Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 54

Fréttablaðið - 18.10.2006, Side 54
MARKAÐURINN Tilkynning um alvarlegt slys barst fyrir stuttu þar sem lyftari með plötubúnt olli slysi. Stjórnandi lyftarans, vanur maður, hafði verið að flytja krossviðsplötur. Smá ójafna á gólfinu varð til þess að slinkur kom á lyftarann og plötubúntið rann af göfflunum og á starfsmann sem slasaðist mjög illa. Mörg fyrirtæki nota lyftara við sína starfsemi. Mjög tíð tjón af völdum lyftara sýna að mikil þörf er á að skilgreina hvaða hættur eru fyrir hendi hjá hverju fyrirtæki fyrir sig. Hér verða nefnd nokkur dæmi um hætt- ur sem tryggingafélagið hefur greint: ■ Lyftara ekið utan í kyrrstæðar bifreiðir. Orsökin oftast sú að ökumaður lyftarans gætir ekki að því hvað er fyrir aftan lyftarann. ■ Vörur skemmast við með- höndlun lyftara. Orsökin oft- ast sú að ökumaður er ýmist óvanur, eða er að flýta sér of mikið, stundum vegna mik- ils álags, stundum vegna þess að hann sýnir kæruleysisleg vinnubrögð. ■ Vörur falla af göfflum lyft- ara og valda tjóni. Orsökin bæði óslétt gólf og stundum er vörum illa komið fyrir á göfflunum. ■ Lyftara ekið yfir fætur ann- arra starfsmanna. Orsökin sú að lyftarar eru oft hljóðlaus- ir og aðrir starfsmenn heyra ekki í þeim eða að þeir eru ekki að fylgjast með starfi. Þá eru ökumenn lyftara oft mjög uppteknir við að fylgjast með að reka ekki vörur á göfflum utan í og gæta ekki að því sem er fyrir aftan. Gult blikkandi ljós myndi draga úr þessari hættu. ■ Lyftari veldur tjóni þegar verið er að hlaða vörum í bíla. Sum fyr- irtæki bjóða upp á mjög góða þjónustu við við- skiptavini, m.a. að hlaða bíla þeirra. Lyftarar eru ekki n á k v æ m u s t u tækin til þess og ætti að fara varlega í að veita þessa þjón- ustu. Öllum starfsmönnum á lyft- urum ber að fara á sérstök nám- skeið og viljum við beina því til fyrirtækja sem nota lyftara að fylgja því eftir. Oft verða þau fyrir miklu tjóni þegar vörur skemm- ast vegna óvandaðra vinnubragða starfs- manna, m.a. sumra lyftarastjórnenda. Alvarlegast er þó þegar fólk slasast af þeirra völdum. Við hvetjum því fyr- irtæki til að setja mjög ákveðnar reglur um lyft- aranotkun og að sjá til þess að aðbúnaður sé góður við hleðslu rafgeyma, gólf séu slétt og að lyftarar séu vel sýnilegir er þeir eru í notkun. Einar Guðmundsson forstöðumaður Sjóvár forvarnahússins 13MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 S K O Ð U N Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa. Löggan kom í líki erlendra bankagreinenda og skipaði mönnum að lækka í græjun- um. Ekki var vitað til þess að neinn nágrannanna hefði kvart- að, enda sjálfir allir í partíinu. Helst var að einn svefnstyggur í Hádegismóum hefði getað hafa tekið undir kvartanirnar. Annars eru allir í stuði. Nú er sem sagt búið að hækka aftur og ég græði sem aldrei fyrr. Það er í raun ótrúlegt að ekki fleiri skuli spila á það sem auljóslega mun gerast. Tökum tvö góð dæmi af gróða mínum þessa vikuna. Ég sneri við öllum vösum og stillti mér upp í þrem- ur félögum. Kaupþingi, FL group og Glitni. Ástæðan er augljós. FL og Glitnir voru í þann veginn að klára söluna á Icelandair. Það vissu allir að það var bara daga- spursmál. „Buy on rumor sell on news“ virkaði sem aldrei fyrr. Hitt er segin saga. Íslendingar lækka aldrei verð á hlutabréfum til samræmis við arðgreiðslur. Ég hefi í mörg ár tekið stóra stöðu í Glitni, hirt arðinn og selt. Þetta hefur alltaf skilað skammtíma- hagnaði. Auðvitað gerði maður eins með Kaupþing nú og BINGÓ. Kaupþing lækkaði ekki til sam- ræmis við arðgreiðslurnar. Svo fékk maður hækkun á þeim í vikunni í bónus. Ekki slæmt það og ég keypti mér nýtt sjónvarp. Það var að koma ný kynslóð af flatskjám. Þegar maður er svona ríkur ber manni viss skylda til að snúa gangverki efnahagslífsins með því að eyða peningum. Ég gef líka í góð málefni og svo hef ég verið duglegur að kaupa list að undanförnu. Maður vill jú láta gott af sér leiða í samfélaginu. Annars lítur þetta allt ljóm- andi vel út. Hagnaðurinn streym- ir inn í fyrirtækin. Erlendu lánin á móti hlutabréfunum rýrna og mismunurinn er hreinn hagnaður. Í ljósi reynslunnar fylgist maður stíft með gjaldeyrismarkaðnum, en hann er eins og ég hef margoft sagt sá markaður sem fær blóðið í manni til að renna. Þeir sem fyrstir fatta hræringarnar þar eru þeir sem alltaf koma fyrstir í mark og þar er maður vanur að vera. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Búið að hækka í græjunum 569 7200 www.isprent.is - o rð sku lu stan d a! „...fyrir metnaðarfulla fagmenn“ „Í starfi mínu sem hönnunarstjóri hefur reynslan kennt mér að við framleiðslu á vönduðu kynningarefni getur val á prentsmiðju ráðið úrslitum um útkomuna. Íslandsprent hefur reynst mér afar vel. Prentsmiðjan ræður yfir fullkomnum tækjakosti, þar á bæ eru allir fagmenn fram í fingurgóma og búa yfir mikilli þjónustulund. Ekki sakar að miðað við gæði er verð afar hagstætt. Ég get því hiklaust mælt með Íslandsprenti fyrir metnaðarfulla fagmenn á sviði grafískrar hönnunar og aðra þá sem vilja vera stoltir af prentgripum sínum.” Gréta V. Guðmundsdóttir, hönnunarstjóri og einn af eigendum auglýsingastofunnar Fabrikan. Gréta V. Guðmundsdóttir, hönnunarstjóri. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Lyftarar – vanmetin hætta ���������������������������������� ���������������������������������� �� ����� ���� ����� ���������� ��� ��������� �� ��������� ����� ���� ����������� ����������������� ���� ������������� �������� �� ��� ������ ��� ������ �������������� � � ����� ��������� ��� ����� ���� ������ ������������� ��� ��������������� ��������������� �� ������ ����� ����� �������������� ���� ���������������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.