Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 89
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ����������������� FYRIR rúmri viku birtist leiðari í Fréttablaðinu með fyrirsögninni „Ótímabær spá um dauða dag- blaða“. Þar var glaðst yfir vel- gengni Fréttablaðsins og rifjaðir upp þeir tímar þegar Morgunblað- ið bar höfuð og herðar yfir önnur blöð. Í leiðaranum stóð meðal ann- ars: „Morgunblaðið, þessi hartnær aldargamla stofnun, hafði um ára- bil gnæft yfir öðrum dagblöðum; sveif líkt og í 33 þúsund fetum skýjum ofar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af samkeppni við aðra prentmiðla sem börðust um í ókyrrara lofti nær jörðu. Þó liðu ekki nema um átján mánuðir þar til mælingar sýndu að fleiri lásu Fréttablaðið að jafnaði en gamla risann.“ ÉG skautaði yfir leiðarann og las mig svo áfram í gegnum blaðið. Loks staldraði ég við fasteigna- auglýsingu sem fullyrti að Vætta- borgir væru frábær staðsetning. Ég var að innbyrða rökstuðning- inn fyrir því þegar ég rak augun í síðuna við hliðina. Þar beið mín aldeilis óvænt efni, ljóð eftir Matthías Johannessen. Haustljóð um vorið heitir það og naut þarna fulltingis ljósmynda af litasynfón haustsins. ÞAÐ er ekki oft sem mér hrýtur vísa af vörum en þarna gerðist það. Ég ætlaði að fara að segja eitt- hvað allt annað, biðja eiginmann- inn um að rétta mér lýsið eða banna syni mínum að standa upp í stólnum, en í staðinn kom þetta: Risinn lúni laut í gras lengur fékk ei staðið. Moggaskáldið Matthías mælti í Fréttablaðið. SÚ var tíðin að hér rann ekki upp sú hátíð að Matthías skellti ekki viðeigandi ljóði eftir sig í Morgun- blaðið – sem hann ritstýrði sjálfur. Jafnvel eftir að hann hætti sem rit- stjóri hefur mátt finna þar eftir hann stöku ljóð. Mér finnst ég all- tént nýbúin að sjá þar eitthvað eftir hann um Þingvelli. ÞÁ fyrst áttaði ég mig á leiðaran- um. Velgengni Fréttablaðsins er svo mikil að þeir hafa tekið Matthías herfangi. Sem almennur lesari hefði mér samt þótt eiga betur við að Fréttablaðið kæmi sér upp sínu eigin skáldi sem gæti þá ort í blaðið við árstíðaskipti og önnur hátíðleg tilefni. Svo mætti færa af skáldinu alls kyns fréttir smáar sem stórar. Til að mynda gæti blaðið sagt frá því þegar skáldinu yrði boðið á bók- menntahátíðina í Edinborg, síðan að það sé á leiðinni þangað og loks að það sé komið út. Þegar Frétta- blaðið tekur að leika þetta eftir Morgunblaðinu vil ég fyrir alla muni benda því á að muna að segja okkur frá því þegar skáldið snýr aftur heim. Annars fer maður að óttast um það og sér það alltaf fyrir sér ranglandi í reiðileysi um ókunna borg þar sem enginn veit hver það er og sjálft þekkir það fáa. Skáld eru auðvitað best geymd heima hjá sér. Nýjasta herfangið Garðabær Kópavogur Reykjavík Hafnarfjörður G ra fa vo gu r G ra fa vo gu r Ljósmyndasýning Rebekku er skipulögð þannig að ef þú ekur ákveðnar leiðir sérðu alla sýninguna. Ein leiðin er Hafnarfjörður í Kópavog eftir Hafnarfjarðarvegi. Önnur úr Grafarvogi, yfir Gullinbrú, eftir Miklubraut og Kringlumýrarbraut í Kópavog. Sú þriðja úr Vesturbænum, eftir Hringbraut/Miklubraut og Kringlumýrarbraut í Kópavog. Einnig geturðu notið sýningarinnar gangandi í miðborg Reykjavíkur, leggur upp frá Lækjargötu og endar á Ingólfstorgi. Njóttu vel. Taktu eftir ljósmyndasýningu Rebekku Guðleifsdóttur á strætisvagnaskýlum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Gefðu þér tíma. Svalaðu forvitninni og njóttu. Þá gerist undrið Læk jarga ta Aða lstræ ti Póst húss træt i Austurstræti Austurstræti Kirkjustræti Vonarstræti Reykjavík miðbær 12 34 5 6 9 til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 33 67 0 10 /2 00 6 Skilagjaldið er 10 krónur Knarrarvogi 4, Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.