Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 75
18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR26
menning@frettabladid.is
! Kl. 12.00Ragnheiður Ólafsdóttir, jarð-
fræðingur og umhverfisstjóri
Landsvirkjunar, heldur erindi á
Félagsvísindatorgi Háskólans á
Akureyri og ræðir um sjálfbæra
þróun á Austurlandi. Erindi sitt
flytur hún í stofu L101 á Sólborg
við Norðurslóð.
> Dustaðu rykið af...
verkum Daníils Kharm. Safn örsagna
og bréfa birtist í sérhefti Bjarts og frú
Emelíu árið 2000. Árni Bergmann tók
saman og þýddi auk þessa að skrifa
inngang um höfundinn.
Kanadíski myndlistar-
maðurinn og arkitektinn
Andrew Burgess mun
láta hrikta í stoðum
Alþingishússins í kvöld
en gjörningur hans.
„Another Þing“ fer fram
kl. 21 í kvöld. Burgess
mun varpa manngerðri
eftirmynd af arkitektúr
hússins á bygginguna
sem þá breytir um ásýnd
og verður án efa allt
annað þing. Gjörningur-
inn varir í hálfa klukku-
stund en hann er liður í listahátíðinni Sequ-
ences í Reykjavík en fjölbreytt dagskrá hennar
stendur til 28. október.
Þrennir gjörningar fara fram í miðborginni
áður en Burgess ræðst til atlögu við þinghúsið
en síðdegis í dag flytur
Gunnhildur Hauksdóttir
myndlistarmaður gjörn-
inginn „Oriental Influence“
í Nýlistasafninu kl. 17.30
ásamt Constantin Luser,
Yngve Holen og Marlie Mul
en nokkru síðar fremur
Snorri Ásmundsson gjörn-
inginn „Pyramid of Love“
á Austurvelli. Myndlistar-
maðurinn Egill Sæbjörns-
son fremur gjörning sinn
„An Idear four thwoo feet
& two hands & 4 corners” í
SAFNI á Laugavegi í kvöld kl. 19. Auk Egils koma
fram nokkrir íslenskir tónlistarmenn.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna
á heimasíðunni www.sequences.is eða hjá
Nýlistasafninu við Laugaveg.
Gjörningaveður í Reykjavík
EGILL SÆBJÖRNSSON Sýnir gjörning í SAFNI
ásamt hópi tónlistarfólks.
Breska leikskáldið Peter Morgan
gerir það gott þessa dagana. Hand-
rit hans að kvikmyndinni The
Queen fellur í kramið hjá flestum
sem sjá þessa ágætu mynd.
Leikrit hans, Frost/Nixon, á
Donmar-leikhúsinu í London geng-
ur vel og flyst á Broadway þegar
sýningum í London lýkur og er
uppselt á allar sýningarnar. Ron
Howard er búinn að kaupa kvik-
myndaréttinn.
Þann 26. október verður kvik-
mynd hans, Lord Longford, á dag-
skrá á sjónvarpsstöðinni Channel
4 en hún rekur samband Myru
Hindley, morðkvendisins alræmda
við hinn þekkta mannvin og lávarð.
Fer Samantha Marrow með hlut-
verk Myru sem var hataðasta
konan á Bretlandseyjum á síðustu
öld. Þá á Morgan handritið að
kvikmyndinni Last King of Scot-
land sem verður opnunarmynd á
kvikmyndahátíðinni í London 21.
október.
Athygli vekur að flest viðfangs-
efni sækir Morgan til fólks sem er
enn á lífi eða nýlátið, sögulegra
tíðinda í ekki svo fjarlægri fortíð.
Það komast menn upp með í öðrum
löndum. - pbb
Velgengni
leikskálds
HELEN MIRREN Í DROTTNINGUNNI
Handritshöfundurinn Peter Morgan á
góðu gengi að fagna og skirrist ekki við
að fjalla um lifandi fólk í opinberu lífi.
Sjö strika strákasaga þýska
rithöfundarins og myndlist-
armannsins Wilhelm Busch
um pörupiltana Max og
Mórits hefur skemmt kyn-
slóðum barna í tæpa hálfa
aðra öld. Bókin kom út í
íslenskri þýðingu Kristjáns
Eldjárn árið 1981 og er nú
loksins fáanleg aftur. Enda
á boðskapur sögunnar fullt
erindi við ólátabelgi í dag.
„Bókin hefur árum saman verið
mjög illilega ófáanleg. Hún kom út
í ósköp venjulegu upplagi sem
kláraðist á tilteknum tíma og síðan
hefur hún ekki sést. Ég hef stund-
um þurft að útvega mér eintök en
það hefur jafnan þurft meiri háttar
aðgerð til þess svo þetta er löngu
tímabært,“ útskýrir rithöfundur-
inn Þórarinn Eldjárn sem stendur
að endurútgáfu bókarinnar.
Faðir hans, Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður og fyrrverandi
forseti, þýddi söguna um Max og
Mórits fyrir börnin sín. Þórarinn
segist hafa verið kominn á fullorð-
ins ár þegar hún kom út en yngri
systkini sín hafi mögulega fengið
smjörþefinn af óknyttum félag-
anna fyrst barna á
Íslandi.
„Söguhetjurnar
eru afskaplega
miklir pörupiltar og
hrekkjusvín og
mörg þeirra brögð
sýna innræti sem
ekki er neitt sérstak-
lega fallegt. Það fer
heldur ekki vel fyrir
þeim á endanum en
það hefur sjálfsagt
þótt hafa mikið upp-
eldisgildi á sínum tíma
að sýna börnum hvern-
ig fer fyrir þeim sem
haga sér illa,“ segir
Þórarinn en bætir því við að fram-
setningin sé samt þess eðlis maður
taki ekki sögunni bókstaflega.
Þórarinn útskýrir að höfundur-
inn Wilhelm Busch hafi verið
afkastamikill og fræg-
ur á sinni tíð, einkum í
Þýskalandi en einnig á
Norðurlöndunum.
Faðir hans fékk
stærðarinnar bók
með úrvali teikni-
sagna hans að gjöf en
markmiðið með
útgáfu hans á þýð-
ingu sinni var ekki
aðeins að kynna
kumpánana fyrir
fleiri lesendum
heldur einnig hinn
fræga dráttlistar-
mann og orðsnill-
ing.
Þórarinn segir
föður sinn hafa verið afskaplega
vel hagmæltan og bendir á að
hann hafi fengist töluvert við
kveðskap og þýðingar. „Hann
hafði mjög gaman af kveðskap og
orti í raun mjög mikið, svona til-
fallandi í dagsins önn. Mesta stór-
virkið er líklega þýðing hans á
Norðurlandstrómet eftir Petter
Dass, heljarmikill bálkur eftir
gamalt norskt sálmaskáld sem
kom út hér á landi árið 1977. Hann
var oft að þýða að gamni sínu, ljóð
eftir ýmis góðskáld en fæst af því
hefur nokkurn tíma birst.“
Bókin um Max og Mórits er nú
gefin út í nafni minningarsjóðs
Kristjáns Eldjárns gítarleikara og
elsta sonar Þórarins sem lést árið
2002. „Okkur langaði að stofna
sjóð sem ætti að hafa það hlutverk
að veita styrki eða verðlaun til
tónlistarmanna sem skara fram úr
með einhverjum hætti,“ útskýrir
Þórarinn. Dágóð upphæð hefur
safnast í sjóðinn sem meðal ann-
ars hefur staðið fyrir minningar-
tónleikum og gefið út diskinn
„Ljóð, hljóð og óhljóð“, samstarfs-
verkefni þeirra feðga þar sem
Þórarinn les eigin ljóð við spuna-
kenndan gítarleik Kristjáns.
Þórarinn segist vonast til að
hægt sé að úthluta úr sjóðnum
næsta sumar en í því skyni verður
sett af stað svolítið átak til þess að
efla hann í vetur og er útgáfa bók-
arinnar liður í því.
„Svo þarf þessi bók auðvitað að
vera til,“ segir hann sposkur. „Það
er oft þannig með barnabækur,
gjarnan ljóðabækur, þær klárast
en eru lesnar gjörlega upp til agna
á hverju heimili en sjást svo ekki
meir. Það er ekki hugað nógu vel að
því að halda þeim í útgáfu þannig
að útgáfan nú er að sýnu leyti til-
raun til þess.“ kristrun@frettabladid.is
Af óknyttapiltunum Max og Mórits
RITHÖFUNDURINN ÞÓRARINN ELDJÁRN Barnabækur eru oft lesnar algjörlega upp til agna og sagan um Max og Mórits er svo
sannarlega ein af þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK