Fréttablaðið - 01.10.2006, Side 70

Fréttablaðið - 01.10.2006, Side 70
30 1. október 2006 SUNNUDAGUR 60 SEKÚNDUR sport@frettabladid.is Laugardalsv., áhorf.: 4.699 KR Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–12 (4–5) Varin skot Kristján 3 – Ómar 3 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 6–12 Rangstöður 2–4 KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 8 *Guðjón Árni 9 Kenneth Gustafss. 9 Guðmundur Mete 8 Hallgrímur Jónass. 7 Símun Samuelsen 7 (90. Ólafur Jón -) Baldur Sigurðss. 8 Jónas Sævarsson 8 Magnús Þorsteinss. 7 (65. Milicevic 7) Þórarinn Kristjánss. 8 (90. Stefán Örn -) Guðm. Steinarsson 9 *Maður leiksins KR 4–4–2 Kristján Finnbogas. 7 Sigþór Júlíusson 5 (77. Guðm. Péturss. -) Tryggvi Bjarnas. 3 Gunnlaugur J. 8 Vigfús Jósepsson 5 Mario Cizmek 4 (71. Gunnar Kr. -) Bjarnólfur Láruss. 3 Kristinn Magnúss. 3 Sigmundur Krist. 5 Grétar Hjartarson 6 Björgólfur Takefusa 4 (60. Skúli Jón 6) 0-1 Guðjón Árni Antoníusson (21.) 0-2 Baldur Sigurðsson (30.) 0-2 Jóhannes Valgeirsson (8) Handbolti er ... Íþrótt. Alfreð er ... Þjálfarinn minn. Grótta eða Gummersbach? Grótta. Þýskaland eða Ísland? Ísland, ekki spurning. Þýska úrvalsdeildin er ... Besta deild í heimi. Íslenska úrvalsdeildin er ... Mig langar rosa- lega að segja næstbesta deild í heimi en ég hef svo lítið getað fylgst með henni undan- farið. Jón Arnar Magnússon er ... Snillingur. Einn besti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Að vera atvinnumaður í handbolta er ... Mín draumavinna. Eru markverðir furðulegri en aðrir leikmenn? Já, markverðir og örvhentir eru furðulegri en aðrir leikmenn. Bold and the Beautiful eða Neighbours? Þar hittir þú illa á mig. Þetta er ekki sýnt úti þar sem ég bý. KFC eða BigMac? Af tvennu illu þá segi ég frekar KFC. MEÐ GUÐJÓNI VALI SIGURÐSSYNI > Vonlítið hjá Norrköping Garðar Gunnlaugsson, Stefán Þórðar- son og félagar í Norrköping töpuðu í gær þýðingarmiklum leik í sænsku 1. deildinni. Liðið á í mikilli keppni við Örebro um þriðja sætið í deildinni sem veitir umspilsrétt um úrvals- deildarsæti og mættust liðin á heimavelli Norrköping. Gestirnir unnu örugglega, 3-1. Garðar var óvænt settur úr byrjunarliðinu en hann kom inn á í hálfleik. Stefán Þórðarson lék hins vegar allan leikinn að venju. Norrköping er nú sex stigum á eftir Örebro þegar eingung- is þrjár umferðir eru eftir. FÓTBOLTI Keflavík varð í gær bik- armeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á KR með mörkum Guðjóns Árna Antoníussonar og Baldurs Sigurðssonar. Sigurinn var fyllilega sanngjarn. Stemningin fyrir leik var frá- bær og voru þá sérstaklega KR- ingar duglegir við að syngja og tralla sem aldrei fyrr. Keflvíking- ar voru öflugir á trommunum og allt setti þetta frábæran svip á leikinn. Keflvíkingar stilltu upp fremur sókndjörfu liði með þá Magnús og Símun á köntunum og tvo fram- herja, Þórarinn og Guðmund. Liðs- uppstilling KR var mjög hefð- bundin og því fátt í þeirra leik sem kom á óvart. Á 9. mínútu var Magnús Þorsteinsson að sleppa í gegn en var stöðvaður af Gunn- laugi Jónssyni á síðustu stundu. Keflvíkingar heimtuðu vítaspyrnu en hér var fyrst og fremst um að ræða úrvalsvarnarvinnu. Það var snemma ljóst að Kefl- víkingar mættu geysilega grimmir til leiks. Þeir vörðust framarlega, börðust um alla bolta og voru öskufljótir í sókn. KR-ingar virt- ust eilítið slegnir af laginu en biðu þó þolinmóðir eftir sínu tækifæri. Það kom á 15. mínútu er Mario Cyzmek fékk sendingu út á vinstri kantinn, gaf fyrir á Björgólf sem hreinlega hitti ekki boltann úr úrvalsfæri og sóknin rann út í sandinn. KR-ingar máttu naga sig í hand- arbakið yfir að hafa ekki nýtt þetta færi því á 21. mínútu komust Keflvíkingar yfir. Þeir fengu sitt fyrsta horn í leiknum, boltinn barst á Þórarin Kristjánsson sem skaut að marki. Þar var Guðjón Árni Antoníusson staddur og skall- aði hann boltann í markið af stuttu færi. Forystan var þó sanngjörn. Níu mínútum síðar bættu Kefl- víkingar í. Þeir fengu sína aðra hornspyrnu sem Guðmundur Steinarsson tók. Boltinn barst aftur til hans, hann gaf á Guðjón Árna sem kom boltanum á Baldur Sigurðsson. Hann þrumaði boltan- um í netið af stuttu færi. Frábær sóknarvinna hjá Keflvíkingum. Eftir aðeins hálftímaleik var komin þögn hjá stuðningsmönnum KR. Það skyldi engan undra enda höfðu Keflvíkingar hreinlega valt- að yfir Vesturbæjarstórveldið. Keflvíkingar í stúkunni nutu sín hins vegar til hins ítrasta og létu vel í sér heyra. Hálfleikurinn leið án frekari stórtíðinda. En ljóst var að Teitur Þórðarson þyrfti að skipuleggja lið sitt upp á nýtt og blása eldmóði í sína menn. En síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri. Keflvíkingar höfðu undirtökin í leiknum og fengu færin. KR-ingar voru þó ekki búnir að gefast upp og reyndu hvað þeir gátu gegn afar sterkri vörn Keflavíkur. Á 56. mínútu fékk KR auka- spyrnu á fínum stað en grimmir Keflvíkingar komust í veg fyrir skotið og stormuðu í sókn. Þar var Þórarinn sloppinn inn fyrir en fór illa að ráði sínu og lét Kristján verja frá sér. Þarna hefði hann getað gert út um leikinn. Fjórum mínútum síðar skiptu KR-ingar inn Skúla Jóni fyrir Björgólf. Hann var ekki búinn að vera inn á í nema mínútu þegar hann átti gott skot að marki Kefla- víkur. Skömmu síðar átti Grétar ágætis skot að marki en án árang- urs. Þá átti Sigmundur skot í slá af löngu færi og Guðmundur Péturs- son fékk prýðisgott færi til að setja sitt mark á leikinn en ekkert gekk. Undir lok leiksins virtist Guð- jón Árni ætla að bæta öðru marki við en skot hans úr góðu færi reyndist of laust. KR-ingar reyndu vissulega allt sem þeir gátu en þeir virtust ein- faldlega einu númeri of litlir fyrir Keflavík. Þeir áttu ekki roð í gíf- urlega sterka vörn Keflvíkinga og þeirra ódrepandi baráttuvilja um hvern einasta bolta. Leikurinn rann sitt skeið og var sigurinn fyllilega sanngjarn. Kefl- víkingar, bæði leikmenn og stuðn- ingsmenn, sýndu frábært keppn- isskap og meiriháttar stemningu, bæði innan vallar sem utan. Þeir slógu KR hreinlega út af laginu sem rönkuðu við sér einfaldlega of seint. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is GÍFURLEGUR FÖGNUÐUR Keflvíkingar fögnuðum sigrinum vel og innilega inn í klefa. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Keflvíkingar jörðuðu Vesturbæinga Fræg er auglýsing sem óprúttnir Eyjapeyjar létu gera fyrir bikarúrslitin 1983 gegn ÍA. Þar átti að jarða Skagamenn á Laugardalsvellinum en varð þeim ekki kápan úr því klæðinu. Þetta mætti hins vegar til sanns vegar færa um Keflvíkinga sem virtust fara létt með KR í bikarúrslitunum í ár. BIKARINN Á LOFT Guðmundur Steinarsson lyftir bikarnum á loft eftir að hafa tekið við honum úr höndum Geirs Haarde forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, var að vonum ánægður með sigurinn og spila- mennsku sinna manna í gær. „Til- finningin er rosalega góð. Þetta er algjör snilld,“ sagði Kristján í miðri sigurvímunni í gær. „Það gekk allt upp sem við lögð- um upp með fyrir leikinn, algjör- lega, bara eins og upp úr bókinni. Ég er mjög stoltur af strákunum,“ sagði Kristján, en hann sagðist ekki hafa látið undan þrýstingi leikmanna fyrir leikinn um að láta breyta hárgreiðslunni. „Þeir reyndu eitthvað að fá mig til að lita á mér hárið en það gekk ekk- ert. Ég er að fara í afmæli til Kidda aðstoðarþjálfara eftir viku þannig að þetta var ekkert að ganga,“ sagði Kristján ánægður. Mývetningurinn Baldur Sig- urðsson sagði að það jafnaðist fátt á við að skora í úrslitaleik. „Það gerist ekki betra. Þetta er bara draumurinn, að skora og vinna þennan leik,“ sagði Baldur og hann bætti því við að klippingin hafi haft sitt að segja en Baldur var með áberandi ljóta klippingu. „Kristján þjálfari var búinn að segja okkur fyrir leikinn að KR- ingar myndu bíða aftarlega á vell- inum og beita skyndisóknum og við ákváðum að pressa bara á þá frá byrjun og þeir komust varla fram fyrir miðju. Við höfðum þetta allan tímann í hendi okkar,“ sagði Baldur en það er löng leið frá því að alast upp í Mývatnsveit og að verða bikarmeistari með Keflavík. „Það er langur vegur en þetta er eitthvað sem ég stefndi alltaf að og ef maður trúir á það þá getur maður það,“ sagði Baldur. - dsd Keflvíkingar voru í skýjunum eftir leikinn í gær: Var ekki til í að láta lita á mér hárið FÓTBOLTI Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, sagði að þennan sigur það sem Keflvíking- ar séu nú búnir að stefna að í mánuð. „Það má kannski segja að við séum búnir að vera sofandi í september í deildinni en við vorum vakandi í dag,“ sagði Guðmundur og bætti því við að Keflvíkingar hafi verið miklu betri aðilinn í leiknum í gær. Guðmundur hefur áður unnið bikarinn með Keflvíkingum. „Þetta verður bara sætara því oftar sem maður vinnur. Ég tala nú ekki um að vinna KR sem okkur finnst alveg rosalega gaman að vinna. Gaman þegar sveitastrákarnir vinna Reykjavík- urstrákana,“ sagði Guðmundur og benti á að það væru nokkrir strákar í liðinu góðir með rakvélina og öllum væri velkomið að panta tíma hjá þeim. - dsd Guðmundur Steinarsson: Sveitastrákarn- ir unnu KR FÓTBOLTI Teitur Þórðarson, þjálfari KR-inga, er sáttur við árangurinn í deildinni í sumar en hann var allt annað en sáttur við tapið í gær. „Mér fannst vera mjög dauft yfir þessu hjá okkur í fyrri hálfleiknum en í síðari hálfleik þá fannst mér við ná að keyra ágætlega á þá og ná ágætum tökum á þeim en við náðum samt sem áður ekki að skapa nein veruleg færi,“ sagði Teitur eftir leikinn. „Það er gaman að vera í úrslitaleiknum og mér fannst að við hefðum átt að eiga góðan möguleika í dag enda höfum við spilað vel upp á síðkastið og erum í góðu formi,“ sagði Teitur. - dsd Teitur Þórðarson: Mjög dauft yfir þessu hjá okkur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.