Fréttablaðið - 01.10.2006, Blaðsíða 20
1. október 2006 SUNNUDAGUR20
Í flestum tungumálum notast menn við orðið telefon yfir það sem við köllum síma.
Þegar þesi nýja tækni kom fyrst
til umræðu hér á landi undir lok
nítjándu aldar voru ýmsar hug-
myndir á lofti um nafn á fyrirbær-
ið. Má þar nefna orð eins og hljóð-
beri, hljómþráður, hljóðþráður,
talþráður og fréttaþráður.
Talið er að orðið sími hafi fyrst
komið fram á prenti í íslensk-
danskri orðabók eftir Jónas Jóns-
son frá Hrafnagili sem kom út árið
1896. Orðið er ævagamalt í sjálfu
sér og þýðir band eða þráður og til
sem slíkt í forníslensku. Upprun-
inn er enn eldri því orðið simo er
til í fornsaxnesku og sima í forn-
ensku með sömu merkingu.
Þá er orðið sime til í nýnorsku,
simme í sænskum mállýskum og
sime í dönsku og alls staðar er
merkingin taug eða reipi.
Framsýnir bændur
Segja má að símaöld á Íslandi hafi
hafist með samningi sem gerður
var 1904 við Stóra norræna rit-
símafélagið um lagningu ritsíma
til landsins.
Ekki voru allir Íslendingar á
einu máli um leiðir í þessum efnum
þá frekar en endranær. Sú saga
hefur verið lífseig að íslenskir
bændur hafi hópum saman riðið til
Reykjavíkur árið 1905 til að mót-
mæla símanum og Framsóknar-
flokknum jafnvel núið upp úr
þessu sem dæmi um afturhalds-
semi bænda og andstöðu við nútím-
ann. Sagan er reyndar góð en hún á
við lítil rök að styðjast.
Vissulega riðu hópar bænda af
Suður- og Vesturlandi til Reykja-
víkur þann 1. ágúst 1905, til að
mótmæla lagningu ritsímans, en
þeir voru fjarri því á móti nýjung-
um á sviði fjarskipta.
Þannig var á þessum árum að
menn greindi mjög á um það hvort
skynsamlegra væri að fjárfesta í
sæsímastreng og lagningu síma-
lína um landið þvert og endilangt,
eða hvort loftskeyti væru það sem
koma skyldi.
Bændur vildu veðja á loft-
skeytatæknina, en gera má ráð
fyrir að sú afstaða hafi að miklu
leyti ráðist af því að þeim hugnað-
ist ekki allt það rask á jörðum
sínum sem lagning símans hefði í
för með sér, auk þess sem þeir
töldu þá leið of dýra. Svo fór þó að
Alþingi samþykkti lagningu
sæstrengsins haustið 1905 og deil-
ur um símann voru brátt úr sög-
unni.
Það er svo kannski kaldhæðni
örlaganna að sú símtækni sem við
notumst hvað mest við í dag, sú
þráðlausa, á miklu meira skylt við
loftskeytin en ritsímann, og því
má segja að bændurnir sem riðu
til Reykjavíkur 1905 hafi þegar
allt kom til alls haft rétt fyrir sér,
að loftskeytatæknin væri það sem
koma skyldi.
Reykjavík radíó ... skipti
Þó svo að meirihluti alþingis hefði
veðjað á ritsímann frekar en loft-
skeytin 1905, var engu að síður
ráðist í byggingu loftskeytastöðv-
ar. Tók hún til starfa vestur á
Melum 1918 í því húsi sem Fjar-
skiptasafnið er nú og kallaðist
stöðin Reykjavík radíó.
Hún var upphaflega hugsuð
sem varasamband við útlönd,
nokkurs konar viðbót við sæsím-
ann sem átti það til að bila. Aðal-
hlutverk stöðvarinnar varð hins
vegar brátt þjónusta við skip og
báta og olli hún byltingu í öryggis-
málum sjómanna.
Öll fjarskipti við skip fóru til að
byrja með fram á morsi en talfjar-
skipti hófust árið 1930. Togarinn
Egill Skallagrímsson var fyrsta
íslenska fiskiskipið sem fékk loft-
skeytatæki en það gerðist árið
1920. Í kjölfarið kom fram ný stétt
sjómanna, loftskeytamenn en sú
ágæta starfsstétt heyrir nú að
mestu sögunni til.
Starfsemi Reykjavíkur radíós
var öll flutt í fjarskiptastöðina í
Gufunesi árið 1963 en þar er nú
aðalstrandstöð fyrir skip auk þess
sem stöðin veitir flugvélum fjar-
skiptaþjónustu.
14 þúsund símastaurar
Þegar árið 1906 var lögð símalína
milli Reykjavíkur og Seyðisfjarð-
ar, um 614 km leið. Í línuna fóru
alls um 14 þúsund símastaurar
sem flytja þurfti á hestum upp um
fjöll og firnindi. Verkið hófst í júní
1906 og var lokið 29. september
sama ár, sem telst vera mikið afrek
hvernig sem á það er litið. Um leið
var opnað fyrir talsímasamband
milli nítján símstöðva á Vestur-,
Norður- og Austurlandi.
Langur tími leið þó þar til allir
landsmenn komust í símasamband
en lagningu síma í sveitir lauk í
kringum 1960 og voru þá enn
margir símar á sömu línunni.
Reykvíkingar voru fljótir að fá
sér síma, en þegar árið 1912 voru
notendur í bænum orðnir 300. Tíu
árum síðar voru þeir um 1100 og
árið 1928 voru um 2400 símnotend-
ur í Reykjavík af um 25 þúsund
íbúum.
Fjórum árum síðar voru fyrstu
sjálfvirku símstöðvarnar í Reykja-
vík og Hafnarfirði teknar í notkun.
Þar með var hægt að hringja beint
milli húsa án þess að fá samband
gegnum „miðstöð“.
Sjálfvirkum stöðvum fjölgaði
smám saman og 1976 voru allir
þéttbýlisstaðir komnir með sjálf-
virkan síma. Tíu árum síðar voru
allir símar landsmanna tengdir
sjálfvirkum stöðvum og svokallað-
ir sveitasímar heyrðu sögunni til.
Sveitin á línunni
Síminn sem notaður var til sveita
alveg fram undir 1986 var mjög
frábrugðinn þeim síma sem við
þekkjum í dag. Þetta var stórt og
fyrirferðarmikið tæki með símtóli
en sveif í stað skífu eða takka-
borðs.
Til að hringja var sveifinni
snúið tvo hringi fyrir langa hring-
ingu og einn fyrir stutta. Hver bær
hafði sína hringingu í stað síma-
númers, til dæmis tvær stuttar og
eina langa. Gallinn eða kosturinn
eftir því hvernig á málið er litið,
var sá að þessi sími var opinn
öllum á sömu línu en það gátu verið
fjölmargir sveitabæir.
Þannig gat öll sveitin hlustað á
símtöl hinna á línunni og því óhægt
um vik að ræða einkamál í símann.
Að sama skapi gat síminn virkað
sem nokkurs konar fjölmiðill og
víðast var sérstök hringing sem
gaf til kynna að á ferð
væru skilaboð til
allra í sveitinni
samtímis.
Beint samband
við útlönd 1980
Enn ein síma-
byltingin leit
dagsins ljós
árið 1980
þegar jarð-
stöðin Skyggn-
ir í Mosfellsbæ
kom til sögunn-
ar en hún gerði
það að verkum að í
fyrsta sinn var
hægt að hringja
beint til útlanda um
gervihnött.
Það eru sem sagt
ekki nema rúm 25
ár síðan öll símtöl
frá Íslandi til
útlanda fóru
gegnum tal-
símaþjónustu
Landsímans
og iðulega
þurfti að
panta
símtöl með einhverjum fyrirvara.
Önnur og ekki síður merkileg
breyting varð við þetta á högum
landsmanna, en hún var sú að í
fyrsta sinn var hægt að fylgjast
með beinum sjónvarpsútsending-
um erlendis frá, til dæmis íþrótta-
viðburðum sem fram til þessa
höfðu verið sendir út eftir á. Sömu-
leiðis gat ríkissjónvarpið sem var
eitt á markaðnum enn á þessum
tíma, orðið sér úti um erlendar
fréttamyndir samdægurs.
En sem dæmi um þá öru þróun
sem átt hefur sér stað á sviði fjar-
skipta síðustu
ára-
tugina, þá er þetta merkilega fyr-
irbæri og kennileitið Skyggnir nú
horfið, en stöðin var rifin í lok síð-
asta árs.
Málgleðin eykst
Íslendingar hafa ætíð verið fljótir
að tileinka sér nýjungar og það átti
svo sannarlega við um farsímana.
NMT-kerfið, Nordic Mobile Telep-
hone, var tekið í notkun 1986 um
líkt leyti og sveitasíminn leið end-
anlega undir lok, og GSM-kerfið,
Global System for Mobile Comm-
unications kom árið 1994.
Sem dæmi um skjót viðbrögð
Íslendinga og opinn hug gagnvart
nýjungum þá var fjöldi farsíma á
þúsund íbúa 7,2 árið 1994 en
sex árum síðar áttu 662 af
hverjum þúsund íbúum
farsíma og Ísland komið
í fremstu röð þjóða
heims í farsímavæð-
ingu.
Og þar verður ekki
komist mikið lengra
en staðan er í dag,
því farsímar á land-
inu eru nánast orðn-
ir jafnmargir
mannfólkinu eða
100 prósent væð-
ing.
Málgleðin hefur
líka aukist jafnt og
þétt eins og tölur
bera með sér. Árið
2000 töluðu Íslend-
ingar í um 250 millj-
ón mínútur í farsíma
og sendu um 60
milljónir SMS-
skeyta. Fimm árum
síðar voru þessar tölur
komnar í ríflega 400
milljón mínútur og
160 milljónir
SMS-skeyta.
2000 2001 2002 2003 2004 2005
H
ei
m
ild
: P
ós
t-
o
g
fja
rs
ki
pt
as
to
fn
in
160
140
120
100
80
60
40
Á tali í 100 ár
Af öllum þeim tækjum og tólum sem mannskepnan hefur safnað
kringum sig síðan tækniöld hóf innreið sína fyrir rúmum 100 árum, er
síminn líklega það einstaka tæki sem hefur hvað mest áhrif á daglegt líf
okkar. Sigurður Þór Salvarsson stiklar á stóru í sögu símans á Íslandi.
SKYGGNIR Olli straumhvörfum í
íslenskum fjarskiptum og var um
skeið eina símtenging Íslands við
umheiminn. Reis og hvarf á 25
árum.
REYKJAVÍK RADÍÓ Loftskeytastöðin
vestur á Melum sá um öll fjarskipti
við íslenska sjómenn um áratuga-
skeið.
LÍNAN LÖGÐ Lagning fyrstu símalín-
unnar milli Seyðisfjarðar og Reykja-
víkur á fjórum mánuðum árið 1906
er eitt af mestu verkfræðiafrekum
Íslandssögunnar.
SÍMINN Í GEGNUM TÍÐINA
FRÆG MÓTMÆLI Hópreið bænda
til Reykjavíkur 1905 var ekki til að
mótmæla símanum sem slíkum
heldur vildu bændur frekar veðja á
loftskeytatæknina en ritsímann.
1904 Gengið frá samn-
ingi um lagningu
sæstrengs við Stóra
norræna símafélagið.
1905 Bændur ríða til
Reykjavíkur til að
mótmæla lagningu
ritsímans
1905 Alþingi samþykkir
lagningu ritsímans.
1906 Sæsímastrengurinn
tekinn á land á
Seyðisfirði.
1906 Símalína lögð milli
Seyðisfjarðar og
Reykjavíkur.
1912 Símnotendur í
Reykjavík orðnir 300.
1918 Loftskeytastöðin
tekur til starfa.
1920 Fyrstu loftskeyta-
tækin sett í íslenskt
fiskiskip.
1932 Fyrstu sjálfvirku
símastöðvarnar
teknar í notkun.
1935 Talsambandi við
útlönd komið á.
1960 Lagningu síma í
sveitir landsins
lokið.
1976 Allir þéttbýlisstaðir
komnir með sjálf-
virkan síma.
1980 Jarðstöðin Skyggnir
tekin í notkun og
þar með hægt að
hringja beint til
útlanda.
1984 Fyrsti stafrænu sím-
stöðvarnar teknar í
gagnið.
1985 Lagning ljósleiðara
hefst.
1986 Allir símar lands-
manna tengdir sjálf-
virkum stöðvum.
1986 Fyrstu farsímarnir,
NMT-símar, teknir í
notkun á landinu.
1994 GSM-farsímakerfið
tekur til starfa.
SMÁSKILABOÐ ÚR FARSÍMUM Í FARSÍMA Línuritið sýnir að Íslendingar sendu ríflega
60 milljónir SMS-skeyta árið 2000 en talan var komin upp í tæplega 160 milljónir í
fyrra. Svo má gera ráð fyrir verulegri aukningu á þessu ári miðað vð allt SMS-flóðið í
kringum Magna í Rockstar: Supernova.