Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 71
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1906 Sjö hús brenna á Akureyri og um áttatíu manns missa heimili sín. 1913 Ljósahátíð er haldin á Seyðisfirði þegar rafveitan er vígð og rafljós kveikt i fyrsta sinn. 1918 Þýskur kafbátur sökkvir togaranum Nirði suðvestur af St. Kilda. Tólf manna áhöfn kemst í báta og er bjargað. 1954 Einar Jónsson myndhöggvari andast áttræður að aldri. 1968 John Lennon og Yoko Ono eru handtekin fyrir að hafa eiturlyf undir höndum. 1989 Leiðtogi Austur- Þýskalands, Erich Honecker, er neyddur til að segja af sér. KLAUS KINSKI (1926-1991) FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI Hámark leiklistarinnar er að gera út af við sjálfan sig. Leikarinn þýski er kunnastur fyrir stormasamt samstarf við leikstjórann Werner Herzog. Á þessum degi árið 1976 var Carlo Gambino, „stjóri stjóranna í mafíunni“, lagður til hinstu hvílu. Gambino sem var álitinn áhrifamesti leiðtogi innan bandarísku mafíunnar, lést á heimili sínu nokkr- um dögum fyrr úr hjarta- áfalli. Gambino fæddist á Sikiley árið 1902 og flutti til Bandaríkjanna árið 1921. Hann varð höfuð mafíufjölskyldu sinnar árið 1957. Útför hans fór fram frá kirkju í rólegu hverfi í Brooklyn. Mikill mann- fjöldi safnaðist utan við kirkjuna og þeirra á meðal voru óeinkennisklæddir lögreglumenn. Ekki var búist við vandræðum þar sem mafíufjölskyldur eru þekktar fyrir að virða friðinn á slíkum dögum. Hins vegar vildi leyniþjónustan FBI grennslast fyrir um hver yrði höfuð ættarinnar að Gamb- ino látnum. Fór svo að Paul Castellano, frændi Gambin- os, tók við stjórninni. Margir telja að persóna Don Vitos Corleone sem Marlon Brando túlkaði í myndinni Guðföðurnum hafi verið byggð á Gambino. Carlo Gambino var jarðsettur við hlið konu sinnar sem lést fimm árum áður. ÞETTA GERÐIST: 18. OKTÓBER 1976 Stjóra stjóranna fylgt til grafar Samtök íþróttafréttamanna eru fimmtíu ára í ár og fagna afmælinu í Eldborg við Bláa lónið laugardaginn 28. október. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, formanns Samtaka íþróttafrétta- manna, verður mikið um dýrðir á afmælinu, enda sannarlega tilefni til og hefur undirbúningur staðið yfir frá því í sumar. Á meðal gesta í afmælisveislunni verða íþróttafréttamenn frá Dan- mörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð og þá mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mæta á staðinn. Veislustjóri verður Hermann Gunn- arsson. Þorsteinn segir það ekki fyrir hvern sem er að vera íþróttafrétta- maður. „Þeir endast aðeins í þessu starfi sem hafa brennandi áhuga á íþróttum og þeirri spennu og oft á tíðum óvæntu atburðarrás sem fylgir starfinu. Vinnutíminn er ekki sérlega fjölskylduvænn, eða aðallega á kvöld- in og um helgar og því er þetta ekki fyrir hvern sem er,“ segir Þorsteinn. „Mér finnst reyndar merkilegt hversu litlar breytingar hafa verið á mannskap á sumum miðlum undan- farin ár sem sýnir að íþróttafrétta- menn eru ánægðir í sínu starfi, enda fjölbreytt og skemmti- legt og mikil forréttindi að starfa við sitt áhuga- mál,“ segir hann. Að sögn Þorsteins voru Samtök íþróttafréttamanna aðallega stofnuð á sínum tíma til þess að standa að kjöri Íþróttamanns ársins sem þau hafa gert með sóma allar götur síðan. Samtökin vinna einnig að ýmsum hags- munamálum fyrir félagsmenn og stuðla að aukinni samvinnu félags- manna, eins og segir í lögum samtakanna. Aðstaða íþrótta- fréttamanna á leik- vöngum og íþrótta- húsum hefur breyst til batnaðar undan- farin ár en að sögn Þorsteins er reynd- ar víðar potturinn brotinn í þeim efnum og þar ætla samtökin að beita sér meira á næstunni. Öllum fyrrverandi íþróttafréttamönnum er boðið í afmælisveisluna og vill Þorsteinn hvetja þá til þess að mæta með maka sína, en margir þjóð- þekkir aðilar hófu fjölmiðlaferil sinn sem íþróttafréttamenn. Áhugasamir skulu senda póst á netfangið thor- steinn.gunnarsson@365.is. Miðaverð fyrir fyrrverandi félaga er 2.400 krónur. freyr@frettabladid.is ÞORSTEINN GUNNARSSON: SAMTÖK ÍÞRÓTTAMANNA 50 ÁRA Brennandi áhugi á íþróttum vegur upp á móti vinnutímanum ÞORSTEINN GUNNARSSON Formaður Samtaka íþróttafréttamanna segir það ekki fyrir hvern sem er að vera íþróttafréttamaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinsemd og hlýhug við and- lát og útför Hauks D. Þórðarsonar fyrrum yfirlæknis Reykjalundar. Sérstakar þakkir færum við stjórn Reykjalundar, stjórn S.Í.B.S. og Heimahlynningu LSH. María Guðmundsdóttir Pétur Hauksson Anne Grethe Hansen Þórður Hauksson Kristjana Fenger Magnús Hauksson Hrafnhildur Guðmundsdóttir Gerður Sif Hauksdóttir Karl Benediktsson Dóra Guðrún Wild Árni Árnason barnabörn og barnabarnabörn. ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� ������������� Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma, Cecilía Kristjánsdóttir Dvalarheimilinu Fellaskjól, Grundarfirði, sem lést sunnudaginn 15. október í St. Francisku- spítalanum Stykkishólmi verður jarðsungin laugar- daginn 21. október kl. 14 í Grundarfjarðarkirkju. Kristín Jeremíasdóttir Sigurður Kristjánsson Svandís Jeremíasdóttir Ágúst Sigurðsson Áslaugur Jeremíasson Unnur Magnúsdóttir Kjartan Jeremíasson Laufey Jeremíasdóttir Stefán Björgvinsson Þórdís Jeremíasdóttir Gunnlaugur Þorláksson Hulda Jeremíasdóttir Ásgeir Valdimarsson Ásta Jeremíasdóttir Þorlákur Þorleifsson Sæunn Jeremíasdóttir Magnús Höskuldsson Dagný Jeremíasdóttir Sigurður Þorkelsson barnabörn og langömmubörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson 60 ára afmæli Ágúst G. Kristinsson Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði tækjastjóri og hafnarverkamaður er sextugur í dag. Eiður Smári Íþróttamaður ársins síðustu tvö ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.