Fréttablaðið - 01.10.2006, Page 16
1. október 2006 SUNNUDAGUR16
Ingibjörg hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og byrj-aði aðeins þrettán ára gömul
að vinna í Sautján í Kringlunni
með skólanum. „Þegar ég var 23
ára eignaðist ég son minn, Natan,
og velti því fyrir mér í orlofinu
hvort ég ætti að fara aftur í
Sautján eða gera jafnvel eitthvað
annað. Ég hafði verið í innkaupum
og fleiru þar og var mjög ánægð í
vinnunni,“ segir Ingibjörg og
bætir því við að hún hafi alltaf
verið rosalega metnaðarfull í
vinnu. „Mér var síðan bent á að
Oasis væri til sölu í Kringlunni og
mig langaði strax til að kaupa búð-
ina. Ég sá fyrir mér að þarna væri
mitt tækifæri.“
Ingibjörg játar því að það hafi
verið heilmikil áhætta að kaupa
búðina enda hafi hún ekki átt mik-
inn pening. „Ég og barnsfaðir
minn seldum íbúðina okkar og
leigðum litla kjallaraíbúð í stað-
inn. Auðvitað fannst öllum þetta
vera algjört brjálæði en ég var
alveg ákveðin. Natan fór strax til
dagmömmu frá átta til fimm, pínu-
lítill, og ég vann alla daga til sjö og
oft fram á kvöld og nætur hvort
sem var um helgi eða á virkum
degi. Smátt og smátt kom þetta en
þetta var rosalega erfitt og mikil
vinna.“
Ótrúleg ósérhlífni
Spurð um hvað þurfi til að láta
svona verslun ganga vel segir
Ingibjörg að maður þurfi fyrst og
fremst að vera viss um hvað
maður geti sjálfur. „Ég hugsaði
aldrei út í þann möguleika að þetta
myndi ekki takast. Ég var allan
tímann ákveðin í því að ég gæti
þetta.“
Fyrstu þrjú árin eftir að Ingi-
björg keypti Oasis snerist allt um
verslunina í Kringlunni og segir
hún að þegar árangur fari að nást
þá gerist hlutirnir mjög hratt.
„Fyrstu tvö til þrjú árin þurfti
maður bara alveg að standa vakt-
ina sjálfur frá morgni til kvölds.
Það er líka ýmislegt sem fylgir því
að vera ungur atvinnurekandi og
ekki alltaf auðvelt. Síðan bara fór
maður að sjá árangur og rekstur-
inn fór að skila sér mjög vel. Eig-
endurnir í Englandi fóru að halda
mjög mikið upp á mig og búðin
mín fór að verða notuð sem fyrir-
mynd fyrir aðra sem vildu opna
verslanir Oasis í öðrum löndum,
af því hún var farin að selja mest
á fermetra.“
Danmerkurævintýrið
„Danmörk lá alltaf í loftinu hjá
þeim úti og það voru nokkrir sem
höfðu ætlað sér að opna þar en það
gekk aldrei upp. Eigendurnir í
Englandi fóru þá að reyna að
pressa á mig með að opna í Dan-
mörku, ekki síst af því þeir vissu
að ég hafði alltaf verið mikið þar.
Pabbi bjó þar auk frænda míns og
frænku þannig að ég var mikið á
ferðinni á milli og var búin að
kynnast markaðnum í Danmörku
ágætlega.“
Fyrir tveimur árum ákváðu
Ingibjörg og Jón Arnar, sambýlis-
maður hennar, að láta af því verða-
að opna Oasis í Danmörku. Fyrsta
Oasis-verslunin opnaði í Fields,
sem er ein stærsta verslunarmið-
stöðin í grennd við Kaupmanna-
höfn. „Við færðum okkur svo inn í
Magasín og erum með tvær búðir
þar í dag. Síðan opnuðum við í
Illum og loks í Magasín í Lyngby,
sem er fyrir utan Kaupmanna-
höfn. Þannig að við erum núna
með fimm búðir inni í öðrum
búðum af því við vildum byrja
hægt á dönskum markaði. Mark-
aðurinn þar er mun erfiðari en hér
á Íslandi og þess vegna vildum við
finna aðeins út hvernig við ættum
að hátta innkaupum og öðru áður
en við færum í okkar eigin versl-
un. Það stendur hins vegar til í
byrjun næsta árs.“
Skrítin jól án Kringlunnar
Síðastliðið vor fengu þau svo gott
tilboð í búðirnar hérna heima að
þau gátu ekki hafnað því. „Við
seldum þá allar búðirnar sem við
áttum hér á landi en þær voru
orðnar fimm talsins og fjárfestum
síðan í Habitat og einbeitum okkur
algjörlega að því núna.
Ingibjörg segir það erfiðast
fyrstu mánuðina að opna verslun
ef maður gerir allt frá grunni og
hefur engan sér að baki. „Það þarf
að búa sig undir það andlega að
annað hvort vinna stórt eða tapa
stórt. Maður getur verið dálítið
lengi að byggja sig upp aftur ef
illa gengur en ég hugsaði bara
með mér að ég hefði enn tíma til
að byggja mig upp aftur. Ég leit á
þetta pínu fyrst eins og háskóla-
nám. Mér fannst ég vera að læra
svo mikið og var tilbúin til að taka
skellinn ef hann kæmi.“
Ingibjörg lauk verslunarprófi
frá Verslunarskóla Íslands og tók
síðar tvö ár í menntaskóla með
vinnu. „Það verður örugglega und-
arleg tilfinning að vera ekki í
Kringlunni um jólin enda veit ég
varla hvað jól eru án Kringlunn-
ar.“
Aldrei farið á hausinn
Sögur hafa gengið um að Ingibjörg
hafi farið í gjaldþrot með verslan-
ir sínar þegar hún seldi þær í vor
en hún tekur þeim kvitti af stakri
ró. „Já, það eru náttúrulega alltaf
sögur. Ég hef aldrei farið á haus-
inn með neitt, þannig að það er
ekki rétt. Fólk á svo erfitt með að
samgleðjast. Það er dálítið ein-
kennandi fyrir þessa þjóð. Það
virðist hafa verið erfitt fyrir fólk
að sætta sig við það að ég átti allt í
einu eitthvað sem ég hafði unnið
Alltaf ákveðin í að ég
gæti þetta
fyrir, bara tuttugu og eitthvað ára
gömul. Fólki fannst þetta bara ekki
ganga upp. Það hlyti að hafa verið
eiturlyfjainnflutningur, svik og
prettir eða eitthvað slíkt, fólk taldi
þetta ekki geta verið eðlilegt.“
Ingibjörg hugsar sig um dálitla
stund þegar hún er spurð að því
hvort hún sé rík í dag. „Ég er mjög
rík af vinum og fjölskyldu,“ segir
hún og brosir.
Hún tekur undir það að konur
geri of lítið af að láta vaða á þær
viðskiptahugmyndir sem þær fá.
„Konur gera alltof lítið af því. Sér-
staklega af því að ég veit að það
eru svo margar sem langar. Und-
anfarin tvö ár hef ég einmitt verið
mikið í því að hvetja konur og þar
á meðal vinkonur mínar til að láta
vaða í að eignast fyrirtæki eða
rekstur. Í staðinn fyrir að hugsa
alltaf um að bíða. Óöryggið eykst
alltaf eftir því sem beðið er leng-
ur, í staðinn fyrir að taka þetta
skref fyrir skref og gera bara það
sem mann langar til.“
Ingibjörg játar því að sennilega
sé það erfiðara fyrir konur að reka
fyrirtæki en karla. „Það er ætlast
til svo mikils af okkur og sérstak-
lega ef við eigum börn. Það hefur
verið erfiðast að samræma vinn-
una og að eiga stundir með Natan.
Maður vill auðvitað standa sig í því
að vera mamma því það skiptir
mann mestu máli,“ segir kaupmað-
urinn og viðurkennir að stundum
sé erfitt að gíra sig niður eftir
vinnuna. Ingibjörg segir konur
almennt finna fyrir meiri tog-
streitu gagnvart börnunum sínum
en karlmenn. „Svo líka erum við
viðkvæmari. Það er bara þannig,“
segir hún og brosir. „Við erum við-
kvæmari fyrir gagnrýni, mistök-
um og fleiru. Samt höfum við svo
marga kosti líka sem karlmenn
hafa ekki. Það er oft sagt að kon-
urnar séu meira í litlu hlutunum en
karlmenn sjái frekar heildarmynd-
ina. Ef konum tekst hins vegar að
sjá stóru myndina þá höfum við
eiginlega meira en þeir. Meiri inn-
sýn inn í allt en sjáum samt mögu-
leikana umfram það.“
Aldrei liðið betur
Ingibjörg svarar því játandi þegar
hún er spurð hvort hún sé ham-
ingjusöm í dag. „Ég er rosalega
hamingjusöm,“ segir hún án þess
að þurfa í raun að svara því hún
hreinlega geislar af hamingju.
„Ég hef ekki alltaf verið ham-
ingjusöm síðustu ár því það tekur
rosalegan toll að vinna svona
mikið og leggja svona mikið á sig.
Það er eitthvað sem fólk ætti að
átta sig á áður en það fer út í svona
lagað að það er algjörlega blóð,
sviti og tár. „Markmið Ingibjargar
næstu tvö til þrjú árin felast að
mestu í því að gefa Habitat allt
sem hún á. „Við ætlum að bjóða
upp á allt það sem merkið hefur
upp á að bjóða og stækka búðina.
Byggja þar upp skemmtilegt and-
rúmsloft, hafa lifandi hluti að ger-
ast allar helgar. Við erum komin
með mjög gott starfsfólk og á
næstu þremur árum ætlum við að
gera þetta virkilega skemmtileg-
an áfangastað fyrir fjölskylduna
og þá sem eru að spá í lífsstíl yfir
höfuð,“ segir Ingibjörg og stefnir
á að búðin fái á sig endanlega
mynd eftir smátíma. „Það er á
þriggja ára planinu að gera þetta
allt klárt og hafa búðina sem
glæsilegasta og þægilegasta til að
koma í og versla. Þá er ég reyndar
sjálf með þetta á eins árs plani af
því ég vil alltaf gera allt svo hratt,“
bætir hún við hlæjandi.
Ingibjörg á von á barni þeirra
Jóns Arnars um miðjan nóvember
og hefur notið meðgöngunnar þrátt
fyrir að hafa heilmikið að gera.
„Ég reyni að skipta þessu upp: fjöl-
skyldan, heilsan og vinnan. Fjöl-
skyldu- og heilsumarkmiðin eiga
að vera til lífstíðar en á starfsvett-
vangnum eru það svona þrjú til
fimm ár.“
Kaupmaðurinn Ingibjörg Þorvaldsdóttir hefur
fengið miklu áorkað á undanförnum árum. Hún
byrjaði að vinna sem afgreiðslustúlka í Sautján en
rekur í dag sex verslanir ásamt sambýlismanni sín-
um, Jóni Arnari Guðbrandssyni. Sigríður Hjálm-
arsdóttir leit inn til Ingibjargar á nýtt heimili
þeirra í Garðabænum og fékk að heyra hvernig
kaupmannsævintýrið hefur gengið fyrir sig frá
upphafi.
FRAMAKONA
Á aðeins fimm árum hefur Ingibjörg
byggt upp fjölda verslana og er Habitat
nýjasta verslunin í eigu hennar og sam-
býlismanns hennar, Jóns Arnars.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Oasis í Kringlunni mars 2001
Oasis í Debenhams sept 2004
Oasis í Fields DK febrúar 2005
Oasis í Magasin du nord mars 2005
Oasis í Magasin du nord, jarðhæð maí 2005
Gjörbreyttu Oasis í Kringlunni maí 2005
Oasis Magasin Lyngby september 2005
Oasis verslun í Smáralind september 2005
Coast verslun í Smáralind október 2005
Change verslun í Smáralind febrúar 2006
Seldu allar verslanirnar á Íslandi mars 2006
Oasis í Illum apríl 2006
Habitat í Kópavogi ágúst 2006