Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 30
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Stofnfé SPH verður um það bil fimmfaldað á næstunni í tengsl- um við fyrirhugaða sameiningu sparisjóðsins við SPV. SPH er metinn 39 prósent í samrunanum en þar sem stofnfé SPH er lægra en hjá SPV þarf að auka það til að mæta skiptihlut- föllum. Stofnfé SPH er átján milljón- ir króna en ætlunin er að selja ný stofnfjárbréf að upphæð 67 milljónir. Núverandi stofnfjár- eigendur eiga forkaupsrétt að nýju bréfunum á genginu einum. Tillagan verður kynnt fyrir stofnfjáreigendum á næstunni. - eþa Stofnfé SPH fimmfaldað Vika Frá áramótum Actavis -1% 38% Alfesca -1% 22% Atlantic Petroleum 16% 54% Atorka Group -1% 2% Avion Group 1% -31% Bakkavör 1% 16% Dagsbrún -1% -16% FL Group 2% 21% Glitnir 4% 26% KB banki -1% 18% Landsbankinn 4% 9% Marel 1% 25% Mosaic Fashions -1% -10% Straumur 2% 9% Össur 0% 9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Hafliði Helgason skrifar Hluthafafundur Kaupþings samþykkti einróma að greiða arð til hluthafa. Arðgreiðslan er í formi hlutafjár í Exista og nemur markaðsvirði arð- greiðslunnar hátt í 20 milljarða króna eða ríflega 890 þúsund hlutir í félaginu. Bankinn heldur eftir fjármagnstekjuskatti af greiðslunni og nemur hún um tveimur milljörðum króna. Með arðgreiðslunum hafa verið rofin gagnkvæm eignatengsl þessara félaga, en Exista er stærsti hluthafi í Kaupþingi. Sigurður Einarsson, stjórn- arformaður Kaupþings, sagði bankann aldrei hafa litið á krosseignarhald sem tól í valdatafli við- skiptalífsins. „Hitt er annað að það hefur verið mik- ilvægur þáttur í hugmyndafræði okkar að vinna náið með viðskiptavinum okkar, en halda slíkum tengslum á hreinum viðskiptagrunnni.“ Hann sagði eignarhlutinn í Exista skýrt dæmi um árangur slíkrar stefnu. „Þrátt fyrir það hefur krosseignarhald tilhneigingu til að valda hugar- angri á markaði, eins og við höfum séð og því ákváðum við að draga úr því og auka seljanleika eigna bankans.“ Sigurður segir að með arðgreiðslunni dragi veru- lega úr eigin hlutafjáreign bankans og skráning Exista dragi fram raunvirði eignarinnar. „Exista vandamálið eins og sumir hafa kosið að kalla það, hefur reynst okkur slík byrði að það skilar bankan- um 23,8 milljörðum í hagnað á þessu ári. Ég er viss um að margir bankar myndu glaðir vilja glíma við slíkt vandamál.“ Sigurður gerði að umræðuefni í ræðu sinni samleið Bakkavarar og Kaupþings, en stofnendur Bakkavarar, þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, eru stærstu eigendur Exista. Sigurður sagði þessi fyrirtæki hafa vaxið hlið við hlið í að verða stór arð- söm alþjóðleg fyrirtæki á skömmum tíma. Þegar leiðir lágu saman var Kaupþing minnsta fjármála- fyrirtæki landsins. „Bakkavör var lítið annað en hugmynd og skuldavandamál fyrir tíu árum. Nú er Bakkavör fyrirtæki sem er leiðandi alþjóðlegt matvælafyrirtæki sem rekur 46 verksmiðjur og með sextán þúsund starfsmenn í sjö löndum með um 180 milljarða veltu.“ Arðgreiðslan sem er sú stærsta hérlendis var samþykkt samhljóða. EINRÓMA SAMÞYKKT Hluthafar Kaupþings samþykktu sam- hljóða arðgreiðslu að verðmæti um 20 milljarðar króna. Stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar Kaupþing banki greiddi hluthöfum sínum 20 milljarða í arð. Fjármagnstekjuskattur af greiðslunni nemur 2 milljörðum. Exista gekk frá sölu á öllum hlut sínum í Verði Íslandstryggingu hf., eða 56,65 prósenta hlut, á mánudagskvöld. Söluverð er trúnaðarmál. Sigurður Valtýsson, forstjóri Exista, segir að afstaða sam- keppnisyfirvalda hafi takmark- að möguleika félagsins til hag- ræðingar í rekstri og því hafi verið ákveðið að ganga að tilboði í hlutina. Salan hefur óveruleg áhrif á efnahag Exista, sem mun halda áfram að efla VÍS, að sögn Sigurðar. Kaupandi hlutanna er Klink ehf., sem er annar stærsti hlut- hafinn í Verði Íslandstryggingu og mun það ráða um 63 prósent- um hluta í félaginu eftir kaupin. - jab Exista selur tryggingafélag EXISTA Exista hefur selt hlut sinn í Verði Íslandstryggingu vegna takmarkandi afstöðu samkeppnisyfirvalda. Reiknað er með að velta Eimskips ríflega tvöfaldist og verði 110 milljarðar króna á næsta ári eftir kaup á kanadíska frystigeymslu- fyrirtækinu Atlas Cold Storage. Kaupin koma í kjölfar annarra nýlegra kaupa félagsins. Félagið rekur um 150 skip og um þúsund kæligeymslur „Þetta setur Eimskip í for- ystuhlutverk í þessum iðnaði á heimsvísu,“ segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og bætir við að félagið sé með kaupunum orðið stærsti einstaki rekandi frysti- og kæli- geymsla á heimsvísu. „Þetta breytir mjög mikið og eykur mjög mikið arðsemismöguleika félagsins í fjölþættri flutninga- starfsemi. Þetta verður til þess að við getum boðið upp á heims- keðju sem nær allt frá Asíu til Evrópu og Ameríku og eykur mjög okkar möguleika á að þjón- usta betur viðskiptavini okkar. Í erlendum miðlum hefur þetta verið kallað „seamless operat- ion“ eða hnökralaus þjónusta,“ segir hann og hlær. Kaupin hafa vakið mikla athygli í Kanada og fjallað um þau í fréttum allt þar til Avion setti í gang yfirtökuferlið í ágúst. „Þegar svona yfirtaka fer í gang er tefld ákveðin refskák, sem end- aði með því að við náðum okkar markmiði, að kaupa þetta félag á ágætu verði,“ segir Magnús og bætir við að nýjum eigendum hafi verið tekið mjög vel í Kanada og aðkomu þeirra fagnað. Samkomulagið um yfirtökutil- boðið náðist í byrjun vikunnar, en Avion Group hækkaði fyrra tilboð sitt í Atlas Cold Storage úr sjö kanadískum dölum á hlut í 7,50 dali á hlut. Heildarvirði félags- ins er um 583 milljónir kanad- ískra dala eða tæpir 35 milljarðar íslenskra króna. Stjórn Atlas Cold Storage mælir einróma með því að hluthafar taki tilboðinu. -óká FORSVARSMENN EIMSKIPS Baldur Guðnason forstjóri og Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskips.Markaðurinn/GVA Velta Eimskips meira en tvöfaldast Avion kaupir Atlas Cold Storage. Eimskip verður stærsti rekandi frysti- og kæligeymsla í heimi. Centaurus og Paulson, stærstu hluthafarnir í hollensku fyrir- tækjasamstæðunni Stork N.V., eru sagðir reiðubúnir að ræða „mála- miðlun“ við stjórn samstæðunnar eftir hluthafafund í síðustu viku. Þar féllust hluthafar með yfir- gnæfandi meirihluta á að skipta upp samstæðunni, en stjórn henn- ar hefur sett sig upp á mót því. Het Financieele Dagblad, helsta viðskiptarit Hollendinga, hefur eftir heimildarmanni sem stendur sjóðunum nærri að þeir hafi á fundinum komið skoðun sinni rækilega á framfæri, en vilji nú ræða málin. Um 86 prósent greiddu atkvæði með skiptingu félagsins líkt og sjóðirnir lögðu til. Saman fara þeir með tæp 33 prósent alls hlutafjár. Ekki liggja þó fyrir nánari upp- lýsingar um hvers eðlis málamiðl- unin gæti verið eða hvort hún kunni að hafa áhrif á möguleika Marels til að kaup matvælavinnslu- vélastarfsemi Stork. Við þau kaup myndi Marel verða stærsta fyrir- tæki í sínu sviði í heiminum. Þá er ekki vitað hvenær viðræður kunni að fara í gang. - óká Málamiðlun í bígerð Centaurus og Paulson og stjórn Stork N.V. ræðast við.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.