Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 44
■■■■ { líf og heilsa} ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■6
„Já við erum þekkt fyrir að vera
ódýrust,“ segir Aðalsteinn Stein-
þórsson, stjórnarformaður Lyfjavers
í Reykjavík, stoltur. „Við höfum verið
með lægsta verðið í síðustu þrem-
ur verðkönnunum ASÍ. Við erum
náttúrlega ekki stór, bara með eitt
apótek hérna við Suðurlandsbraut,
en samt stór á þessum vélskömmt-
unarmarkaði,“ segir hann og vísar
þar til sjálfvirkra lyfjaskömmtunar-
tækja. „Fyrirtækið byrjaði enda í
kringum það, þjónustu við dvalar-
og hjúkrunarheimili þannig að við
erum að bjóða upp á mjög vand-
aða, góða og ódýra þjónustu í okkar
apóteki fyrir þá sem þarfnast slíkrar
þjónustu.“
Aðalsteinn segir að Lyfjaveri
hafi tekist að marka sér sérstöðu í
þessari þjónustu tengdri sjálfvirkri
lyfjaskömmtun og svo með heim-
sendingarþjónustu lyfja. Um leið
er svo rekið hefðbundið apótek
við Suðurlandsbrautina þar sem
hægt er að kaupa lyf, lausasölu-
lyf, fæðubótarefni og vítamín. „Við
erum hins vegar ekki með þessar
heilsuvörulínur, snyrtivörur eða
þess háttar,“ bætir hann við. „Sér-
hæfing okkar liggur í þjónustu við
fólk sem notar töluvert magn lyfja
og við höfum byggt fyrirtækið
þannig upp að við getum veitt þá
þjónustu á mjög hagstæðu verði.“
Til marks um það bendir Aðalsteinn
á að fyrirtækið sendi fólki lyf heim
án þess að taka sérstakt gjald fyrir.
„Þetta ætluðum við reyndar að gera
um land allt en var bannað að gera
það. Við megum ekki senda lyf í
pósti út á land þar sem apótek eru
fyrir,“ segir hann og telur skjóta
nokkuð skökku við að stærri lyfja-
keðjur sem komið hafi sér fyrir úti
á landi njóti þannig verndar í lyfja-
lögum gegn samkeppni frá Lyfja-
veri. „Í lyfjalögum eru nefnilega
ákvæði sem vernda rekstur apóteka
á landsbyggðinni.“
Engu að síður telur Aðalsteinn
að Lyfjaveri hafi tekist nokkuð vel
upp í samkeppni við stærri lyfja-
keðjurnar enda sé Lyfjaver orðið
þekkt vörumerki, bæði fyrir sér-
þjónustu sína og lágt verð. Þá segir
Aðalsteinn að um lyf gildi sérstakar
álagningarreglur, en eftir því sem lyf
séu dýrari lækki álagningin. „Svig-
rúmið sem er fyrir hendi er eitthvað
í dag og við bjóðum lægra verð með
lækkun á smásöluálagningunni.
Stjórnvöld fylgja hins vegar þeirri
stefnu að draga úr smásöluálagn-
ingu sem þýðir að svigrúm minni
aðilanna minnkar og þegar upp er
staðið hefur þetta að öllum líkindum
hamlandi áhrif á samkeppni. Það er
að segja þvingunaraðgerðir í þá átt
að lækka smásöluálagningu.“ Aðal-
steinn segir að á þetta hafi hann og
fleiri smærri rekstraraðilar bent í
umræðunni, enda taki staðsetning
verslana að vega þyngra í sam-
keppninni þegar svigrúmið til að
keppa í verði minnkar. „Og þar hafa
keðjurnar komið sér í góða stöðu,“
segir hann og bendir á að þær hafi
á bak við sig fjársterk félög, Miles-
tone að baki Lyfjum og heilsu og svo
Exista að baki Lyfju.
Aðalsteinn segir helsta ásteiting-
arsteininn í rekstri smærri fyrirtækja
á lyfjamarkaði vera stefnu stjórn-
valda. „Umhverfið hér á Íslandi er
meira hamlandi en almennt gerist
á evrópska efnahagssvæðinu. Heil-
brigðisráðuneytið og stjórnvöld segj-
ast vilja auka frelsi og samkeppni, en
þegar kemur að framkvæmdinni er
allt í þá átt að frelsið víki og lengra
verði gengið í öryggiskröfum, til
dæmis í þessari vélskömmtun lyfja,
en hjá þeim þjóðum sem við miðum
okkur við. Okkar tilfinning er sú að
við höfum verið að brydda upp á
nýjungum, en stjórnvöld hafi flækst
fyrir allan tímann.“
Hefur skapað sér sérstöðu bæði í þjónustu og verði
Lyfjaver rekur eitt apótek í Reykjavík, en er um leið umfangsmikið í heimsendingu lyfja. Þá hefur Lyfjaver í þrígang reynst vera með lægsta
lyfjaverðið í könnunum Alþýðusambands Íslands. Óli Kristján Ármannsson ræddi við Aðalstein Steinþórsson, stjórnarformann Lyfjavers, sem segir
stjórnvöld flækjast fyrir samkeppni í lyfsölu hér á landi með meiri kröfum en gerðar séu í öðrum löndum.
Aðalsteinn Steinþórsson, stjórnarformaður Lyfjavers.