Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 18.10.2006, Qupperneq 80
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 31 Rúmt ár er síðan Sandvík var hertekin af kvikmynda- gerðarfólki frá Hollywood og Clint Eastwood fyrir kvikmyndina Flags of Our Fathers. Óðum styttist í að Íslendingar fái að sjá afraksturinn af þessum rúmlega mánaðartökum á Reykjanesi. Veftímaritið About.com ræddi stuttlega við Clint Eastwood um dvölina hér á landi og hvernig þær hefðu gengið fyrir sig. Flags of Our Fathers fjallar um innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenth- al eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa banda- ríska fánann á eyjunni til merkis um sigur. Leikstjórinn aldni sagðist hafa notið þess að vera hér á landi og hrósaði landsmönnum fyrir sam- starfsvilja sinn. „Þegar fyrst var stungið upp á Íslandi gat ég ómögulega skilið hvernig það gæti gengið,“ segir Eastwood við about. com. „En þegar ég skoðaði málið enn frekar varð mér ljóst að Sand- vík á sumrin er alls ekki svo ólík Iwo Jima að vetrarlagi,“ útskýrir leikstjórinn. Flags of Our Fathers þykir koma sterklega til greina þegar Óskarsakademían sest niður og ákveður hvaða myndir hljóta tilnefningu til virtustu verð- launa bandarískrar kvikmynda- gerðar. Eastwood viðurkennir hins vegar að margt sé ólíkt með Sand- vík og Iwo Jima en hinar svörtu strendur hafi gert útslagið. „Við leituðum út um allan heima að svona svörtum ströndum – fórum til Hawaii og athuguðum hvort svona strendur væru ekki að finna í grennd við lúxushótelið 4 Sea- sons,“ segir Eastwood og hlær. „Að endingu varð ákvörðunin sú að fara til Íslands,“ segir hann. Leikstjórinn útskýrir jafn- framt hvers vegna ekki var farið til Iwo Jima. „Strendurnar þar eru helgur staður og Japanar stunda engan ferðamannaiðnað þar,“ sagði Eastwood. „Enginn fær að fara þangað án leyfis frá ríkis- stjórninni enda er talið að þar liggi um tólf þúsund hermenn,“ bætir Eastwood við og segir að sökum þessa hafi þeir ekki getað endur- skapað þær bardagasenur með til- heyrandi sprengingum sem þá langaði. „Íslendingar voru sam- starfsfúsir og þess vegna fórum við þangað,“ segir Eastwood. freyrgigja@frettabladid.is Clint ánægður með Ísland FÁNINN REISTUR Hér má sjá hvar hinir sex reisa fánann, reyndar ekki í Japan heldur á Reykjanesi. EASTWOOD Í SANDVÍK Leikstjórinn Clint Eastwood þótti taka sig vel út á tökustað og var haft á orði hversu vel á sig kominn líkamlega Eastwood var. HORFT YFIR STRENDURNAR Vafalítið eru íbúar á Reykjanesi spenntir að sjá afraksturinn og hér má sjá hvernig strendurnar líta út með aðstoð tækn- innar. ÁRÁS Íslenskir „statistar“ ráðast til atlögu gegn Japönum. Íbúar Kaupmannahafnar eru ekk- ert síður hrifnir af fyrirbærinu menningarnótt en Reykvíkingar. Því var mikill fjöldi fólks saman- kominn í miðbæ borgarinnar á föstudagskvöld enda efnt til alls kyns listatburða út um allan bæ. Á vinnustofu listakonunnar Sossu Björnsdóttur var gestum boðið upp á að virða fyrir sér íslenska list og hönnun. En ásamt Sossu sýndu þær Ásta Guðmundsdóttir fatahönnuður og Halla Bogadóttir gullsmiður hönnun sína. Verslun- armennirnir í 12 Tónum og Indriði voru einnig í hátíðarskapi og buðu Dönum upp á hangikjöt og flat- kökur í tilefni dagsins sem mælt- ist vel fyrir. Íslenskt á danskri menningarnótt TÍSKA Í KÖBEN Módelin gnæfðu yfir gestina. MARGMENNI Það var þétt staðið í húsa- garðinum þegar tískusýning á fötum frá Asta Creative Clothes fór fram. KÍKTU VIÐ MENNINGARNÓTT Þær Margrét Sumarliðadóttir og Ingunn Gylfadóttir kíktu á Sossu og félaga. FLOTTUR Gunnar Þórðarson mundaði gítarinn af alkunnri snilld. HRESSAR Aðalbjörg Sigurðardóttir, Edda Guðmundsdóttir og Stefanía Sigurðardóttir voru hressar á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/KS Leikkonurnar ungu Keira Knightley og Lindsey Lohan munu leika lesbískar ástkonur í nýrri mynd sem byggist á ævi breska ljóðskáldsins Dylan Thomas. Lohan upplýsti þetta í spjallþætti á MTV sjónvarpstöðinni og segir að Knightley muni leika hlutverk eldri manneskjunnar í myndinni og er þetta eins konar raunveru- leg sýn á hennar karakter sem ber nafnið Vera. Það er móðir Knightley, Sharman Macdonald, sem skrifar handritið að myndinni en ekki er enn ljóst hverjir munu verða í öðrum hlutverkum. Leikkonurnar eiga það sameig- inlegt að vera afar vinsælar um þessar mundir en Lohan hefur verið gagnrýnd mikið fyrir að partílifnað upp á síðkastið og að mæta of seint á tökustaði. Það er því spurning hvort Keira hafi ekki góð áhrif á partíljónið Lohan enda hefur hún ekki verið annað en til fyrirmyndar í fjölmiðlum. Leika ástkonur í nýrri bíómynd KEIRA KNIGHTLEY Leikur lesbíu í nýrri mynd sinni en móðir hennar skrifaði handritið. LINDSEY LOHAN Leikur í nýrri mynd ásamt Keiru Knightley en þar munu þær leika ástkonur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Dögg Pálsdóttir 4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Kvennakvöld miðvikudaginn 18. október Stuðningsmenn Daggar Pálsdóttur bjóða til kvennakvölds í kvöld, miðvikudaginn 18. október kl. 18 – 20, á kosningaskrifstofunni að Laugavegi 170, 2. hæð. Léttar veitingar verða bornar fram undir ljúfum tónum. Hlökkum til að sjá þig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.