Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 26
[ ]Lestrarefnið festist stundum illa í minni. Með því að lesa efnið yfir þrisvar, einu sinni hratt og lauslega, einu sinni ítarlega og að síðustu renna hratt yfir efnið aftur þá eru meiri líkur á að efnið festist í minni. Hin filippseyska Fe Galicia Isorena er að hefja fjórða vetur sinn sem íslenskukennari þó sjálf hafi hún aðeins búið hér á landi í átta ár. Fe Isorena, sem jafnan er kölluð Níní, er ein þriggja íslenskukenn- ara við námsver nemenda af erlendum uppruna í Fellaskóla, en þar eru margir nemendur af ólíku þjóðerni. Hún hefur ekki einungis filippeysku, ensku og íslensku á valdi sínu heldur þekkir líka þá reynslu sem nemendur námsvers- ins ganga í gegnum – að fóta sig í nýju landi og læra framandi mál. „Ég er sjálf alltaf að læra í dag- legri umgengni minni við Íslend- inga,“ segir Níní brosandi þegar haft er orð á því hversu góð tök hún hafi á málinu. Þegar hún byrjaði að kenna haustið 2003 voru, að hennar sögn, mun færri nemendur af erlendum uppruna í skólanum en nú. „Þeim fjölgaði svo mikið á síðasta ári,“ segir hún. „Ég var í fæðingarorlofi síðasta vetur og þegar ég kom aftur til starfa í haust mættu mér mörg ný andlit.“ Þótt flestir nemendur Níníar séu filippseyskir þá kennir hún einnig serbneskum börnum, pólsk- um, albönskum, taílenskum og víetnömskum, svo einhver þjóð- erni séu nefnd. Í fyrsta sinn í haust er þeim skipt í yngri og eldri deild og Níní kennir mest í eldri deild- inni. „Börnin koma til okkar úr öðrum tímum. Þau eldri sleppa dönskutímum og íslenskutímum, en við tökum þau ekki úr stærð- fræði, ensku, íþróttum og list- og verkgreinum, því þar mynda þau félagatengsl við íslenska jafnaldra sína,“ lýsir hún. Sjálf er hún með háskólapróf frá Manila og hafði líka reynslu af kennslu áður en hún kom hingað. Er hún hafði dvalið hér á landi í tvö ár og unnið hin ýmsu störf, svo sem við þrif, garðyrkju og á mat- sölustað, ákvað hún að fara í end- urmenntunardeild HÍ til að læra tungumálið betur og í framhaldinu fékk hún starf á leikskóla. Þótt íslenskan sé snúin segir hún Fil- ippseyinga standa betur að vígi gagnvart henni en aðrir Asíubúar, því þeir séu með svipað stafróf og læri ensku frá upphafi skólagöng- unnar í heimalandinu. „Þetta er mun erfiðara fyrir börnin sem ég er að kenna og eru t.d. frá Taílandi eða Kína og eru með allt annað rit- mál. Þau þurfa að byrja á A, B og C þó þau séu kannski orðin 15 ára. Það reynir á alla en við notum myndmál mikið,“ segir hún. Níní segir nemendur námsvers- ins á mjög mismunandi stigum enda sé námið einstaklingsmiðað. „Sumir eru búnir að búa hér í eitt ár og aðrir eru nýkomnir, en við leggjum megináherslu á að nem- endum líði vel hér í skólanum. Vellíðan er grundvöllur þess að árangur náist. Þó börnin láti lítið fyrir sér fara í kennslustundum hjá öðrum og sjálfstraustið sé í lágmarki þá leita þau eftir stuðn- ingi okkar í námsverinu. Oft er ég túlkur milli þeirra og annarra kennara, auk þess sem ég get auð- veldað samskipti skólans við for- eldrana. Það er ekki bara tungu- málið sem er börnunum erfitt heldur umhverfið sjálft. Við megum aldrei gleyma því að þau réðu því ekki sjálf að þau komu hingað heldur fylgdu foreldrun- um. Börnin fá oft glampa í augun þegar talað er um upprunaland þeirra. „Þar er svo gaman,“ segja þau. Það hefur orðið mikil röskun á þeirra högum og það er mikil- vægt að leyfa þeim að tjá sig um hvernig var í gamla heimalandinu og hvernig er hér.“ Að lokum er Níní spurð hvort hún sé ánægð með starfið sitt. „Já, það erfitt en gefandi,“ segir hún brosandi og bætir við: „Það er gaman að hjálpa börnunum að læra málið og aðlag- ast landinu. „gun@frettabladid.is Áhersla á vellíðan í skóla „Sumir eru búnir að búa hér á landi í eitt ár og aðrir eru nýkomnir,“ segir Fe Galicia Isorena sem kennir börnum af erlendum uppruna íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Myndmálið er mikið notað við kennsluna. Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is Innritun hafi n núna í síma 581 3730. Öfl ug átaksnámskeið fyrir stelpur á aldursbilinu 16-20 og 21-30! • Líkamsrækt við skemmtilega tónlist • Leiðbeiningar um mataræði • Fundir, aðhald, vigtun og mælingar Kvöldtímar Um er að ræða 5 vikna námskeið, 3 x í viku. Vertu velkomin í okkar hóp! nÁms keiÐ hefj ast 23. ok tÓbe r Taktu þér tak! náViltu VR og fleiri stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna á námskeiðinu. Þau hafa lengt sinn sól ar hring! “Ekki eingöngu les ég hraðar. Ég les með ...margfalt meiri skilning.” Inger, 24 ára Sjúkraliði og nemi. “...held ég sé á góðri leið með að ná inntökuprófinu í læknadeild í vor.” Bergþóra Þorgeirsdóttir, 18 ára næstum því stúdent. “...hvergi áður náð jafn hárri ávöxtun á tímasparnað ...” Fylkir Sævarsson, 39 ára Iðnfræðingur. Hvað segja nem end ur okk ar um nám skeiðið: Frá bært, mark visst, hnit mið að, ævi á byrgð, nyt sam legt, krefj andi, skemmti legt, mjög gott, skipu lagn ing, ein beit ing, já kvæðni, mik il aðstoð, góður kenn ari, spenn andi, ár ang urs ríkt, hvetj andi, góð þjón usta. NÝTT!! 6. vikna hraðlestrar nám skeið 7. nóv. NÝTT!! 3 vikna hraðnámskeið 10. nóv. AKUREYRI – 3 vikna hraðnámskeið 2. nóv. Skráning á hraðlestrarnámskeið er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hagnýt danska ÞJÁLFUN Í DÖNSKU TALMÁLI VERÐUR AÐALÁHERSLUATRIÐI NÁMSKEIÐS SEM ENDUR- MENNTUN HÁSKÓLANS HELD- UR Í NÓVEMBER. Færni í að tala dönsku og ná dönskum framburði er meginmarkmið námskeiðs sem Endurmenntun heldur á mánudögum á fimmtudögum frá 6. til 30. nóvember. Kennari er Casper Vilhelmssen. Hann er með BA gráðu í dönsku og starfar í Víðistaðaskóla og einnig hefur hann verið í Norræna húsinu og séð þar um dönsku- kennslu barna sem búið hafa í Danmörku. Á námskeiðinu í Endurmenntun mun hann beita ýmsum aðferð- um við kennsluna svo sem samtölum, upplestri, netnotkun og fleiri virkum æfingum. Námskeiðið ætti að henta þeim vel sem þurfa að nota dönsku sem talmál í samskiptum vegna vinnu og einnig þeim sem búið hafa í Danmörku og vilja viðhalda kunnáttu sinni. Það er betra að kunna dönsku þegar fólk bregður sér til Danmerk- ur. MYND/KRISTJÁN SIGURJÓNSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.