Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 12
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR Tölvunám Stafrænar myndavélar FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLI@TSK.IS SÍMI: 544 2210 Flest stéttar- og fagfélög styrkja félagsmenn sína myndarlega til náms hjá okkur. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu félagi. Stutt og hagnýtt námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin með myndavélina. Farið yfir öll helstu grundvallaratriði og meðferð myndanna í tölvunni. Þátttakendur glöggva sig á stærð og upplausn mynda, skipulag myndanna í heimilistölvunni og grundvallarlagfæringar á myndunum. Þá verður farið yfir heimaprentun og framköllun myndanna, að senda þær í tölvupósti eða vista á geisladiska til varðveislu. Vinsælt, ókeypis myndvinnsluforrit á Netinu tekið fyrir. Lengd 14 std. (3 kvöld) Hefst 25. október í Reykjavík og 7. nóvember á Akureyri. Verð kr: 15.000.- Kennslubók innifalin. Tölvuskólinn þinn SUÐUR-KÓREA, AP Fyrrverandi ráða- maður í Norður-Kóreu telur engar líkur á því að kjarnorkuvopnaá- ætlun landsins verði stöðvuð fyrr en leiðtoginn Kim Young Il missir völdin. Hann sagðist þó telja litlar líkur á því í bráðina. Í gær bárust fréttir af því að Norður-Kóreumenn væru hugsan- lega að undirbúa aðra tilrauna- sprengingu kjarnorkuvopns, en Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, segir að litið verði á aðra sprengingu sem alvar- lega ögrun. Hún hélt í gær til Jap- ans og ætlar einnig að fara til Kína og Suður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkudeiluna við Norður- Kóreu. Norður-Kóreumenn ítrekuðu hins vegar í gær að þeir líti á allan þrýsting sem stríðsyfirlýsingu og muni bregðast við með harkaleg- um hætti. Hwang Jang Yop, sem flúði frá Norður-Kóreu árið 1997, sagðist í viðtali við AP fréttastofuna efast um að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna veiki stöðu leiðtogans, sem hefur alla þræði í hendi sér. „Ég efast um að völd hans veikist að ráði,“ sagði Hwang, og bætti því við að Suður-Kórea haldi áfram að veita Norður-Kóreu margvíslega aðstoð, auk þess sem Kína, Rússland og fleiri lönd séu andvíg því að beita Norður-Kóreu miklum þrýstingi. Hann sagðist ekki heldur telja það skila nokkrum árangri að semja við Norður-Kóreu. Þess í stað ættu Bandaríkin, Rússland, Kína, Japan og Suður-Kórea að standa saman að því að einangra landið, sem hann kallar „alþjóð- leg glæpasamtök og óvin lýðræð- is“. Hwang lagði áherslu á að ein- ungis Kínverjar geti komið því til leiðar að Kim Young Il missi völd- in. „Engir kínverskir embættis- menn eru hrifnir af leiðtoga Norð- ur-Kóreu, en þeir halda honum við völd,“ segir Hwang. Hwang, sem sjaldan gefur við- töl, kom heiminum heldur betur á óvart árið 1997 þegar hann bað, ásamt aðstoðarmanni sínum, um hæli í sendiráði Suður-Kóreu í Beijing þegar þeir voru þar í heimsókn. Hann var þá einn af æðstu leiðtogum Norður-Kóreu, aðalritari Verkamannaflokksins sem réði þar lögum og lofum. Hwang hafði verið nákominn Kim Il Sung, stofnanda Norður- Kóreu, og var nánast uppeldisfað- ir sonar hans og núverandi leið- toga landsins, Kim Young Il. Hann er einnig almennt talinn helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Juche-stefnuna, sem stjórnvöld í Norður-Kóreu fylgja, og gengur út á það að landið sé sjálfu sér nægt um allar þarfir. Hwang nýtur lögregluverndar allan sólahringinn af ótta við að Norður-Kóreumenn reyni að ráða hann af dögum.gudsteinn@frettabladid.is Búa sig undir aðra sprengju Fyrrverandi ráðamaður í Norður-Kóreu segir engar líkur á því að samningaviðræður við Norður-Kóreu skili árangri. Eina sem dugi sé að einangra landið. HWANG JANG YOP Var einn af æðstu leið- togum Norður- Kóreu þegar hann flúði land árið 1997. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ������ ���������������������������������������������������������������� ��������������������� �������� ��������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ���������� ������������ ������� ����� ��������������������� ���������� �������������������������������������������� ������������������������ ����������������������� ������������� ������������� ��������� ������������������������� ������������������������ ����������� �������������������������� ���������������� ����������������� ����������������������������������������������������� ���������� ���������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������������� ���������������� Engir kínverskir emb- ættismenn eru hrifnir af leiðtoga Norður-Kóreu, en þeir halda honum við völd.“ HWANG JANG JOP FLÓTTAMAÐUR DÓMSMÁL Maður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir að hafa haldið konu nauðugri í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrir- tækis. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, auk rúmlega 100 þúsund króna greiðslu í miskabætur. Konan hafði verið send á vegum Orkuveitunnar í fyrir- tækið sem er í Kópavogi til að loka fyrir rafmagnið. Þegar hún hafði gert það kom maðurinn að henni og skipaði henni að opna fyrir það aftur, sem hún og gerði. Eftir þetta læsti maðurinn úti- dyrahurð fyrirtækisins, ýtti kon- unni inn á skrifstofu sína og hélt henni þar nauðugri. Henni tókst að gera Orkuveitunni viðvart og var lögreglan kvödd á vettvang. Þá stóð maðurinn við skrifstofu- dyrnar en konan fyrir innan hann, inni í horni. Lögreglumenn- irnir tjáðu manninum að hann gæti ekki haldið konunni inni. Hann hleypti henni þá fram hjá þannig að hún komst út. Konan fékk áfallahjálp á Landspítalanum eftir atburðinn og einnig nokkra tíma hjá sál- fræðingi. Manninum er gert að greiða sakarkostnað. - jss ORKUVEITAN Konan var starfsmaður Orkuveitunnar. Maður á sjötugsaldri dæmdur í fangelsi og til greiðslu miskabóta: Hélt konu nauðugri í hálftíma MÓTMÆLI Í SUÐUR-KÓREU Þarna eru gamlir hermenn úr Kóreustríðinu að mótmæla brölti nágrannans í norðri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur opnun nýrra höfuðstöðva Baugs í London í gær og flutti ávarp við athöfnina. Höfuðstöðvarn- ar verða miðstöð allrar starfsemi fyrirtækisins á Bretlandseyj- um. Meðal helstu fjárfest- inga Baugs Group í Bretlandi eru félögin Iceland, verslanakeðjan og heildverslunin Booker, Mosaic Fashions Ltd., sem eiga og reka Karen Millen, Oasis, Whistles og Coast kventískuvöruverslanir, matvælafyrirtækið Woodward, Goldsmiths skartgripakeðjan og Hamleys leikfangaverslanir svo eitthvað sé nefnt. - hs Forsetinn viðstaddur opnun: Baugur opnar höfuðstöðvar ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.