Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 18.10.2006, Síða 84
MIÐVIKUDAGUR 18. október 2006 35 FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Eggert Magnússon hefði hækkað tilboð sitt í West Ham um rúmlega 3,8 milljarða íslenskra króna. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu BBC þá á upprunalegt tilboð Eggerts í félagið að hafa verið 65 milljónir punda, eða 8,3 milljarðar íslenskra króna, en því tilboði ku hafa verið hafnað. Nýtt tilboð Eggerts hljóðar upp á 75 milljónir punda, sam- kvæmt heimildum BBC, og tilboð Eggerts hljóðar einnig upp á yfir- töku á skuldum félagsins sem eru 20 milljónir punda. Í frétt BBC kemur einnig fram að Eggert muni hitta stjórn West Ham að máli síðar í vikunni. Eggert þykir hafa undirstrik- að rækilega alvarleika tilboðsins með því að ráða Mike Lee sem talsmann sinn en Lee sá um almannatengslin fyrir London er borgin sótti um að halda Ólymp- íuleikana árið 2012 og hafði sigur í því kjöri. - hbg Eggert Magnússon gefur ekkert eftir í baráttunni um völdin hjá West Ham: Talinn hafa hækkað tilboð sitt í West Ham um tæpa fjóra milljarða króna EGGERT MAGNÚSSON Hittir stjórn West Ham að máli síðar í vikunni. FÓTBOLTI Liverpool mun ekki tefla fram sínu sterkasta liði gegn Bordeaux í Frakklandi í kvöld og munar þar mest um sjálfan fyrirliðann Steven Gerrard sem getur ekki leikið vegna meiðsla. Gerrard tognaði í leiknum gegn Blackburn um helgina og er ekki búinn að jafna sig. Vonir standa þó til að hann geti leikið gegn Man. Utd næstkomandi sunnu- dag. Mohamed Sissoko og Dirk Kuyt eru báðir í hópnum þrátt fyrir smá meiðsli en Daniel Agger og Robbie Fowler eru báðir frá vegna meiðsla. - hbg Liverpool mætir Bordeaux: Gerrard ekki með Liverpool STEVEN GERRARD Meiddur og spilar ekki í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ömurlegt gengi enska landsliðsins undir stjórn Steves McClaren hefur orðið til þess að æ fleiri kalla eftir því að David Beckham verði valinn á ný í landsliðið. Þegar Steve McClaren tók við liðinu sagðist hann vilja fara nýjar leiðir en sú hugmynd hefur fallið um sjálfa sig. Beckham er búinn að létta honum lífið örlítið með því að bjóða fram krafta sína enn eina ferðina. „Það er mjög erfitt að horfa á enska landsliðið spila og geta ekki verið á vellinum að hjálpa til,“ sagði Beckham við Revista de la Liga. „Það verður erfitt þangað til ég kemst vonandi aftur í liðið.“ - hbg David Beckham: Vill komast aft- ur í landsliðið DAVID BECKHAM Er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu í landsliðinu FÓTBOLTI Hinn tékkneski mark- vörður Chelsea, Petr Cech, er kominn til meðvitundar eftir að hann höfuðkúpubrotnaði um helgina. Nánustu ættingjar og vinir eru búnir að heimsækja hann á sjúkrahúsið sem og Jose Mourinho, stjóri Chelsea, og John Terry, fyrirliði Chelsea. Faðir Cechs er ekki mjög kátur og hann vill að manninum sem slasaði son sinn, Stephen Hunt, leikmaður Reading, verði refsað grimmilega. „Þetta var ekkert slys,“ sagði Cech eldri reiður. „Hunt sparkaði viljandi í hann og Petr mun ekkert spila á þessari leiktíð.“ - hbg Petr Cech illa meiddur: Kannski frá í heilt ár PETR CECH Spilar væntanlega ekkert á þessari leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR SS-bikarkeppni karla 32 LIÐA ÚRSLIT ÍR 2-VÍKINGUR/FJÖLNIR 34-32 HK-STJARNAN 25-26 Mörk HK: Valdimar Þórsson 12/4 (18/4), Brynj- ar Valsteinsson 2 (2), Tomas Eitutis 2 (7), Ragnar Hjaltested 2 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 2 (6), Brendan Þorvaldsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Sergey Petraytis 1 (1), Árni Þórarinsson 1 (2), Augustas Strazdas 1 (7). Varin skot: Egidijus Petkevicius 11/1, Hlynur Jóhannsson 1. Mörk Stjörnunnar: Guðmundur Guðmundsson 6/2 (10/2), Patrekur Jóhannesson 6/1 (11/1), Björn Óli Guðmundsson 5 (7), Elías Már Halldórs- son 4 (9/1), David Kekelia 3 (4), Volodymir Kysil 1 (1), Björn Friðriksson 1 (3). Varin skot: Roland Eradze 16. FYLKIR 2-ÍR 20-46 KV-FH 15-37 DHL-deild kvenna STJARNAN-AKUREYRI 34-16 VALUR-GRÓTTA 29-24 ÍBV-FH 31-28 Mörk ÍBV: Valentina Radu 9, Pavla Plaminkova 6, Pavla Nevarilova 6, Andrea Löw 4, Renata Horvath 4, Hekla Hannesdóttir 1, Sæunn Magnúsdóttir 1. Mörk FH: Harpa Dögg Vífilsdóttir 7, Kamilla Opsahl 5, Marianne Marx 5, Ásta Björk Agnars- dóttir 4, Guðrún Drífa Hólmgeirsdsóttir 3, Linn Mångset 3, Hafdís Inga Hinriksdóttir 1, Ásdís Sig- urðardóttir STAÐAN GRÓTTA 6 4 0 2 162-152 8 VALUR 5 3 1 1 135-122 7 STJARNAN 4 3 0 1 128-87 6 ÍBV 5 3 0 2 137-123 6 FRAM 5 2 2 1 121-115 6 HAUKAR 3 2 0 1 88-66 4 FH 5 1 1 3 114-127 3 HK 4 1 0 3 95-128 2 AKUREYRI 5 0 0 5 94-154 0 Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL DYNAMO KIEV-LYON 0-3 0-1 Juninho (31.), 0-2 Källström (38.), 0-3 Malouda (50.). STEAUA BÚKAREST-REAL MADRID 1-4 0-1 Sergio Ramos (9.), 0-2 Raul (34.), 0-3 Robinho (56.), 1-3 Badea (64.), 1-4 Van Nistelrooy (76.). STAÐAN LYON 3 3 0 0 8-0 9 REAL MADRID 3 2 0 1 9-4 6 STEAUA B. 3 1 0 2 5-8 3 DYNAMO KIEV 3 0 0 3 2-12 0 F-RIÐILL CELTIC-BENFICA 3-0 1-0 Miller (56.), 2-0 Miller (66.), 3-0 Pearson (90.). MANCHESTER UNITED-FC KAUPM. 3-0 1-0 Scholes (39.), 0-2 O‘Shea (46.), 0-3 Richard- son (83.). STAÐAN MAN. UTD. 3 3 0 0 7-2 9 CELTIC 3 2 0 1 6-3 6 BENFICA 3 0 1 2 0-4 1 FC KAUPM. 3 0 1 2 0-4 1 G-RIÐILL PORTO-HAMBURGER SV 4-1 1-0 Lisandro Lopez (14.), 2-0 Gonzalez, víti (45.), 3-0 Postiga (69.), 4-0 Lisandro Lopez (81.), 4-1 Trochowski (89.). CSKA MOSKVA-ARSENAL 1-0 1-0 Carvalho (24.). STAÐAN CSKA MOSKVA 3 2 1 0 2-0 7 ARSENAL 3 2 0 1 4-2 6 PORTO 3 1 1 1 4-3 4 HAMBURG 3 0 0 3 2-7 0 H-RIÐILL ANDERLECHT-AC MILAN 0-1 0-1 Kaka (58.). LILLE-AEK AÞENA 3-1 1-0 Robal (64.), 1-1 Ivic (68.), 2-1 Gygax (83.), 3-1 Makoun (90.). STAÐAN AC MILAN 3 2 1 0 4-0 7 LILLE 3 1 2 0 4-2 5 ANDERLECHT 3 0 2 1 2-3 2 AEK AÞENA 3 0 1 2 2-7 1 Sænska úrvalsdeildin IFK GAUTABORG-DJURGÅRDEN 3-2 Sölvi Ottesen var á varamannabekk Djurgården en Kári Árnason lék ekki vegna meiðsla. STAÐA EFSTU LIÐA ELFSBORG 22 11 10 1 38-17 43 AIK 22 11 8 3 37-21 41 IFK GAUTAB. 22 9 8 5 38-27 35 HELSINGB. 22 9 8 5 37-27 35 MALMÖ 22 9 7 6 38-31 34 HAMMARBY 22 10 6 6 36-30 33 DJURGÅRDEN 22 9 6 7 26-22 33 KALMAR 22 9 5 8 30-24 32 GEFLE 22 8 5 9 24-32 29 GAIS 22 5 9 8 22-29 24 HANDBOLTI Stjarnan vann góðan útisigur á HK í 32 liða úrslitum í SS-bikar karla í handknattleik í gær, 26-25. HK hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til Stjörnunnar í síðari hálf- leik. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi og leikmenn HK fóru illa að ráði sínu í lok leiksins en þá fengu þeir gullið tækifæri til að jafna leikinn. Leikmenn HK mættu miklu grimmari til leiks í gær og náðu fljótlega forystu í leiknum. Stjarn- an missti HK þó aldrei langt frá sér og staðan í hálfleik var 13-10 fyrir heimamenn í HK í fyrri hálf- leik sem einkenndist af mörgum sóknarmistökum, sérstaklega af hálfu Stjörnumanna. Valdimar Þórsson fór á kostum í fyrri hálf- leiknum og skoraði átta af fyrstu ellefu mörkum HK í leiknum. Það var engu líkara en að allt annað Stjörnulið hafi mætt til leiks í síðari hálfleik. Vörnin fór að vinna betur saman hjá Stjörn- unni og sóknarleikurinn var miklu betri í þeim fyrri. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi, Stjarnan hafði yfir 25-26 og HK var með boltann þegar ein og hálf mínútu lifðu af leiknum. HK missti hins vegar boltann klaufalega frá sér og Stjarnan stóð með pálmann í höndunum. HK náði þó að vinna boltann aftur og í stað þess að fara í hraðaupphlaup reyndi Tomas Eitutis, leikmaður HK, skot af löngu færi sem Roland Eradze, markvörður Stjörnunnar, átti ekki í vandræðum með. 25-26 sigur Stjörnunar því staðreynd. Valdimar Þórsson skoraði 12 mörk fyrir HK í gær en það dugði þó ekki til. „Við spiluðum hrika- lega illa í síðari hálfleik. Við vorum kannski svolítið hrokafull- ir eftir góða byrjun í deildinni og kannski höfðum við gott af því að gera í buxurnar hér í dag,“ sagði Valdimar eftir leikinn. - dsd Stjarnan hafði betur gegn HK í hörkuleik í SS-bikar karla í handknattleik í gær: Dýr mistök HK í lok leiksins UNNU SEM ÞJÁLFARAR Patrekur Jóhannesson og Konráð Olavsson stýrðu Stjörnu- mönnum til sigurs í gær en þeir hafa tímabundið tekið við sem þjálfarar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Það var að venju fjör í leikjum gærkvöldsins í meistara- deild Evrópu er þriðja umferð riðlakeppninnar hófst. Línur eru teknar að skýrast. Manchester United er svo gott sem komið áfram úr sínum riðli og þá er staða Lyon einnig sterk en bæði lið hafa unnið alla sína þrjá leiki. Sigurganga Arsenal var stöðv- uð í Moskvu í gær þar sem heima- menn í CSKA unnu 1-0 sigur á Lundúnaliðinu. Miðvallarleikmað- urinn brasilíski í CSKA Moskvu, Daniel Carvalho, skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu. Leikmenn Arsenal komu bolt- anum reyndar tvívegis í netið en alltaf var markið dæmt af. Í síð- asta skiptið var hendi dæmd á Thierry Henry en dómari leiksins vildi meina að Henry hefði lagt boltann fyrir sig með höndinni. Henry var áminntur í kjölfarið. Bæði Kolo Toure og Vagner Love skoruðu mörk fyrir sín lið sem voru dæmd af. Arsenal hafði unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum fyrir gærdaginn, þar á meðal gegn Hamburger SV og Porto í meist- aradeildinni. Þeir ensku virðast einnig eiga erfitt uppdráttar í Moskvu en í þremur leikjum síðan 1982 hefur Arsenal tapað tvívegis og gert eitt jafntefli í borginni. Sigur CSKA þýddi að liðið er komið á topp G- riðils. Manchester United vann frem- ur auðveldan sigur á dönsku meisturunum í FC Kaupmanna- höfn sem geta þakkað markverði sínum, Jesper Christiansen, að hafa ekki beðið enn stærri ósig- urs. Christiansen fékk reyndar á sig klaufalegt mark undir lok leiksins en hafði fram að því varið glæsilega oftar en einu sinni. Dan- irnir börðust hetjulega þrátt fyrir mótlætið en þrátt fyrir að Ryan Giggs, Gary Neville eða Rio Ferd- inand voru ekki með United voru þeir nokkrum númerum of litlir. Lyon er á hörkusiglingu í meist- aradeildinni og með fullt hús stiga og markatöluna 8-0 eftir fyrstu þrjá leikina. Í gær vann liðið Dynamo Kiev á útivelli, 3-0. Celtic vann svo góðan heimasigur á Ben- fica, 3-0, og er á góðri leið með að fylgja Manchester United í 16- liða úrslitin. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is SVEKKTUR Thierry Henry trúir ekki ákvörðun dómarans að dæma mark sitt ólöglegt. NORDIC PHOTOS/GETTY Arsenal tapaði í Moskvu Þriðja umferð meistaradeildar Evrópu hófst í gær með átta leikjum. Keppt var í fjórum riðlum og eftir leiki gærkvöldsins eiga þrjú toppliðanna eftir að fá mark á sig. Arsenal missti hins vegar sitt toppsæti og fékk á sig sín fyrstu mörk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.