Fréttablaðið - 01.10.2006, Qupperneq 17
SUNNUDAGUR 1. október 2006
Metnaðarleysi fjölmiðla
Eiður Guðnason sendi mér eftirfarandi klausu:
„Oft blöskrar manni metnaðarleysi fjölmiðlanna í málfarslegum efnum.
Hef stundum verið að gera athugasemdir á ýmsum vettvangi, en fæ
sjaldnast nokkur viðbrögð, – undanskil þó málfarsráðunaut Ríkisút-
varpsins sem jafnan svarar um hæl.
Netmiðlarnir svonefndu eru, held ég, verstir. Í gær mátti lesa á mbl.is
að hermenn í Afganistan hefðu „notið aðstoðar frá lofti“ þegar vænt-
anlega var átt við að herflugvélar hefðu tekið þátt í aðgerðunum.
Ef eitthvað bilar í tölvukerfum eða hjá símanum er sagt að tölvukerfið
sé „niðri“, síminn sé „niðri“, lesið hef ég um að Grensásstöðin hafi
verið „niðri“og jafnvel umferðarljós hafa verið „niðri“. Var þó örugglega
ekki átt við að umferð í neðra hafi verið svo mikil að henni hafi þurft
að stýra með ljósum! Enn er talað um „áhafnarmeðlimi“ þegar einfald-
ara og betra væri að tala um skipverja.
Enskan skín hvarvetna í gegn og nær daglega les maður um „eitthvað
sem er komið til að vera“.
Það eru ótrúlega margir að skrifa fréttir, sem ekki kunna íslensku og
ekki raunar ensku heldur, sbr. frétt Morgunblaðsins á dögunum um
borgina „Aboriginal“ í Ástralíu!“
Labba, labba, labba
„Ég hefði ekki labbað í svona álverslabb,“ skrifar kennari í Mbl. 14.
sept. um meðmælagöngu á Norðurlandi. So. labba merkir að rölta,
ganga hægt og er til í nýnorsku og sænsku í merkingunni þramma,
ganga þyngslalega, og er trúlega leidd af no. labb sem í sömu málum
merkir fótur í nýnorsku og stór fótur eða hrammur í sænsku.
Nú er sögnin að labba svo ofnotuð að hún virðist nánast orðin einráð
yfir þá athöfn að setja annan fótinn fram fyrir hinn, að ganga, eins og
mín kynslóð hefur sagt. Kona spyr hvort barnið sé farið að labba. Menn
labba alls staðar, jafnvel á fjöll. Þar með hverfa jafn myndrænar sagnir
og ana, arka, eigra, feta, haltra, pjakka, ramba, rölta, skunda, staulast,
stika, strunsa, svo að fáein dæmi séu nefnd. Ég held að flestir geti séð
til hvílíkrar fátæktar í tjáningu slík einhæfni leiðir. Og það vil ég segja
við ykkur, að menn labba ekki um „tungunnar bröttu fjöll“, svo að vitn-
að sé í ljóð Hannesar Péturssonar.
Braghenda
Braghenda dagsins varð til við Foss á Síðu:
Birtist fram af brúnum háum bjartur strengur.
Það er líkt og þráðarlengju
sé þyrlað niður klettahengju.
Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar:
npn@vortex.is
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar um
íslenskt mál
HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000
www.hekla.is, hekla@hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666
HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416
saman
við eigum vel
Staðalbúnaður MASC stöðugleikastýring
ABS hemlalæsivörn • EBD hemlajöfnunarkerfi
MATC spyrnustýring • Aksturstölva • Hiti í framsætum
Fjarstýrðar samlæsingar • Rafdrifnar rúðuvindur
Mitsubishi Colt er frábær bíll sem hefur sópað að sér verðlaunum, enda
kostirnir augljósir; glæsileg hönnun, mikið innra rými með mikla möguleika,
nýjar öflugar vélar, 6 hraða „Allshift“ sjálfskipting og margt fleira.
Komdu og prófaðu hann
Verð: 1.590.000 kr.
����������������������������
�����������
�
�
�
��
�������������
��������������������
������������������������������
��������������������������
�������������������
��������������
������������
����������������
��������������������������������
�������������������������������������������
�������������������������������������
������������������
���������������������