Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 32
MARKAÐURINN 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Kaupþing hefur tekið sér stöðu meðal tíu stærstu hluthafa í finnska félaginu Componenta með eins prósents hlut. Félagið fram- leiðir meðal annars sérsmíðaða vélahluti í margvíslegum farar- tækja- og þungaiðnaði. Rekstrarhagnaður Componenta (EBITDA) nam 915 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins sem gaf framlegðarhlutfall upp á fjögur prósent af veltu. Hagnaður var um 250 milljónir króna. Componenta er ekki stórt félag að stærð. Virði þess er metið á um 5,5 milljarða króna. - eþa Kaupþing í Componenta Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Gríðarleg velta var á skuldabréfamarkaði í síðustu viku og hækkuðu allir flokkar skuldabréfa töluvert, þó mest verðtryggð skuldabréf með stuttan líftíma. Lækkunarhrinan hélt áfram á fyrstu dögum þess- arar viku. Velta síðustu viku nam alls eitt hundrað milljörð- um króna, mest með íbúðabréf. Annar veltumesti dagur á skuldabréfamarkaði frá upphafi leit dags- ins ljós á fimmtudaginn þegar skuldabréf fyrir 26,3 milljarða króna skiptu um hendur. Hækkun ávöxtunarkröfunnar, sem þýðir að skuldabréf eru að lækka í virði, var til komin vegna væntinga um töluverða lækkun verðbólgu á næstunni og þar af leiðandi minni eða jafnvel nei- kvæðra verðbóta af verðtryggðum skuldabréfum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun matvæla- skatts á mánudaginn átti sinni þátt í þessari þróun og var umtalsverður söluþrýstingur á verðtryggð- um skuldabréfum mánudag og þriðjudag. Að mati Greiningardeildar Landsbankans mun lækkun mat- arverðs valda þriggja prósenta lækkun á vísitölu neysluverðs og býst deildin við verðhjöðnun á fyrri hluta næsta árs. Skuldabréfasérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við líkti ástandinu við þegar krónan lækkaði hvað örast á vordögum. Íslenskir fjárfestar voru á söluhliðinni framan af viku en þrýstingur- inn jókst til muna þegar erlend- ir fjárfestar „panikkuðu“ og hófu að selja stutt verðtryggð bréf sem þeir höfðu verið að fjárfesta í, svo sem HFF14. Fjárfestar hafi einkum verið að veðja á skammtímagróða í stuttu bréfunum sökum mikill- ar verðbólgu á þessu ári. Á sama tíma hafi minni breytingar orðið á ávöxtunar- kröfu á verðtryggðum lang- tímabréfum, HFF44 og HFF34. Sérfræðingurinn taldi þó frábært tækifæri liggja í langtímabréfun- um, t.d. HFF44 þar sem lífeyrissjóðirnir geti nú hirt sextíu punkta yfir þeirri 3,5 prósenta ávöxtunar- kröfu sem þeir gera upp á. Söluþrýstingurinn hélt áfram verðtryggð- um skuldabréfum á miðvikudaginn þegar birtar voru verðbólgutölur, sem sýndu minni hækkun en markaðsaðilar höfðu gert ráð fyrir, og áfram seldu fjárfestar skuldabréf á fimmtudeginum. Ávöxtunarkrafan tók að lækka lítillega á föstu- daginn í fremur litlum við- skiptum og kannski ekki laust við að sú mikla hækkun sem hafði orðið í vikunni hafi verið yfirskot og umfram það sem eðlilegt gat talist. Fleira vann gegn verð- tryggðu bréfunum í síðustu viku en krónan styrkist sam- fellt alla vikuna. Það kemur mönnum á óvart að nafnvaxtaferillinn er ekk- ert að hreyfast þótt spáð sé vaxtalækkunum á næsta ári. Markaðurinn er því að verð- leggja inn 11-13 prósenta raun- vexti fyrir næsta ár. Sviptingar í skuldabréfum Um 100 milljarða króna velta var á skuldabréfamarkaði í lið- inni viku og varð mikil lækkun, einkum á stuttum verðtryggð- um bréfum. Lægri verðbólga og sterkari króna höfðu áhrif. Íslendingar seldu fyrstir, útlendingar fylgdu í kjölfarið. Þ R Ó U N Á V Ö X T U N A R K R Ö F U S K U L D A B R É F A F L O K K A ( M I Ð A Ð V I Ð H A G S T Æ Ð A S T A K A U P T I L B O Ð ) 6.okt 16.okt Breyting í prósentum HFF150914 4,84 5,66 16,70% Verðtryggt HFF150224 4,39 4,88 11,20% Verðtryggt HFF150434 4,01 4,3 7,20% Verðtryggt HFF150644 3,9 4,15 6,40% Verðtryggt RIKS 15 4,21 4,65 10,50% Verðtryggt RIKB 07 13,92 13,98 0,40% Óverðtryggt RIKB 10 8,44 8,81 4,40% Óverðtryggt RIKB 13 7,75 7,8 0,60% Óverðtryggt RIKB 08 10,54 10,37 -1,60% Óverðtryggt � �� �� �� � � �� �� �� �� �� Hlutabréfasjóðir 75% Skuldabréfasjóðir 25% Sparnaður eftir þínum nótum Ávöxtunarsafnið –23,90% ávöxtun Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 01.01. 2006 til 01.10. 2006. Mjög dró úr framboði af fiski á fiskmörkuðum í síðustu viku. Tæplega 1.200 tonn af fiski seld- ust á mörkuðum en meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur á kíló. Annað eins verð hefur ekki sést í langan tíma. Til samanburðar seldust 2.614 tonn af fiski vikuna á undan og var meðal- verðið 18,27 krónum lægra. Líkt og fyrri vikur heldur ýsan toppsætinu sem söluhæsta tegundin. Fyrir kílóið af slægðri ýsu fengust 172,25 krónur, en það er 39,61 krónu hækkun á milli vikna. Þorskurinn hefur tryggt sér annað sæti. Fyrir kíló af slægð- um þorski feng- ust 242,70 krón- ur en það er 7,42 króna hækkun á milli vikna. - jab ÝSA Mjög lítið framboð var af fiski á mörkuðum í síðustu viku. Kílóverðið var því mjög hátt. Hátt verð á fiski Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því á mánu- dag að vísitala neysluverðs verði óbreytt í næsta mánuði. Gangi spárnar eftir mun 12 mánaða verðbólga hækka í 7,3 prósent sem er 0,1 prósentustigs hækkun á milli mánaða. Greiningardeild Landsbank- ans sagði í Vegvísi sínum að helstu breytingar til hækkunar væru fasteignaverð sem hækk- ar einkum vegna vaxtabreytinga. Til lækkunar komi verðlækkun á eldsneytisverði, fatnaði og skóm. Eldsneyti hefur lækkað það sem af er október, bæði hér heima og á heimsmarkaði. Ekki megi búast að eldsneyti hækki hér á landi á næstu vikum því meiri líkur eru á frekari lækkunum, að mati grein- ingardeildar Landsbankans. Greiningardeild Glitnis bætir því hins vegar við að gangi spáin eftir muni verðbólgan verða eftir sem áður fjarri 2,5 prósenta verð- bólgumarkmiði Seðlabankans. Flest bendi þó til þess að verð- bólgan hafi þegar náð hámarki og að úr henni dragi hratt á næst- unni. Spáir deildin því að verð- bólgan taki að lækka hratt. Muni hún mælast 6,7 prósent á þessu ári í heild en einungis 1,8 prósent á næsta ári, að mati greiningar- deildar Glitnis. - jab Spá óbreyttri vísitölu Viðskipti voru með stofnfjár- bréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) í síðustu viku fyrir um 28 milljónir króna að markaðsvirði á genginu 4,0 og var gengið að þeim öllum. Stofnfjáreigendur í SPRON eru nú 1.014 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Athygli vekur að Færeyingar eiga 13,59 prósent stofnfjár í SPRON. Sparisjóður Færeyja, Föroya Sparikassi, er annar af tveimur stærstu stofnfjáreigend- unum með 9,94 prósent en Spf. 14 - Ílögufélag fer með 4,98 prósent stofnfjár í SPRON. - jab Færeyskir sjóðir stórir í SPRON T Í U S T Æ R S T U Í S P R O N Fjárfestar Hlutur Föroya Sparikassi 9,94% Holt Investment Group 9,94% Tuscon Partners Corporation 8,00% Sundagarðar 5,09% VÍS 5,01% KB banki 4,98% Spf. 14 - Ílögufélag 3,65% SGP fjárfestingarfélag 2,34% Birkir Baldvinsson ehf 2,30% JP fjárfestingarfélag ehf 2,30% Bandaríska versl- anakeðjan Wal- Mart, sem er ein sú stærsta í heimi, var í síðustu viku dæmd til að greiða f y r r v e r a n d i starfsfólki sínu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum 78 milljónir banda- ríkjadala, jafnvirði rúmra 5,3 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Starfsfólkið var þvingað til að vinna í frítíma sínum, svo sem í kaffi- og matar- hléum, án þess að fá greitt fyrir það. Í dómsniðurstöðu sagði að fyrirtækið hefði brotið ríkislög með því að neita að greiða starfs- fólkinu fyrir umframvinnuna. Það voru hvorki fleiri né færri en 187.000 fyrrverandi starfsmenn Wal-Mart, sem unnu hjá fyrirtæk- inu frá því í mars árið 1997 til maí á þessu ári sem kærðu fyrirtæk- ið. Fyrrverandi starfsmaður fyrir- tækisins, sem fór fyrir þessu sam- starfsfólki sínu í málinu, sagði fyrir réttinum að hún hefði unnið í matar- og kaffihléum og jafnvel eftir lokunartíma án þess að fá nokkuð greitt fyrir. Svipað mál kom upp í Kaliforníu í Bandaríkjunum í desember í fyrra en þá var Wal-Mart dæmt til að greiða 116.000 fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 172 milljónir dala, jafnvirði tæpra 11,8 milljarða íslenskra króna, í bætur fyrir að neita þeim um matarhlé. - jab MÓTMÆLI VIÐ WAL-MART Verslanakeðjunni Wal-Mart hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að fara illa með starfsfólk sitt. MARKAÐURINN/AFP Wal-Mart braut á starfsfólki sínu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.