Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 53

Fréttablaðið - 18.10.2006, Page 53
MARKAÐURINN Roberts S. Kaplan og David P. Norton skrifuðu grein árið 1992 í tímaritið Harvard Business Review þar sem þeir kynntu til sögunnar greiningu kallaða stefnumiðað árangurs- mat eða Balanced Scorecard. Aðferðafræðin við stefnumið- að árangursmat snýst um gerð stefnukorts og skorkorts. Greiningin felst í því að búa til stefnukort og nota fjórar vídd- ir, mannauðsvídd, verklagsvídd, fjármálavídd og þjónustuvídd. Stefnukortið sýnir hvernig fyr- irtækið/stofnun stefnir að því að ná tilætluðum árangri. Þar eru markmiðin sett fram myndrænt og auðvelt er fyrir alla starfs- menn að sjá helstu markmið á einu blaði. Skorkort eru gerð með stefnukort til hliðsjónar en þar koma fram markmiðin með mælikvörðum, viðmiðum og aðgerðum. Talið er að hugmyndir að BSC hafi orðið til eftir þarfagreiningu og ráðleggingar til fyrirtækja á þessum tíma. Þá kom í ljós aukin áhersla á óáþreifanlegar auðlindir sem kallaði á þörf fyrir nýtt greiningartæki sem mældi annað en fjárhagslegan auð. Þörfin fyrir að útskýra stefnu fyrir nánast öllum starfsmönn- um fyrirtækja og stofnana átti ekki síst þátt í auknum vinsæld- um greiningarinnar. Stjórnendur gerðu sér betur grein fyrir því að starfsmenn tækju betri ákvarðanir ef þeir hefðu stefnu fyrirtækis eða stofnunar til hlið- sjónar og gætu þannig öðlast víðari skilning á viðskiptum og stefnu. Starfsmenn sjá þannig hvar þeir eru staðsettir í korti fyrirtækis og hvað þeir geta lagt af mörkum í tengslum við stefnu og markmið. Aukin áhersla á óáþreifanlega þætti og þekkingarverðmæti hafa aukið vinsældir stefnu- korta. Ekki er talið nóg að að þróa samkeppnisforskot fyrir- tækja og stofnana með áherslu á fjármálalega stöðu og áþreifan- legar eignir heldur er hæfileiki fyrirtækja og stofnana til þess að þróa og byggja upp þekk- ingarverðmæti orðinn einn meginþáttur í tilraun þeirra til að ná samkeppn- isforskoti. Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðs- stjórnun Stefnumiðað árangursmat ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Jón Skaftason, Óli Kristján Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Anna Elínborg Gunnarsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 18. OKTÓBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Ef áform ríkisstjórnarinnar um lækkun á matarverði ganga eftir verður komið skandinavískt verð á matvæli á Íslandi eftir hálft ár. Allar forsendur virðast fyrir því að svo geti orðið eftir allar þær úttektir sem gerðar hafa verið um hvernig megi færa matvæla- verð hér nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Nú síðast í skýrslu Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra sem stýrði nefnd forsætisráðherra um lækkun mat- arverðs. Til að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar skili sér í 16 prósenta lækkun matarverðs, eins og að er stefnt, er nauðsynlegt að gagnsæi verði um hvernig útreikningar á því eru fengnir. Um er að ræða aðgerðir í þremur liðum; lækkun virðisaukaskatts á matvæli í 7 prósent, afnám vörugjalda á allar matvörur nema sykur og sætindi og í þriðja lagi lækkun á innflutn- ingstollum á kjöti. Ef notaðar eru forsendur þær sem koma fram í skýrslu hagstofustjóra má ætla að afnám vörugjalda leiði til 2-3 prósenta lækkunar og breytingar á virðisaukaskatti leiði til um 9 prósenta lækkunar. Þetta þýðir að lækkun á tollum þarf að leiða til 4- 5 prósenta lækkunar á matvælum til að 16 prósenta heildarlækkun- in nái fram að ganga. Ríkisstjórnin ætlar að lækka innflutningstolla á kjöti um allt að 40 prósent. Samkvæmt mati hagdeildar ASÍ leiðir þessi aðgerð til 2-3 prósenta lækkunar á mat- arverði heimilanna, sem dugar ekki til að 16 prósenta lækkunin skili sér. Frekari aðgerða er þörf í tollamálum til að ná markmið- unum og full ástæða er til að ætla að svo verði. Enda segir í yfirlýsingu stjórnarinnar varð- andi lækkun á tollum: „Samhliða þessu [þ.e. 40 prósenta tollalækk- un] verður áfram unnið að frek- ari gagnkvæmum tollalækkun- um og bættum markaðsaðgangi gagnvart helstu viðskiptalöndum Íslands...“. Óljóst er hvað í þessu felst, en e.t.v. verða tollkvótar á kjöt afnumdir eða rýmkaðir veru- lega. FER ÁGÓÐINN Í VASA KAUPMANNA? Í umræðu um afleiðingar af lækk- uðu matarverði hafa heyrst radd- ir um að þær muni ekki skila sér til neytenda því kaupmenn muni stinga ágóðanum í eigin vasa í stað þess að neytendur fái að njóta þess í lægra verði. Þetta á eftir að koma í ljós í fyllingu tímans og getur reynslan bara skorið úr um það, enda eru gerð- ar ráðstafanir til að fylgjast vel með þróun á verði til neytenda. Hins vegar virðist þessi ótti um græðgi kaupmanna ekki vera á rökum reistur ef horft er til fyrri aðgerða til lækkunar á matar- verði. Eins og kemur fram í meðfylgj- andi mynd um samanburð á þróun vísitölu neysluverðs og verðlags á mat og drykkjarvöru kemur glöggt í ljós að verðlag á matvöru lækkaði töluvert árið 2002 þegar tollar á grænmeti voru afnumd- ir. Á meðan vísitala neysluverðs hækkaði um næstum 4 prósent á tímabilinu frá janúar 2002 til janúar 2004, þá lækkaði vísitala matar og drykkjarvöru um 4,4 prósent á sama tímabili. Ætla má að tollalækkun á grænmeti hafi valdið þessari lækkun mat- arverðs. Sambærilega niðurstöðu má einnig finna í ofangreindri skýrslu hagstofustjóra. Þar segir jafnframt að áhrif niðurfellingar á tollum á grænmeti hafi leitt til lækkunar á ávöxtum og í kjölfar- ið hafi neysla grænmetis aukist. Þetta dæmi ætti að gefa vísbend- ingu um að allar líkur eru á að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað til lækkunar á matar- verði muni skila sér til neytenda en lendi ekki í vasa kaupmanna. INNKOMA OFUR-LÁGVÖRUVERSL- ANA Thomas Svaton, framkvæmda- stjóri Samtaka sænskra dagvöru- verslana, ræddi nýlega á fundi SVÞ, Samtaka verslunar og þjón- ustu, um afleiðingar innkomu svokallaðra ofurlágvöruverslana á sænska markaðinn og átti þar við verslanir á borð við Lidl og Aldi. Sagði hann ástæðu þess að þær hefðu ekki komið til Íslands ennþá vera háa tolla og gjöld á matvæli. Ef þetta reynist rétt má gera ráð fyrir að aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til að lækka mat- arverð geti leitt til þess að ofur- lágvöruverslanir hasli sér völl í íslenskum markaði. Ef það gerist má gera ráð fyrir enn frekari lækkun á matarverði, ef miðað er við reynslu Svía. Lækkun á matvælaverði skili sér Emil B. Karlsson forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar O R Ð Í B E L G Jan. ’90 Jan. ’92 Jan. ’94 Jan. ’96 Jan. ’98 Jan. ’00 Jan. ’02 Jan. ’04 Jan. ’06 190 180 170 160 150 140 130 120 110 100 90 V Í S I T A L A V E R S L U N M A T U R D R Y K K U R Vísitala Vísitala neysluverðs Matur og drykkur Tvenn tímamót, þótt ólík séu, litu dagsins ljós í vikunni. Annað er sala FL Group á öllum hlut sínum í Icelandair. Hitt er arðgreiðsla Kaupþings, þar sem bankinn lætur frá sér hlut að verðmæti 20 milljarðar í Exista til hluthafa sinna og klippir á eignatengsl sín í fyrirtækjum þeirra bræðra Ágústs og Lýðs Guðmundssona sem verða enn sem fyrr kjölfestueigendur í bankanum. Þessi tvennu tímamót eru, þótt ólík séu, bautasteinar ákveðinn- ar sigurgöngu. FL Group hefur á skömmum tíma tekist að leysa til sín gríðarleg verðmæti með sölu fyrst á hlut sínum í EasyJet og síðan í Icelandair. Samtals nemur þessi inn- leysti hagnaður nálægt fjörutíu millj- örðum króna. Fyrsti sprettur FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar lofar góðu og vonandi verður framhald á glæsilegum árangri. Það er eins og alltaf í viðskiptum að þar sem einn sér enda sér annar upphaf. Nýir eigendur Icelandair hafa mikinn metnað fyrir hönd félagsins og munu stuðla að fram- tíðarvexti fyrirtækisins. Sigurganga Kaupþings og bræðranna í Bakkavör er lengri og hefur orðið slíka samfellu að miklar líkur eru á að enn sé einungis að baki lítill hluti mikillar göngu. Í raun eru Kaupþing og Bakkavör prýðileg dæmi um þann sköpunarmátt sem losnar úr læðingi þegar eðlileg viðskiptalögmál taka við af pólitískri miðstýringu og þrúgandi faðmlagi stjórnmála og viðskipta. Telja verður ólíklegt að fyrirtæki eins og Bakkavör hefði getað orðið jafn glæsilegt stórveldi ef ekki hefði verið fyrir hendi fjármálafyrirtæki með metnaðarfulla stjórnendur sem hvorki skeytti um ættir eða flokksskírteini. Slíkt skeytingarleysi var jú oft ekki til vinsælda fallið. Ný kynslóð sem hefur haslað sér völl í íslensku viðskiptalífi hefur lagt á aðrar og nýjar brautir. Sú vegferð er rétt að byrja og ástæða til að halda til haga að áföll munu verða á þeirri leið. Áföll eru einfaldlega hluti slíkrar veg- ferðar og líkt og í lífinu sjálfu eru áföll ein og sér ekki mælikvarði á virði ferðarinnar. Hingað til hefur allt gengið í haginn. Það er ýmsu að þakka, en er um leið vísbending um að útrás og vöxtur viðskiptalífsins byggi á útreiknaðri áhættu og þekkingu. Hagsaukinn fyrir samfélagið allt er gríðarlegur og ef okkur ber gæfa til að halda viðskiptaum- hverfinu frjálsu og forðumst að éta eigin útsæði, hefur hér verið sáð til mikils vaxtar. Sá hagnaður sem félög skila á yfirstandandi ári er meiri en sem nemur eiginfé alls fjármálakerfisins fyrir nokkrum árum. Stoðir efnahagslegrar afkomu Íslendinga hafa aldrei verið sterkari, þótt enn og um ókomna tíð verðum við á mælikvarða heimsins, bæði fá og smá. Tímamótavika í viðskiptalífinu. Tveir arðsamir endapunktar Hafliði Helgason Sigurganga Kaupþings og bræðranna í Bakkavör er lengri og hefur orðið slíka samfellu að miklar líkur eru á að enn sé einungis að baki lítill hluti mikillar göngu. Í raun eru Kaupþing og Bakkavör prýðileg dæmi um þann sköpunar- mátt sem losnar úr læðingi þegar eðlileg viðskipta- lögmál taka við af pólitískri miðstýr- ingu og þrúgandi faðmlagi stjórn- mála og viðskipta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.