Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2006, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 01.10.2006, Qupperneq 62
 1. október 2006 SUNNUDAGUR22 STÍFLUN JÖKLU UNDIRBÚIN Mikil og ströng undirbúningsvinna fór fram áður en lokað var fyrir rennsli Jöklu við Kárahnjúkastíflu. Hér er verið að dæla vatni ofan í risavaxið yfirfall við Kárahnjúkastíflu, en með því verður hægt að hleypa vatni í gegn ef þess er talin þörf, og álagi á tæki og mannvirki þannig stýrt. Á myndinni sést Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar, virða fyrir sér opið ofan í botnrásina á meðan vatni var dælt þar ofan í svo að ýtrasta öryggis væri gætt áður en vatnssöfnun í Hálslón hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNA VIÐ STEYPUKÁPU Stefnt er að því að ljúka vinnu við steypukápu Kárahnjúkastíflu í nóvember. Verkamennirnir, sem unnið hafa ötullega að gerð kápunnar eru flestir Kínverjar. Vandasamt er að stýra steypuvinnunni í hallanum eins og hér sést. Mennirnir eru bundnir með köðlum til þess að koma í veg fyrir slys. Stíflan er tæplega 800 metra breið og um 198 metrar á hæð. Þrátt fyrir leiðindaveður, þoku, kulda og rigningu, gáfu Kínverjarnir sér tíma til þess að slá á létta strengi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓMAR RAGNARSSON Á SIGLINGU Ómar Ragnarsson, fréttamaður Ríkisútvarpssins, sigldi eftir vatnsborði Hálslóns eftir að vatnssöfnun hófst. „Ég ætla að sigla á svæð- um þar sem ekki hefur verið siglt áður, og ekki verður hægt að sigla á aftur,“ sagði Ómar þegar hann undirbjó siglingu sína á báti sínum sem hann nefndi Örkina, líkt og Nói forðum. Gljúfrin sem Ómar sést hér mynda ásamt aðstoðarfólki sínu eru farin undir vatn nú, en vatnsborðið hækkaði ört fyrsta sólarhringinn eftir að vatnssöfnun hófst í lónið. ÁSTÆÐA VIRKJANAFRAMKVÆMDANNA Álver Alcoa á Reyðarfirði er eiginleg forsenda virkjanaframkvæmdanna við Kárahnjúka. Álverið mun fullbúið búa yfir 346 þúsund tonna framleiðslugetu á ári en starfsmenn álversins verða um 400. Áætlað er að álverið fái raforku frá rafmagnsneti landsmanna afhenta í maí á næsta ári. Þegar Kárahnjúkavirkjun verður tilbúin, í október á næsta ári, framleiðir hún alla raforku sem álverið þarf til þess að afkasta samkvæmt áætl- unum. Bygging álversins hefur gengið vel og er á áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HORFT Á JÖKULSÁ Á JÖKULDAL Það voru mikil viðbrigði fyrir Jökuldælinga þegar Jökla snarminnkaði eftir að vatnssöfnun í Hálslón hófst. „Í áratugi hefur maður fundið fyrir afli Jöklu og hún hefur því verið hluti af sálarlífi okkar Jökuldælinga um langt skeið,“ sagði Björgvin Geirsson, bóndi á Eiríksstöðum I, þegar blaðamaður spurði hann út í breytingarnar á Jöklu. Bændur á Jökuldal sjást hér skeggræða um breytingarnar á ánni eftir að lokað var fyrir rennsli Jöklu við Kárahnjúka. Áin minnkaði umtalsvert en á fjórða tug bergvatnsáa renna í farveg hennar niður eftir Jökuldal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KAPPSFULLIR Á HÁLSLÓNI Sigurður Grímsson kvikmyndagerðarmaður og Ómar Ragnarsson sigldu um Hálslón eftir að það tók að myndast. „Sigurður, þú verður að ná þessu,“ sagði Ómar um leið og hann talaði í símann, og benti Sigurði á að ná því þegar gróður flaut á vatnsborði Hálslóns. „Rólegur Ómar, ég næ þessu alveg,“ svaraði Sigurður um hæl. Ómar ætlar sér að sigla um Hálslón þangað til það nær 80 metra dýpt. Blaðamaður og ljósmyndari fengu að slást í för með Ómari á siglingunni og fylgdust með honum ná sér í myndefni fyrir kvikmynd sem hann vinnur að um Hálslón og landsvæðið sem fer undir vatn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÚSBYGGINGAR Á EGILSSTÖÐUM Miklar húsbyggingar hafa átt sér stað á Austur- landi eftir að virkjanaframkvæmdirnar við Kárahnjúka hófust. Húsbyggingar á Reyðarfirði og Egilsstöðum hafa verið sérstaklega áberandi en á myndinni sjást smiðir virða fyrir sér teikningar, sem reikna má með að séu af bygging- unni sem þeir eru að reisa. Þrátt fyrir framkvæmdirnar á Austurlandi hefur íbúum þar, með fasta búsetu, fækkað frá árinu 2001 eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Stór hluti þeirra sem vinna við framkvæmdirnar eru erlendir verkamenn sem ekki hafa fasta búsetu hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það var spennuþrungið andrúmsloft á útsýnis-pöllum við Kárahnjúkastíflu þegar lokað var fyrir rennsli Jöklu við Kárahnjúkastíflu síðast- liðinn fimmtudag og vatnssöfnun í Hálslón, uppi- stöðulón Kárahnjúkavirkjunar, því formlega hafin. Sérfræðingar sem unnið hafa að virkjanafram- kvæmdunum árum saman stóðu á útsýnispöllunum, ásamt fjölmiðlafólki, og fylgdust með því þegar vatn tók að safnast í uppistöðulón virkjunarinnar. Hálslón verður um 57 ferkílómetrar að stærð þegar það verð- ur fullt, eftir rúmlega eitt ár. Magnús Halldórsson og Gunnar V. Andrésson fylgdust með því þegar söfnun vatns í Hálslón hófst og kynntu sér áhrifasvæði fram- kvæmdanna við Kárahnjúka. Vatnssöfnun hafin í Hálsón – stór stund
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.