Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 56
H A U S MARKAÐURINN 15MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 F Y R I R TÆ K I Ingvar Kamprad, heilinn á bak við Ikea, var einungis 17 ára þegar hann stofnaði fyrirtækið árið 1943. Kamprad hafði reynd- ar gengið með hugmyndina um fyrirtækjarekstur lengi, eða allt frá barnæsku. Árangur Ikea hefur leitt til þess að Kamprad hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil. Kamprad fæddist árið 1926 á bænum Elmtaryd í sænsku Smálöndunum. Hann var ungur að árum þegar hann uppgötv- aði að hann gat keypt ódýrar eldspýtur í stórum bunkum frá Stokkhólmi og selt þær aftur í smærri einingum á lágu verði í næstu þorpum og bæjum með hagnaði. Viðskiptin döfnuðu og fyrr en varði var Kamprad litli farinn að hjóla á milli bæja með fisk, jólatrésskreytingar, fræ og síðar kúlupenna og pensla sem hann keypti fyrir hagnaðinn og seldi með sama hætti í næstu bæjum. Kamprad gekk ágætlega í skóla og þegar hann var 17 ára ákvað faðir hans að verðlauna drenginn fyrir námsárangurinn. Gjöfina nýtti Kamprad til setja á laggirnar fyrirtækið Ikea. Fyrst í stað höndlaði Ikea með penna, peningaveski, myndaramma, diskamottur og annað smálegt en fljótlega gat Kamprad ekki lengur sinnt við- skiptunum á hjólinu og brá hann því á það ráð að búa til vörulista sem viðskiptavinir gátu pantað úr. HÚSGÖGNIN KOMA Í MYNDINA Árið 1947 náði Kamprad samn- ingi við húsgagnaframleiðend- ur í heimabæ sínum og gerði það honum kleift að bjóða ódýr húsgögn á vörulista sínum. Húsgögnin slógu í gegn og fjór- um árum síðar hætti Ikea að selja annað en ódýr húsgögn. Árið 1958 voru umsvifin orðin umtalsverð. Fyrirtækið opnaði sína fyrstu verslun á árinu í bænum Älmhult. Hún var engin smásmíði, einir 6.700 fermetrar og stærsta húsgagnaverslun á Norðurlöndunum á sínum tíma. Til samanburðar var hún 2.500 fermetrum minni en verslun Ikea í Holtagörðum. Ikea hefur svo sannarlega sprungið út frá fyrstu árunum því í dag rekur fyrirtækið rúm- lega 200 verslanir í 31 landi. Hjá því starfa rúmlega 75.000 manns og hefur verið greint frá því að fyrirtækið hyggist fjölga starfs- fólki um 10.000 á næstu árum vegna mikils vaxtar. Kamprad hélt um stjórnar- taumana í Ikea allt fram til 2002. Þá var hann 76 ára og taldi tíma- bært að setjast í helgan stein og færa yfirstjórn fyrirtækisins til þriggja sona sinna. HAGSÝNN OG MOLDRÍKUR Kamprad hefur margsinnis verið á meðal ríkustu manna í heimi en í mars á þessu ári taldi bandaríska viðskiptatímaritið Forbes eignir hans nema um 28 milljörðum bandaríkjadala eða tæplega 1.800 milljörðum íslenskra króna. Kamprad hefur löngum þótt góð fyrirmynd fyrir Ikea sem flaggar hagkvæmni. Hann flutt- ist frá Svíþjóð til Epalinges í Sviss árið 1976 og hefur búið þar allar götur síðan. Þá hefur verið haft eftir honum að hann eigi fimmtán ára Volvo, ferðist með neðanjarðar- lest þegar bílnum sleppir, fljúgi á almennu farrými og hvetji starfsmenn Ikea til að endur- nýta blöð og reikninga. Rekstrarfélag Ikea, sem ávallt hefur verið í höndum Kamprad- fjölskyldunnar, hefur oft sætt gagnrýni. Fjármálaumsýsla fyr- irtækisins er í höndum sjóðs, sem skráður er í Hollandi og undir honum er meðal annars fjárfestingarbanki, sem lýtur stjórn fjölskyldunnar. Þrýst hefur verið á Kamprad að hann skrái Ikea á markað og selji það fjárfestum. Hann hefur blásið á slíkt og sagt, að öll ákvarðana- taka myndi verða mun hægvirk- ari innan veggja fyrirtækisins ef fleiri væru um hituna en hann og afkom- endur hans. INGVAR KAMPRAD Stofnandi Ikea þykir góð fyrirmynd fyrirtækisins. Þrátt fyrir mikið ríkidæmi þykir hann spar á aurinn enda ekur hann gjarnan um á gömlum Volvo. MARKAÐURINN/AFP Saga Ikea hófst með sölu á eldspýtum INGVAR KAMPRAD á gangi fyrir utan fyrstu verslunina sem opnaði í St okkhólmi í Svíþjóð. MARKAÐURINN/AFP Hótel Nordica 24. október Meðal fyrirlesara: Sigurður Einarsson Stjórnarformaður KB banka Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP Átta norræn sprotafyrirtæki kynna viðskiptaáætlanir sínar. Skráðu þig á www.seedforum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.