigar
Guðmunds, Þórunnar Sveinbjarn-
ar, Sverris Hermannssonar og
Vinstri grænna, og færi betur á því
að flokkurinn legði ekki á flótta
undan beljandi Hálsalóni - þeim
drullupytti - á síðustu metrunum.
Hins vegar er ekkert ólíklegt að
kjósendur gleypi við þessu. „Við
leyfðum framsókn að hlaupa af sér
hornin,“ munu sjálfstæðismenn
segja á göngum vinnustaðanna.
„Þeir vildu þessa virkjun. Við
vorum ekkert að mótmæla því. Og
svo var Samfylkingin líka fylgjandi
þessu, þannig að þetta varð auðvit-
að ekki stoppað.“
MEÐ þessari aðferð, ef vel er gert,
mun Sjálfstæðisflokknum hugsan-
lega takast að fá atkvæði bæði
þeirra sem eru með og á móti virkj-
uninni. Og þar er einmitt komið eitt
grundvallarlögmál stjórnmálanna:
Ef flokkur ætlar að verða stór mun
hann alltaf leitast við að fá atkvæði
bæði þeirra sem eru með og á móti
í stórum deilumálum. Þetta lögmál
er hið sama og gerir kjósendur alla
jafna ákaflega ruglaða í ríminu um
það hver stefna stórra flokka er í
raun og veru.
SAMFYLKINGIN kom með sitt
útspil í þessari glímu á dögunum,
með nýrri umhverfisverndar-
stefnu. Hún var góðra gjalda verð.
Nú þarf bara að drífa í að taka góða
mynd af þingflokknum við Kára-
hnjúka, í goretexgöllum með
Ómari.
Kosningagír
BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
GÓÐUR VINUR
Á GÓÐRI STUND
50 02 .V .B
s
met sy S
AE
KI
re tn I
©
Njóttu þess
að leika
SÖT taudýr ýmsar tegundir
KOJA tjald
120x120x95 cm 595,-
MAMMUT náttborð
48x39x39 cm 2.490,-KORALL REV sængurverasett
150x200/50x60 cm 1.690,-
MAMMUT rúmgrind
89x170x70 cm 16.950,-
Dýna seld sér
KORALL spiladós
rautt/appelsínugult 695,-
ATOLL SPORT himnasæng
B105 cm marglituð
KORALL KRABBA sessa
Ø30 cm appelsínugult 495,-
MAMMUT fataskápur
84x50x186 cm 16.950,-
MAMMUT kommóða
m/3 skúffum 77x45x73 cm 9.950,-695,-
Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is
MINNEN DRAKE
rúmteppi 110x80 cm
MINNEN fjársjóðskista
62x40x29 cm 1.490,-
KORALL SKÖLDPADDA geymslukarfa
75,-
1.490,-
995,-
SMILA BAGGE veggljós
32x23x6,5 cm 795,-
290,-
Grænmetisbuff
Með kúskús, grænmeti og
graslaukssósu