Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 77

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 77
 18. október 2006 MIÐVIKUDAGUR28 Ráðstefna í gær á vegum menntamálaráðuneytis og hagsmunaaðila í bókaút- gáfu og bóksölu skerpti enn á staðreyndum varðandi lestur barna og unglinga hér á landi. Ólíkt því sem spámenn hafa kyrjað á vefsíðum er lestur bóka enn tímafrekur í lífi barna á Íslandi. Enn eru ekki skýr merki um að bóklestur sé undan að láta. Tvær kynningar voru meginefni ráðstefnunnar: Ragnar F. Ólafsson og Almar M. Halldórsson lögðu þar fram athugun á lesskilningi og íslenskukunnáttu fimmtán ára barna sem byggði á rannsókninni sem kennd er við PISA og sam- ræmdum prófum í 10. bekk (árgangi 1993) og 4. og 7. bekk frá 1996. PISA-rannsóknin var saman- burðarrannsókn sem náði til 31 lands. Samræmd próf leiða í ljós að lesskilningur er mjög stöðugur. Lestur sem áhugamál pólast: fjórð- ungur krakkanna segir lestur sitt helsta áhugamál og fjórðungur lítur á lestur sem tímasóun. Tíundi hver krakki les í meira en klukku- stund daglega. Stúlkur hafa mikla yfirburði yfir drengi í lesskilningi, bæði samkvæmt samræmdum prófum og Pisa-rannsókninni og er sá munur með því mesta sem þekk- ist. Hér á landi greinast áhrif fjár- hags heimila minni hvað varðar áhrif á lesskilning sem er til marks um að menntun er ekki stéttskipt hér á landi enn sem komið er. Aftur hefur virðingarstaða foreldra hér á landi neikvæð áhrif á lesskilning. Börn einstæðra foreldra búa við lítil en jákvæð áhrif á heimilum sínum. Þá er Ísland eina landið þar sem fjöldi systkina á heimili hefur ekki neikvæð áhrif á lesskilning. Í samantekt sinni vekja máls- hefjendur athygli á að íslensk börn eru um meðallag í lesskilningi, bæði snemma í grunnskóla og seint. Tíður kvöldlestur kenni börnum að meta lestur. Menntamálaráðherra setti ráð- stefnuna í gær en ekki er vitað hvort hún hlýddi á erindin: henni mun þó vera kunnugt um yfirburði stúlkna í lesskilningi og velllíðan við lok grunnskóla. Sá vitnisburður hlýtur að hafa einhver áhrif í stefnumótun varðandi grunnskóla- stig. Strákarnir eru undir. Andrea Gerður Dofradóttir og Kristín Erla Harðardóttir gerðu grein fyrir rannsókn sinni nýrri af nálinni um lestur og viðhorf til lesturs. Sú rannsókn var unnin í rýnihópum barna. Meðal athyglis- verðra niðurstaða þeirra er að börn líta lestur þröngum skilningi: í þeirra hópi er myndasögulestur ekki talinn með og texti í sms er ekki lestur. Lestur er í þeirra huga bundinn við texta af blaði. Krakkar vilja spennusögur, en mörg þeirra lesa dagblöð að staðaldri. Öll höfðu þau búið við að lesið var fyrir þau meðan þau voru ólæs. Þau taka ekki mark á bókaauglýsingum. Lesefni sitt sækja þau á söfn, til vina og í eigin bókaeign. Þau segj- ast hafa nógan tíma til lesturs. -pbb Ríkidæmi dregur úr lestri LESIÐ FYRIR KRAKKA Í ÍSAKSSKÓLA Á ÁRLEGRI RITSMIÐJA BARNA Herdís Egilsdóttir kennari fylgist með Fífu Eik 11 ára lesa eigin sögu fyrir bekkinn sinn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 15 16 17 18 19 20 21 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Barkasöngvararnir Tracy Brown og Kendra Tagoona halda tónleika í Salnum og skemmta gestum á Kanadískum menning- ardögum í Kópavogi ásamt félögum í fjöllistahópnum Red Sky. Hópur sá skapar nútíma dans-, leik- og tónlist- aruppákomur fyrir börn og fullorðna byggðar á siðum og háttum frum- byggja.  21.00 Trúbadúrakvöld á Café Rósenberg. Fram koma Torben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Svavar Knútur Kristinsson og Brynjar Páll Rögnvaldsson.  21.00 Hljómsveitin Royal Fortune leikur á Dillon ásamt trúbadornum Helga Val. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljóðlistamaðurinn DJ Kalle Laar leikur á Nordica Hotel í tilefni af Sequences myndlistarhátíðinni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Kalle Laar vinnur jöfnum höndum með tónlist og önnur hljóð. Ókeypis aðgangur ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Ragnheiður Ólafsdóttir, jarðfræðingur og umhverfisstjóri Landsvirkjunar heldur erindi á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri og ræðir um sjálfbæra þróun á Austurlandi. Erindi sitt flyt- ur hún í stofu L101 á Sólborg við Norðurslóð. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Yfirlitssýningin Málverkið eftir 1980 stendur yfir í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. Sýningarstjórar eru dr. Halldór Björn Runólfsson og Laufey Helgadóttir.  10.00 Arna Gná Gunnarsdóttir sýnir í versluninni Aurum í Bankastræti. Sýningin er opin á þjónustutíma verslunarinnar, virka daga milli 10-18 og 11-16 á laugar- dögum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Kammerkór Lang- holtskirkju flytur tónsmíð Jóns Ásgeirssonar við ljóð Steins Steinarrs, „Tíminn og vatnið“ á Hádegistónleikum Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag. Fyrsta hluta verksins samdi Jón árið 1968, sem hann reyndar endurskoð- aði árið 1972. Fimm árum síðar lauk hann tveimur seinni hlutum verksins og endurskoð- aði þann fyrsta enn á ný Verkið, sem Jón til- einkar eiginkonu sinni Elísabetu Þorgeirsdótt- ur, var frumflutt af Hamrahlíðarkórnum rúmum tíu árum síðar en það er fyrir bland- aðan kór án undirleiks. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson en tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Tíminn og vatnið STEINN STEINARR ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ��������������������������������������������������������������� �������������� ��������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����� �������������������� �������������������������� ����������������������������������������� ��������������� ���������� ���������������������� ���������� ������������� ���������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.