Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 4

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 4
4 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 17.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,3867 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,23 68,55 127,45 128,07 85,43 85,91 11,456 11,524 10,09 10,15 9,225 9,279 0,6099 0,6135 100,19 100,79 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Vegna ummæla borgarstjóra í frétta- blaðinu laugardaginn 14. október vill Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, árétta að engar til- lögur hafi verið settar fram í þá veru að lögreglan eigi að vopnast frekar en verið hefur. Stefna lögreglunnar varðandi vopnaburð sé óbreytt sú að lögreglumenn séu óvopnaðir við dag- leg störf. ÁRÉTTING www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L Y F 34 59 3 1 0/ 20 06 Bólusetning gegn inflúensu – engin bið Lyfja Lágmúla: alla daga kl. 15–20 Lyfja Smáralind: alla daga kl. 13–15 Lyfja Laugavegi: föstudaga kl. 13–17 SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á mið- nætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Sam- kvæmt ákvörðun sjávarútvegs- ráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæf- ingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni ver- tíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru and- vígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraun- hæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjáv- arnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japans- markaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja við- skipti. svavar@frettabladid.is Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför Atvinnuhvalveiðar eru heimilar að nýju samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Hvalur hf. má veiða níu langreyðar og hrefnuveiðisjómenn mega veiða 30 hrefnur til viðbótar við vísindaveiðikvóta. Veiðar máttu hefjast á miðnætti. HVALVEIÐUM FAGNAÐ Mikill mannfjöldi fylgdist með þegar Hvalur 9 lét úr höfn um hádegisbil í gær. Veiðiferð skipsins var endaslepp. Vegna bilunar í rafkerfi var skipið dregið til hafnar eftir stutta siglingu. Hvalveiðar máttu hefjast á miðnætti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ GVA STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist alveg viss um að rétt sé að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni og ótt- ast ekki að skaði hljótist af. „Ég geri ráð fyrir mótmælum. Mót- mæli Breta koma ekki á óvart og fleiri þjóðir munu örugglega láta á sér kræla á næstunni.“ Hann segir sjávarútveginn hafa verið í fararbroddi hvalveiði- sinna en greinin þekki best gang- virkið í lífríki hafsins og stöðu á mörkuðum. „Ég geri ekki lítið úr því að þetta geti haft neikvæð áhrif til skemmri tíma en lang- tímahagsmunirnir eru augljósir.“ Einar kunngerði ákvörðun sína við utandagskrárumræður á Alþingi í gær. Í gærmorgun kynnti hann ákvörðunina í ríkisstjórn, svo og á fundi sjávarútvegs- og utanríkismálanefnda og loks með forystumönnum stjórnarand- stöðuflokkanna. Einar heimilar veiðar á níu langreyðum og þrjátíu hrefnum og fær Hvalur níu rétt til lang- reyðaveiðanna en hrefnuveiði- skipin sem stundað hafa vísinda- veiðar fá að veiða hrefnurnar þrjátíu. Ráðherra hyggst svo leggja fram frumvarp í vetur um framtíðarfyrirkomulag hvalveiða þar sem kveðið verður á um úthlutun veiðiheimilda. -bþs Sjávarútvegsráðherra segir langtímahagsmuni Íslendinga af hvalveiðum augljósa: Gerir ráð fyrir mótmælum FARIÐ YFIR MÁLIÐ Einar K. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra og Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í sjávarút- vegsráðuneytinu, skoðuðu skjöl áður en Einar tilkynnti um ákvörðun sína í þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA • Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs, segir flokk sinn leggjast gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann segir veiðarnar valda meiri skaða en þær gefi af sér. Þá gagnrýndi hann að samráð væri fyrst haft við stjórnarandstöðuna þegar skipið væri farið til veiða. • Kolbrún Halldórsdóttir VG sagði daginn dapurlegan og að hún styddi ekki málið. • Mörður Árnason Samfylking- unni sagði Íslendinga ekki geta vænst þess að alþjóðasamfélag- ið samþykkti veiðarnar og kvað margvíslegan skaða geta fylgt, til dæmis vandræði á fiskmörkuð- um og tjón í ferðaþjónustu. • Anna Kristín Gunnarsdóttir Samfylkingunni velti fyrir sér hvort málið væri sett fram núna til að dreifa athygli fólks frá erfiðum málum ríkisstjórnarinnar á borð við hleranamálið. • Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum voru á hinn bóginn glaðir í bragði, sögðu tíðindin ánægjuleg og raunar væri ekki seinna vænna að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Taldi Guðjón reyndar kvótann of lítinn og vonaðist eftir að hann yrði aukinn. -bþs Viðbrögð stjórnarandstöðu við hvalveiðum ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ��������������� ������������� ������������� ����������������� ��������������� ��������������� ������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� ����������� ��������������� �������� � ��� ��������������� ���������� ������� �� ��������� ����������� ������� ����������� ��������������� �������� ������ � ������������ � ������������������� �������������� ���� � ������������������� ��������������������� ������������ ��������� �� ��������� ������������ �� ��������� ������ ��������������������� ����� ������� ������������ ���������������� ������������� ������� ��������������� ��� ����������� �� ���� ����� �� ��������������� ��� �� ���� ���� ��������������� ���������� ����� ����� �������������������������� ���������������������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � � � � � � � �� � � � � �� � � � � � � � � �� � � � � � � � � � � � � SJÁVARÚTVEGUR Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir. „Þetta virkar á okkur eins og ögrun frá Kristjáni Loftsyni frekar en nokkuð annað. Hann er studdur innan ríkisstjórnarinnar en það segir ekkert um hvað meginþorri Íslendinga vill gera.“ Pleym segir að of snemmt sé að segja um hvort samtökin hafi uppi aðgerðir. „Við erum að ræða hver viðbrögð okkar verða því nú er komin upp ný staða með atvinnu- veiðum á langreyði.“ Pleym telur að mikilvægast sé að starfa með þeim sem eru mótfallnir veiðum á Íslandi og minna á að hvalveiðar séu að öllu leyti ónauðsynlegar vegna þess að markaður fyrir hvalafurðir séu nær enginn. - shá Frode Pleym, Grænfriðungur: Fyrst og fremst sorglegar fréttir SJÁVARÚTVEGUR Fréttatilkynning vegna atvinnuhvalveiða barst fjölmiðlum frá sendiráði Bretlands í Reykjavík klukkan 13.21, eða áður en umræður um framtíð hvalveiða á Íslandi hófust á Alþingi í gær. Þar segir: „Samkvæmt fréttum fjölmiðla undanfarnar vikur og mánuði bendir ýmislegt til þess að ríkisstjórn Íslands íhugi að veita leyfi fyrir hvalveiðum í atvinnuskyni að nýju eftir 20 ára hlé. Slíkar getgátur vekja ugg breskra yfirvalda. Ef hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast að nýju er vert að benda á að margir Bretar munu eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Á þetta vilja bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af þessu verði ekki.“ - shá Bresk stjórnvöld: Veiðar á hval vekja ugg SJÁVARÚTVEGUR Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ákvörð- unina valda samtökunum þungum áhyggjum. „Við höfum lengi varað við þessu af því að okkar langstærstu viðskiptaþjóðir eru mótfallnar hvalveiðum.“ Erna segir að landkynning hafi verið erfið eftir að vísinda- veiðar hófust árið 2003. Hún óttast að ákvörðun um atvinnu- hvalveiðar muni valda ferðaþjón- ustufyrirtækjum vanda. „Það vekur líka furðu að ákveðið hefur verið að rugga bátnum fyrir örfá dýr enda eru viðbrögðin hörð eins og sést í fréttum erlendis.“ - shá Samtök ferðaþjónustunnar: Búast við hörð- um viðbrögðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.