Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 29
Sama staða | Tryggingaálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) er nú sambærilegt við það sem var áður en tók að halla á þá í umræðu um íslenskt efnahagslíf í byrjun árs. Fjármagna yfirtöku | Kaupþing mun fjármagna yfirtöku Johns Hargreaves, stofnanda og stjórn- arformanns Matalan, á verslana- keðjunni. Hljóðar tilboðið til hlut- hafa upp á 200 pens á hlut. Í Kauphöllina | JP Morgan Securities í Lundúnum er orð- inn aðili að hlutabréfamörkuðum Kauphallarinnar. Aðilar að henni eru nú orðnir 27 talsins, þar af eru sex erlendir fjaraðilar. Ágætar tekjur | Samanlagðar skattgreiðslur bankanna og starfs- manna þeirra nema alls tæpum tuttugu milljörðum króna á þessu ári. Avion semur | Avion hefur, fyrir hönd dótturfélags síns, Eimskips Atlas Canada Inc., náð samkomu- lagi við kanadíska frystigeymslu- fyrirtækið Atlas Cold Storage um yfirtökutilboð í allt hlutafé félags- ins. Nær yfirtöku | Hluthafafundur Stork N.V. í Hollandi samþykkti í vikunni að skipta upp félaginu. Við það aukast líkurnar á að Marel hf. fái keyptan matvælavinnslu- vélahluta samstæðunnar. Raunvextir hækka | Raunvextir ná hámarki á fyrri hluta ársins 2007 að mati Greiningardeildar Kaupþings sem býst við að þeir verði þá komnir í átta prósent. Sækja peninga | Kaupþing banki hefur gefið út svokölluð Samurai- skuldabréf í Japan fyrir samtals fimmtíu milljarða japanskra jena, sem svarar 29 milljörðum króna. Ikea Stærsta verslun landsins 14 Salan á Icelandair Afgreidd á tveimur vikum 8 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 18. október 2006 – 40. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Samtímalist Krafsar í köku meistaranna 10-11 Glitnir hefur tilkynnt að bankinn muni flytja þá hluti sem keyptir hafa verið til að verja bankann fyrir áhættu tengdri framvirkum viðskiptum undir auðkennið GLB Hedge. Greiningardeild Glitnis segir markmiðið með aðgreiningunni þá að auka gagnsæi hlutabréfa- eignar bankans. Þetta er svipað- ur háttur og Landsbankinn hafði á með stofnun LI-Hedge undir lok ágúst. Deildin segir að forvitnilegt verði að fylgjast með hvort Kaupþing og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki fylgi ekki for- dæmi bankanna tveggja á næst- unni. - jab MERKI GLITNIS Glitnir hefur aukið gagn- sæi í hlutabréfaeign bankans. Glitnir eykur gagnsæi Hlutafélagið Arkea, áður Prokaria, hefur gert þeim hluthöfum sem eiga bréf í Líftæknisjóðnum tilboð upp á eina krónu fyrir hvern hlut nafn- verðs. Jakob Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Líftæknisjóðsins og annar af stærstu eigendum Arkeu, segir að með yfirtökutil- boðinu sé verið að gera upp Líftæknisjóðinn og Prokaria. Nú er unnið að sölu eigna Líftæknisjóðsins sem voru um síðustu áramót hlutabréf í Arkea, Orf Líftækni, BioStratum Inc., CanAg Diagnostic og Cyntellect. Eignarhlutir í Arkea og CanAg hafa verið seldir og unnið er að sölu bréfa í Orfi og BioStratum. Samkvæmt ársreikningi Líftæknisjóðsins fyrir árið 2006 voru eignir bókfærðar á 332 milljónir króna en eigið fé nam 160 milljónum króna. Ágúst Sindri Karlsson lögmað- ur er auk Jakobs meðal stærstu eigenda. - eþa Bjóða í bréf Líftæknisjóðsins Tryggingarálag á fimm ára skuldabréf bankanna (CDS) held- ur áfram að lækka líkt og þróun- in hefur verið síðustu vikur. Lækkunin fór heldur skarpar af stað hjá Landsbanka Íslands og Glitni í haust en hjá Kaupþingi. Síðan um mánaðamót hefur álag- ið á bréf Kaupþings hins vegar lækkað hraðar en hjá hinum. Álagið er mest á bréf Kaupþings, 54 punktar á mánu- dag, en minnst á bréf Glitnis, 36 punktar. Álagið á skuldabréf Landsbankans er svo 48 punktar. Ef horft er á breytinguna frá því í lok síðasta mánaðar er hún hins vegar mest hjá Kaupþingi sem 27. september var með 71 punkts álag á skuldabréf sín. Lækkunin nemur því 17 punkt- um. Til samanburðar hefur tryggingarálag á skuldabréf Glitnis lækkað um 9 punkta á sama tímabili og um 8 punkta á skuldabréf Landsbankans. Álagið á bréf bankanna er því núna komið undir það sem var áður en umræða erlendra grein- ingaraðila um íslenskt hagkerfi og aðstæður bankanna fór á flug í upphafi síðasta árs. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að bankarnir nái í bráð jafngóð- um kjörum á skuldabréfamark- aði í Evrópu og buðust í fyrra, en gera engu að síður ráð fyrir hægum bata áfram. Talið er að lækkun nýliðinna daga megi að hluta til rekja til vel heppnaðra skuldabréfaútgáfu bankanna á mörkuðum utan Evrópu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir bréf- um í Bandaríkjunum og nú síðast gaf Kaupþing út skuldabréf í Japan fyrir jafnvirði 29 millj- arða króna. -óká Tryggingarálag lækkar enn Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Mikilli uppbyggingu á stóru verslunarhúsnæði er nýlokið, hún hafin eða fyrirhuguð á höfuðborg- arsvæðinu og í stærstu sveitarfélögum landsins og telja sérfræðingar að um 250 þúsund fermetr- ar af verslunarhúsnæði rísi á næstu tveimur til fimm árum. Til samanburðar nemur verslunarrými í Smáralind rúmum þrjátíu þúsundum. Viðbótin verður því átta Smáralindir eða 2.500 verslanir af stærðargráðunni 100 fermetrar sem er meðalstærð verslunar við Laugaveg. Stærstu framkvæmdirnar eru annars vegar við Vesturlandsveginn og hins vegar í Urriðaholtinu í Garðabæ. Við Vesturlandsveg er um 45 þúsunda verslunarhúsnæði að rísa. Risaverslunin, sem er í jafnri eigu Smáragarðs, fasteigna- félags BYKO-samstæðunnar, og Smáratorgs (Rúmfatalagersins), er ólík verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind að því leyti að gengið er beint inn í versl- anir frá bílastæðum eins og víða þekkist erlendis og kallast versl- anir sem þessar kauptún (retail parks). Hin þýska keðja Bauhaus hyggt reisa um tuttugu þúsund fermetra verslun við Vesturlandsveg. Nokkur kauptún opna líka í Urriðaholti, þar á meðal IKEA, sem er yfir tuttugu þúsund fermetrar og stór BYKO-verslun. Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smáragarðs sem er umsvifamikið í Urriðaholtinu, segir að þar á bæ sé unnið að uppbyggingu 40 þúsund fermetra versluna- rýmis um land allt og áætlar að 50 þúsund fermetrar rísi til viðbótar. Agnes Geirsdóttir, hjá Smáratorgi, segir að stærsta verkefni félagsins sé bygging 20 hæða skrifstofu- og verslunarturns í Smáranum sem opni í október á næsta ári. Verslunarými á neðstu hæðum er um fimm þúsund fermetrar. Þar til viðbótar ætlar Smáratorg að tvöfalda stærð Glerártorgs á næsta ári, úr níu þúsund fermetrum í sautján þúsund. Smáratorg áformar einnig að byggja 18-20 þúsund fermetra verslunarmiðstöðvar í Reykjanesbæ og á Selfossi árið 2008. Pálmi Kristinsson, hjá Smáralind, segir að um tíu þúsund fermetrar af verslunarrými bætist við Smáralind á næstu árum. Framkvæmdir við fimmt- án hæða turn hefjast snemma á næsta ári. Eigendur Smáralindar hafa einnig á prjónunum að byggja upp verslunarhús- næði sunnan megin við Smáralind. Að sögn Arnar Kjartanssonar hjá Stoðum hefur félagið hafið framkvæmd- ir á tveimur verslunum Hagkaupa í Borgarnesi og Reykjanesbæ sem eru um tvö þúsund fermetrar. Fleira er í skoðun, til dæmis er unnið að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn. Átta Smáralindir rísa Verslanamiðstöðvar og kauptún rísa hratt á næstu miss- erum. Heildarverslunarrými áætlað 250.000 fermetrar sem samsvarar 2.500 meðalverslunum við Laugaveg. V Æ N T A N L E G A R S T Ó R V E R S L A N I R Staðsetning/fyrirtæki Fermetrar Urriðaholt 70.000 Blikastaðir 45.000 Lindir IV - Kópavogi 25.000 Bauhaus 20.000 Reykjanesbær 19.000 Selfoss 18.000 Smáralind 10.000 Glaðheimar Kópavogi 10.000 Grandi 10.000 Akureyri 8.000 Akranes 6.000 Smáratorg 5.000 Borgarnes 1.000 Alls 247.000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.