Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 16

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 16
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Halloween – Hrekkjavaka – er 31. næstkomandi og verður haldin hátíð- leg um allan heim, mest í Bandaríkj- unum. Á þessum degi gengur allt út á hrylling, búninga og skraut og krakkar ganga í hús og sníkja nammi. Hér- lendis hefur Hrekkjavakan ekki náð almennilegri fótfestu ennþá, en það er allt að koma segja Gylfi Þórisson og Katrín Lillý Magnúsdóttir í Partýbúð- inni á Grensásvegi. „Hrekkjavökukonseptið er dálítið á reiki hérna á Íslandi,“ segir Gylfi. „Það var t.d. allt klikkað að gera núna fyrir föstudaginn þrettánda, en svo er fólk bara að halda hrekkjavökupartí úti um allan bæ í október.“ Í boði er fjölbreytt úrval fyrir hrekkjavökupartíið. „Köngulóarvefirnir eru rosalega vinsælir og plastbeina- grindurnar. Við erum með 15 metra langa plastdúka sem breyta stofunni þinni í kirkjugarð og þurrísinn er mjög vinsæll til að búa til nornareyk. Fólk skellir þessu í bollu- glasið eða lætur þetta líða um stofuna.“ Partíbúðir sem þessar eru mjög vinsælar í Bandaríkj- unum og úti um allt þar. Gylfi segir að Katrín hafi átt hugmyndina að stofna svona búð hérlendis og að á síðustu þremur árum hafi Íslendingar sífellt orðið partíglaðari, þökk sé búðinni. „Það var enginn að sinna þessu svo við tókum það að okkur. Þetta eru langmest amerískar vörur sem við bjóðum upp á en við erum bara með brot af því sem fæst þar. Sem dæmi getum við nú boðið upp á 22 þemu fyrir barnaafmæli, en fyrirtækið sem við skiptum við úti er með 180 þemu. Þegar hrekkjavökudæminu lýkur verða áramótin næsti stóri viðburðurinn á dagskrá hjá okkur. Þegar nær dregur leggjum við búðina undir vörur sem tengjast áramótunum.“ Gylfi og Katrín eru í útrás og hafa stofnað heildverslununa Sel. Þau stefna að því að byrja að dreifa partívörum í stórverslanir bráðlega. Í samvinnu við Latabæjarveldið byrja þau líka bráðlega að bjóða upp á Latabæjarpartývörur – diska, glös, blöðrur o.s.frv. – en þótt ótrúlegt sé hafa slíkar vörur ekki fengist til þessa. - glh GYLFI ÞÓRISSON OG KATRÍN LILLÝ MAGNÚSDÓTTIR Í PARTÝBÚÐINNI Það var enginn að sinna þessu svo við tókum það að okkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH Er nauðsynlegt að skjóta þá? spurði Bubbi fyrir tuttugu árum. Í sautján ár, eða síðan 1989, hefur svarið verið nei. Í gær- morgun var líf og fjör um borð í Hval 9. Gamlir vinir úr hvalveiðiflotanum voru komnir í gamla gírinn, olían streymdi í 3.000 lítra tank- inn, menn voru að dytta að og smyrja. Svartur reykur steig upp úr reykháfnum á ný. Ætlunin var að sigla til hvalstöðvarinnar í Hvalfirði og bíða eftir grænu ljósi frá ríkisstjórninni. „Ég var nú bara nýkominn frá Spáni þegar ég var kallaður inn,“ segir Sigurður G. Njálsson, skip- stjóri og skytta á Hval 9. „Jú, óneitanlega er maður spenntur og vonar að við fáum grænt ljóst á þetta frá ríkisstjórnarfundinum í hádeginu. Við ætlum að minnsta kosti að sigla upp í Hvalfjörð og sækja byssuna og æfa okkur að skjóta. Maður er óneitanlega orð- inn ansi ryðgaður eftir sautján ára fjarveru. En ef við fáum grænt ljós förum við beint að veiða.“ Sigurður segist hafa verið á trillum í pásunni löngu. Hann segir nýjan sprengiodd sem Norð- menn hafa notað verða tekinn upp hér. „Hann er miklu kraftmeiri en gamla týpan, 1, 2 og 3 og hval- urinn er steindauður. Og svo skemmir þetta ekki kjötið eins mikið.“ Hvalur 9 er nýkominn úr slipp en í gær átti að keyra vélarnar á fullu á hafi úti, í fyrsta skipti í sautján ár. Tuttugu manns hafa verið við vinnu uppi í Hvalfirði að koma stöðinni í samt form og menn eru greinilega að undirbúa sig fyrir blússandi hvalveiðar á ný. „Hvalur 8 fer í slipp líka ef við fáum leyfi en Hvalur 6 og 7 eru alveg úr myndinni eftir að þeim var sökkt um árið. Það væri rétt- ast að henda þeim bara,“ segir Sigurður. Við erum við stýrishús- ið. Hátt mastrið með tunnunni sem menn sitja í og skima út á sjó eftir bráðinni blasir við. Það þýðir lítið fyrir lofthrædda að vinna við þetta, segir blaðamaður og ímynd- ar sér það þrekvirki að þurfa að klifra þarna upp í hvínandi roki, en skipstjórinn Sigurður yppir bara öxlum yfir svona vitleysu. „Þetta er lífið,“ segir hann og brosir, ekki ósvipað og spenntur strákur sem er að fara að taka utan af stórum jólapakka. gunnar@frettabladid.is Útvatnaður brandari „Í rauninni er þetta allt sami grautur í sömu skál eða, ef menn vilja, sama þvag í sömu skál. Sami gamli, útvatnaði brandarinn.“ VILHJÁLMUR EYÞÓRSSON FJALLAR UM NÚTÍMALIST. Morgunblaðið 17. október. Bubbinn endalausi „Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því að ég verði í góðu standi allavega næstu, segjum fjörutíu árin.“ BUBBI MORTHENS Í TILEFNI AF PLÖTUSAMNINGI SEM HANN GERÐI VIÐ SENU UM TÍU PLÖTUR Í VIÐBÓT. Fréttablaðið 17. október. „Ég er bara ánægð með það,“ segir Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri á Ísafirði, um þau tíðindi að hvalveiðar séu að hefjast á ný. „Við eigum að nýta allar okkar auðlindir. Stofninn er það sterkur að hann á alveg að þola einhverjar veiðar. Í raun áttum við aldrei að hætta heldur taka skynsamlega á veiðunum, því þessi dýr éta óheyrilega mikið og það er slæmt ef þau fjölga sér um of. Sjálf borðaði ég oft hvalkjöt áður fyrr og fitan er algjört lostæti. Ég fékk mér grillaða hrefnu nýlega og hún var alveg frábær. Í gamla daga var þetta hvunndagsmatur, kjötið bara lagt í mjólk og síðan steikt á pönnu, en nú er farið að hantera þetta og krydda þannig að þetta er lostæti: Fínar steikur sem eru fyllilega sambærilegar við íslenskt nautakjöt. Eiginlega mun betra kjöt.“ SJÓNARHÓLL HVALVEIÐAR HEFJAST Á NÝ Betra en nautakjöt ÁSTHILDUR CESIL ÞÓRÐARDÓTTIR GARÐYRKJUSTJÓRI RYÐGAÐAR HJARIR SMURÐAR Að mörgu þarf að dytta eftir sautján ára landlegu. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH Beðið eftir græna ljósinu SIGURÐUR G. NJÁLSSON SKIPSSTJÓRI UM BORÐ Í HVAL 9 Nýkominn frá Spáni en óneitanlega spenntur fyrir því sem koma skal. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH REYKHÁFURINN SPÚIR Á NÝ Sigla átti Hval 9 upp í Hvalfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH STARFSSTÚLKA OLÍUDREIFINGAR Sagði stemninguna ótrúlega um borð. FRÉTTABLAÐIÐ/GLH „Það er flest gott að frétta,“ segir Ása Björk Ólafsdóttir, fríkirkjuprestur í Reykjavík. „Það er mikið að gera í kirkjustarfinu og margt nýtt í gangi. Ég var m.a. ráðin til safnaðarupp- byggingar og nú erum við að fara af stað með æskulýðsstarf og 12 spora hóp. Hvort tveggja hefst í byrjun nóvember. Ég held að fyrsta árið í starfi sé erfiðast. Ég var reyndar búin að vera kirkjuvörður í Fríkirkjunni í rúm þrjú ár, en þetta er annars konar ábyrgð. Það er minna rými fyrir mistök núna. Ég horfi bjartsýn til vetrarstarfsins og persónulífsins. Börnin mín vaxa og dafna og það eru alltaf að koma í ljós nýir og nýir hæfileikar. Þau taka þátt í mörgu og vilja helst sigra allan heiminn. Börnin mín eru óskaplega glöð og fyrir það má þakka á hverjum degi. Það er alls ekki sjálfsagt að börn séu glöð og það er mikil gjöf. Guð er góður! Ég er að gera upp íbúðina hjá mér og það er mjög skemmtilegt, gaman að taka ákvarðanir í þessari íbúð sem er mjög góð í grunninn. Ég bý nálægt miðbænum sem er yndislegt. Ég gekk í gegnum borgina aðfaranótt sunnudags. Það abbaðist enginn upp á mig enda er ég svo vígaleg.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR FRÍKIRKJUPRESTUR Börnin glöð og mamman vígaleg ■ Útfararstjóri í Kaliforníu vildi jarða þá skoðun að bandarískar útfararstofur væru fullar af húm- orslausum dauðyfl- um. Þess vegna gaf hann út dagatal sem sýnir léttklædda útfar- arstjóra sitja fyrir brosandi í kirkjugörðum. Hann auglýsti eftir fyrirsætum í stéttarfélagsblaðinu og fékk 276 umsóknir. Sumir áttu reyndar erfitt með að brosa þegar til kastanna kom og tveir útfararstjórar frusu hreinlega fyrir framan myndavélina. DAGATAL: NAKTIR ÚTFARARSTJÓRAR Köngólarvefirnir rosalega vinsælir Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 cm moppugrind R V 62 14 6.996 kr. Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu Auðveld áfylling, einfalt í notkun Sérlega handhægt Á tilboði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.