Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 22

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 22
[ ] Á köldum vetrarmorgnum getur langur tími farið í það að skafa bílinn og ná hita í hann áður en haldið er af stað út í umferðina. Við þessar aðstæð- ur getur fjarstartbúnaður kom- ið sér vel en hann má meðal annars fá í Nesradíói. Guðmundur Ragnarsson í Nesrad- íói segir að nú þegar haustið er komið sé sala á fjarstartbúnaði farin að aukast. „Fjarstartbúnaður er vertíðarvara og núna setjum við nokkra í á dag. Salan byrjar í sept- ember þegar kólnar aðeins og nær svo hámarki í svona febrúar, mars,“ segir hann. Fjarstartbúnaður, kominn í bíl- inn, kostar þrjátíu og fimm þúsund í Nesradíói. „Búnaðurinn gengur aðeins í sjálfskipta bíla. Hann er forritaður þannig að bíllinn geng- ur í tuttugu og fjórar mínútur en ef enginn kemur út þá slekkur hann á sér eftir þann tíma og fer í fyrra ástand. Fjarstýringin dregur sirka þrjú til fimm hundruð metra og þú þarft eiginlega að sjá bílinn til þess að hún virki örugglega. Um leið og þú setur bílinn í gang kviknar á stöðuljósunum og þau loga á meðan hann er í gangi. Bíllinn þarf náttúrulega að vera stilltur á „park“ og þú getur ekki sett hann í gang öðruvísi. Við setj- um þetta ekki í beinskipta bíla því að það er ekkert mál að klúðra því og við viljum ekki að bíllinn keyri yfir einhvern eða á eitthvað.“ Guðmundur segir að fólk þurfi aðeins að vera meðvitað þegar það er komið með fjarstartbúnað í bíl- inn og megi ekki láta bílana ganga endalaust. „Fólk þarf líka að athuga hvar bílarnir standa þegar það startar þeim svo að pústið blási ekki beint inn í kjallaraíbúð- ina við hliðina eða eitthvað svo- leiðis,“ segir hann. emilia@frettabladid.is Gott start inn í veturinn Langan tíma getur tekið að hreinsa kalda bíla á snjóþungum vetrarmorgnum. ÞREMUR NÝJUM METANBÍLUM AF GERÐINNI VOLKS- WAGEN CADDY HEFUR VERIÐ BÆTT VIÐ BÍLAFLOTA SORPU. Metanbílar Sorpu eru nú sextán talsins en til stendur að fjölga þeim enn frekar því fjórir metanbílar af gerðinni Volkswagen Touran verða teknir til notkunar á næstu vikum. Með hliðsjón af þessu eru nú um 50 tvíorkubílar á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja bílar sem geta bæði gengið fyrir metani og bensíni, auk fjögurra bíla, sem ganga eingöngu fyrir metani. Frá þessu er greint á heimasíðu Sorpu, www.sorpa.is. -rve Metanbílum Sorpu fjölgað Þrír metanbílar af gerðinni Volkswag- en Caddy hafa þegar verið teknir í notkun hjá Sorpu. Olía margir eiga það til að gleyma því að athuga olíuna á bílum sín- um. Sérstaklega þeir sem nýta sér sjálfsafgreiðsluna á bensínstöðvum. Láttu athuga olíuna næst þegar þú rennir við á bensínstöð. Jeppadekk Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 31" heilsársdekk verð frá kr. 12.900 www.alorka.is Sendum frítt um land allt! Við míkróskerum og neglum! Úrval af stærðum upp í 33" Opið á laugardögum 9-13 M IX A • fít • 6 0 4 9 7 Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI � � � � � � � � �� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ����������������������� �������������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������������� ������������� ������������������������������� �� � �� � �� � �� � � �� �� � � � �� � ��

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.