Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 32

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 32
MARKAÐURINN 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Kaupþing hefur tekið sér stöðu meðal tíu stærstu hluthafa í finnska félaginu Componenta með eins prósents hlut. Félagið fram- leiðir meðal annars sérsmíðaða vélahluti í margvíslegum farar- tækja- og þungaiðnaði. Rekstrarhagnaður Componenta (EBITDA) nam 915 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins sem gaf framlegðarhlutfall upp á fjögur prósent af veltu. Hagnaður var um 250 milljónir króna. Componenta er ekki stórt félag að stærð. Virði þess er metið á um 5,5 milljarða króna. - eþa Kaupþing í Componenta Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Gríðarleg velta var á skuldabréfamarkaði í síðustu viku og hækkuðu allir flokkar skuldabréfa töluvert, þó mest verðtryggð skuldabréf með stuttan líftíma. Lækkunarhrinan hélt áfram á fyrstu dögum þess- arar viku. Velta síðustu viku nam alls eitt hundrað milljörð- um króna, mest með íbúðabréf. Annar veltumesti dagur á skuldabréfamarkaði frá upphafi leit dags- ins ljós á fimmtudaginn þegar skuldabréf fyrir 26,3 milljarða króna skiptu um hendur. Hækkun ávöxtunarkröfunnar, sem þýðir að skuldabréf eru að lækka í virði, var til komin vegna væntinga um töluverða lækkun verðbólgu á næstunni og þar af leiðandi minni eða jafnvel nei- kvæðra verðbóta af verðtryggðum skuldabréfum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun matvæla- skatts á mánudaginn átti sinni þátt í þessari þróun og var umtalsverður söluþrýstingur á verðtryggð- um skuldabréfum mánudag og þriðjudag. Að mati Greiningardeildar Landsbankans mun lækkun mat- arverðs valda þriggja prósenta lækkun á vísitölu neysluverðs og býst deildin við verðhjöðnun á fyrri hluta næsta árs. Skuldabréfasérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við líkti ástandinu við þegar krónan lækkaði hvað örast á vordögum. Íslenskir fjárfestar voru á söluhliðinni framan af viku en þrýstingur- inn jókst til muna þegar erlend- ir fjárfestar „panikkuðu“ og hófu að selja stutt verðtryggð bréf sem þeir höfðu verið að fjárfesta í, svo sem HFF14. Fjárfestar hafi einkum verið að veðja á skammtímagróða í stuttu bréfunum sökum mikill- ar verðbólgu á þessu ári. Á sama tíma hafi minni breytingar orðið á ávöxtunar- kröfu á verðtryggðum lang- tímabréfum, HFF44 og HFF34. Sérfræðingurinn taldi þó frábært tækifæri liggja í langtímabréfun- um, t.d. HFF44 þar sem lífeyrissjóðirnir geti nú hirt sextíu punkta yfir þeirri 3,5 prósenta ávöxtunar- kröfu sem þeir gera upp á. Söluþrýstingurinn hélt áfram verðtryggð- um skuldabréfum á miðvikudaginn þegar birtar voru verðbólgutölur, sem sýndu minni hækkun en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir, og áfram seldu fjárfestar skuldabréf á fimmtudeginum. Ávöxtunarkrafan tók að lækka lítillega á föstu- daginn í fremur litlum við- skiptum og kannski ekki laust við að sú mikla hækkun sem hafði orðið í vikunni hafi verið yfirskot og umfram það sem eðlilegt gat talist. Fleira vann gegn verð- tryggðu bréfunum í síðustu viku en krónan styrkist sam- fellt alla vikuna. Það kemur mönnum á óvart að nafnvaxtaferillinn er ekk- ert að hreyfast þótt spáð sé vaxtalækkunum á næsta ári. Markaðurinn er því að verð- leggja inn 11-13 prósenta raun- vexti fyrir næsta ár. Sviptingar í skuldabréfum Um 100 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaði í lið- inni viku og varð mikil lækkun, einkum á stuttum verðtryggð- um bréfum. Lægri verðbólga og sterkari króna höfðu áhrif. Íslendingar seldu fyrstir, útlendingar fylgdu í kjölfarið. Þ R Ó U N Á V Ö X T U N A R K R Ö F U S K U L D A B R É F A F L O K K A ( M I Ð A Ð V I Ð H A G S T Æ Ð A S T A K A U P T I L B O Ð ) 6.okt 16.okt Breyting í prósentum HFF150914 4,84 5,66 16,70% Verðtryggt HFF150224 4,39 4,88 11,20% Verðtryggt HFF150434 4,01 4,3 7,20% Verðtryggt HFF150644 3,9 4,15 6,40% Verðtryggt RIKS 15 4,21 4,65 10,50% Verðtryggt RIKB 07 13,92 13,98 0,40% Óverðtryggt RIKB 10 8,44 8,81 4,40% Óverðtryggt RIKB 13 7,75 7,8 0,60% Óverðtryggt RIKB 08 10,54 10,37 -1,60% Óverðtryggt � �� �� �� � � �� �� �� �� �� Hlutabréfasjóðir 75% Skuldabréfasjóðir 25% Sparnaður eftir þínum nótum Ávöxtunarsafnið –23,90% ávöxtun Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.10. 2006. Mjög dró úr framboði af fiski á fiskmörkuðum í síðustu viku. Tæplega 1.200 tonn af fiski seld- ust á mörkuðum en meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur á kíló. Annað eins verð hefur ekki sést í langan tíma. Til samanburðar seldust 2.614 tonn af fiski vikuna á undan og var meðal- verðið 18,27 krónum lægra. Líkt og fyrri vikur heldur ýsan toppsætinu sem söluhæsta tegundin. Fyrir kílóið af slægðri ýsu fengust 172,25 krónur, en það er 39,61 krónu hækkun á milli vikna. Þorskurinn hefur tryggt sér annað sæti. Fyrir kíló af slægð- um þorski feng- ust 242,70 krón- ur en það er 7,42 króna hækkun á milli vikna. - jab ÝSA Mjög lítið framboð var af fiski á mörkuðum í síðustu viku. Kílóverðið var því mjög hátt. Hátt verð á fiski Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánu- dag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða. Greiningardeild Landsbank- ans sagði í Vegvísi sínum að helstu breytingar til hækkunar væru fasteignaverð sem hækk- ar einkum vegna vaxtabreytinga. Til lækkunar komi verðlækkun á eldsneytisverði, fatnaði og skóm. Eldsneyti hefur lækkað það sem af er október, bæði hér heima og á heimsmarkaði. Ekki megi búast að eldsneyti hækki hér á landi á næstu vikum því meiri líkur eru á frekari lækkunum, að mati grein- ingardeildar Landsbankans. Greiningardeild Glitnis bætir því hins vegar við að gangi spáin eftir muni verðbólgan verða eftir sem áður fjarri 2,5 prósenta verð- bólgumarkmiði Seðlabankans. Flest bendi þó til þess að verð- bólgan hafi þegar náð hámarki og að úr henni dragi hratt á næst- unni. Spáir deildin því að verð- bólgan taki að lækka hratt. Muni hún mælast 6,7 prósent á þessu ári í heild en einungis 1,8 prósent á næsta ári, að mati greiningar- deildar Glitnis. - jab Spá óbreyttri vísitölu Viðskipti voru með stofnfjár- bréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í síðustu viku fyrir um 28 milljónir króna að markaðsvirði á genginu 4,0 og var gengið að þeim öllum. Stofnfjáreigendur í SPRON eru nú 1.014 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Athygli vekur að Færeyingar eiga 13,59 prósent stofnfjár í SPRON. Sparisjóður Færeyja, Föroya Sparikassi, er annar af tveimur stærstu stofnfjáreigend- unum með 9,94 prósent en Spf. 14 - Ílögufélag fer með 4,98 prósent stofnfjár í SPRON. - jab Færeyskir sjóðir stórir í SPRON T Í U S T Æ R S T U Í S P R O N Fjárfestar Hlutur Föroya Sparikassi 9,94% Holt Investment Group 9,94% Tuscon Partners Corporation 8,00% Sundagarðar 5,09% VÍS 5,01% KB banki 4,98% Spf. 14 - Ílögufélag 3,65% SGP fjárfestingarfélag 2,34% Birkir Baldvinsson ehf 2,30% JP fjárfestingarfélag ehf 2,30% Bandaríska versl- anakeðjan Wal- Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, var í síðustu viku dæmd til að greiða f y r r v e r a n d i starfsfólki sínu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 78 milljónir banda- ríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matar- hléum, án þess að fá greitt fyrir það. Í dómsniðurstöðu sagði að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfs- fólkinu fyrir umframvinnuna. Það voru hvorki fleiri né færri en 187.000 fyrrverandi starfsmenn Wal-Mart, sem unnu hjá fyrirtæk- inu frá því í mars árið 1997 til maí á þessu ári sem kærðu fyrirtæk- ið. Fyrrverandi starfsmaður fyrir- tækisins, sem fór fyrir þessu sam- starfsfólki sínu í málinu, sagði fyrir réttinum að hún hefði unnið í matar- og kaffihléum og jafnvel eftir lokunartíma án þess að fá nokkuð greitt fyrir. Svipað mál kom upp í Kaliforníu í Bandaríkjunum í desember í fyrra en þá var Wal-Mart dæmt til að greiða 116.000 fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 172 milljónir dala, jafnvirði tæpra 11,8 milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir að neita þeim um matarhlé. - jab MÓTMÆLI VIÐ WAL-MART Verslanakeðjunni Wal-Mart hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að fara illa með starfsfólk sitt. MARKAÐURINN/AFP Wal-Mart braut á starfsfólki sínu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.