Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 2
2 19. október 2006 FIMMTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Eru stórhveli stórmáltíð?
„Betra kjöt er ekki fáanlegt í veröld-
inni. Ég bíð spenntur eftir að það
komi aftur á markað.“
Úlfar Eysteinsson er matreiðslumeistari
á Þremur frökkum. Hann er einn þeirra
sem gleðst yfir að fá stórhveli aftur á
markað en þau hafa ekki verið veidd
síðan 1989.
KAUPMANNAHÖFN, AP Fredrik
Reinfeldt, nýbakaður forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að
nýju ríkisstjórnina ættu menn að
dæma af verkum hennar, en ekki
af því að tveir ráðherrar hennar
hefðu sagt af sér strax á fyrstu
dögum stjórnarinnar.
„Það sem skiptir máli er sá
árangur sem við náum í mála-
flokkum á borð við atvinnuleysi
og þróun velferðarríkisins.“
Þetta sagði Reinfeldt í
Kaupmannahöfn í gær, þar sem
hann hitti að máli starfsbróður
sinn, Anders Fogh Rasmussen. - gb
Forsætisráðherra Svíþjóðar:
Vill að verkin
verði látin tala
SJÁVARÚTVEGUR Í skýrslu alþjóða-
hafrannsóknaráðsins, sem opin-
beruð verður á morgun, er lagt til
að þorskveiði verði bönnuð í Norð-
ursjó. Gripið er til aðgerðanna
vegna þess að hrygningarstofn
þorskstofnsins í Norðursjó er
kominn niður fyrir 36 þúsund
tonn, en samkvæmt áætlun sem
Evrópusambandið og norsk yfir-
völd gerðu með sér átti að grípa
til aðgerða ef stofninn færi niður
fyrir 70 þúsund tonn.
Björn Ævar Hreinsson, for-
stöðumaður veiðiráðgjafarsvið
Hafrannsóknarstofnunar og einn
þeirra sem tekið hefur þátt í
vinnslu skýrslunnar sem opinber-
uð verður á morgun, segir þessa
niðurstöðu ekki koma á óvart en
líklegt má telja að hún hafi tölu-
verð áhrif veiðivenjur þeirra
þjóða sem veitt hafa í Norðursjó.
„Evrópusambandið og norsk yfir-
völd hafa komið sér saman um
nýtingarstefnu á þorski í Norður-
sjó, sem útlistuð er í sex liðum í
áætlun sem kynnt verður á morg-
un,“ segir Björn en bannið byggir
á áætlun sem Evrópusambandið
og norsk yfirvöld hafa gert. Árið
2004 samþykktu sömu aðilar áætl-
un um enduruppbyggingarstefnu
þorskstofnsins í Norðursjó. Í
henni segir að grípa verði til
harkalegra aðgerða ef hrygning-
arstofn þorsksins í Norðursjó fer
niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er
ekki tilgreint í áætluninni hverjar
þær aðgerðir eru, en vísindamenn
á vegum alþjóðahafrannsókna-
ráðsins meta það sem svo að
hrygningarstofn þorsksins sé um
36 þúsund tonn nú. Á grundvelli
þessa er lagt til, að veiði á þorski í
Norðursjó verði bönnuð.“
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra telur að þessi tíð-
indi gætu vakið umræðu um
þorskstofninn á heimsvísu. Í
þeirri umræðu þurfi að vinna að
því að koma sjónarmiðum Íslend-
inga á framfæri. „Þetta gæti kall-
að fram umræðu, sem haldið
hefur verið á lofti af talsmönnum
World Wildlife Fund, þar sem fólk
er hvatt til þess að borða ekki
þorsk þar sem það sé fisktegund í
útrýmingarhættu. Svar okkar við
því er að reyna draga fram sér-
stöðu íslenska þorskstofnsins,“
segir Einar. Hann segist jafn-
framt hafa þá trú að verðið á
þorski á heimsmarkaði gæti
hækkað vegna þessara breytinga
á veiðitilhögun í Norðursjó. „Þetta
gæti haft þau áhrif að framboðið á
þorski á heimsmarkaði minnkaði
umtalsvert sem síðan skilaði sér í
hærra verði. Á þeim forsendum
gætu þessar breytingar verið
jákvæðar fyrir okkur Íslendinga,
en það er enn svolítið óljóst.“
magnush@frettabladid.is
Vilja banna veiðar á
þorski í Norðursjó
Lagt er til í skýrslu sem opinberuð verður á morgun að þorskveiði í Norðursjó
verði bönnuð. Hrygningarstofninn er nú 36 þúsund tonn. Gæti þýtt verðhækk-
anir á heimsmarkaði sem hefðu jákvæð áhrif hér, segir sjávarútvegsráðherra.
SPÆNSKIR SJÓMENN AÐ STÖRFUM Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó
muni hafa áhrif á veiðvenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópu-
sambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér. NORDICPHOTOS/AFP
TÍMAMÓT Sólveig Pálsdóttir frá
Svínafelli í Öræfum er nú elsti
Íslendingur sögunnar. Sólveig
varð 109 ára þann 20. ágúst síð-
astliðinn og varð því 109 ára og
59 daga gömul í gær.
Aðeins einn íslendingar hefur
náð 109 ára aldri fyrir utan Sól-
veigu en það var Guðfinna Ein-
arsdóttir frá Leysingjastöðum í
Dalasýslu sem lést 1. apríl síðast-
liðinn.
Sólveig hefur dvalið á Hjúkr-
unarheimili Suðausturlands frá
96 ára aldri og hélt hún upp á dag-
inn í hópi vina og vandamanna.
Efnt var til kaffiveislu í tilefni
dagsins.
Jóhanna Gunnarsdóttir, dóttir
Sólveigar, segir að heilsa móður
sinnar sé ágæt miðað við aldur en
að sjón, heyrn og minni að bila.
„Móðir mín ólst upp á Hofi í
Öræfum en bjó lengst af á Svína-
felli ásamt föður mínum Gunnari
Jónssyni en hann lést árið 1967.
Þau hjónin eignuðust sjö börn
sem eru öll á lífi.“
Jóhanna segir áhugamál
móður sinnar lengst af hafa verið
bústörf ásamt lestri. Hún segir
að sennilega megi þakka reglu-
sömu líferni móður sinnar þann
háa aldur sem hún hefur náð.
Afkomendur Sólveigar eru um
70 talsins. - hs
Sólveig Pálsdóttir hefur náð þeim áfanga að vera elsti Íslendingur allra tíma:
Elsti Íslendingur allra tíma
ELSTI ÍSLENDINGURINN Sólveig Pálsdóttir ásamt börnum sínum Guðlaugi og
Jóhönnu.
UMFERÐARÓHAPP Ekið var á tvær
konur sem voru á göngu á
Miklubraut í gærmorgun. Fyrra
óhappið varð rétt fyrir átta er
kona var að fara yfir götu á
gatnamótum Kringlumýrarbraut-
ar og Miklubrautar. Hún var flutt
á slysadeild með áverka, sem
reyndust ekki vera alvarlegir.
Seinna óhappið var við
Reykjahlíð um hálf níu, um
hálftíma eftir fyrra óhappið.
Konan var þá á göngu yfir
gangbraut við Miklatún. Hún var
flutt á slysadeild Landspítalans
og reyndist nokkuð marin og
tognuð, en án alvarlega áverka.
Hluta Miklubrautar var lokað
vegna slysanna tímabundið. - mh
Keyrt á vegfarendur:
Ekið á tvo með
skömmu millibili
REINFELDT OG RASMUSSEN Þeir hittust í
Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FINNLAND, AP Finnskir réttar-
meinafræðingar hafa fundið
fjöldagröf nærri bænum
Lappeenranta (Villmanstrand) í
Suðaustur-Finnlandi, þar sem
líkamsleifar að minnsta kosti tíu
manna liggja.
„Það lítur út fyrir að hinir
látnu hafi verið grafnir allir á
sama tíma ... og ekki í líkkist-
um,“ segir Helena Ranta,
meinafræðingur við Helsinki-
háskóla.
Ráðist var í að grafa á þessum
stað til að kanna hvað hæft væri
í óstaðfestum frásögnum af því
að liðhlaupar úr finnska hernum
hefðu verið skotnir á þessum
slóðum í „framhaldsstríðinu“
svonefnda, sem Finnar háðu við
Sovétríkin 1941–1944. - aa
Fjöldagröf finnst í Finnlandi:
Hugsanlega lík
liðhlaupa
SVÍÞJÓÐ, AP Fjörutíu og fjögurra
ára gamall Svíi var í gær dæmdur
fyrir að hafa ólöglega deilt tónlist
á netinu með öðrum og var gert að
greiða tuttugu þúsund sænskar
krónur í sekt, eða um 185 þúsund
íslenskar krónur.
Svíinn var fundinn sekur um að
leyfa öðrum að hlaða niður fjórum
lögum, þó að grunur hafi leikið á
að hann hafi heimilað öðrum
aðgang að 13.000 lögum. Lög um
höfundarrétt voru hert í Svíþjóð í
fyrra og síðan hafa sænskir
dómstólar sektað nokkra menn
fyrir að deila kvikmyndum með
öðrum, en þetta var í fyrsta sinn
sem sektað var fyrir tónlist. - smk
Svíi á netinu:
Sektaður fyrir
að deila tónlist
PRÓFKJÖR Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri hefur ákveðið að gefa
kost á sér í 6.-8. sæti í prófkjöri
Samfylkingar-
innar í
Reykjavík.
Þórhildur
hefur ekki
gegnt störfum
fyrir Samfylk-
inguna en var
ein af stofn-
endum
Kvennafram-
boðsins og var
varaborgar-
fulltrúi fyrir
Kvennaframboðið á tímabilinu
1982-1990. Þá hefur Þórhildur
einnig setið í borgarstjórn.
Þórhildur var leikhússjóri
Borgarleikhússins árin 1996-2000.
Síðan þá hefur hún unnið ýmis
störf og nú síðast leikstýrði hún
fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. - hs
Prófkjör Samfylkingarinnar:
Gefur kost á sér
í 6.-8. sætið
ÞÓRHILDUR
ÞORLEIFSDÓTTIR
MÁLFAR Ara Páli Kristinssyni, for-
stöðumanni Íslenskrar málstöðv-
ar, þykir miður að á varðskipinu
Tý standi Coast Guard í stað
íslenskrar áletrunar.
Skipið er nýkomið úr slipp í
Póllandi en þegar það hélt utan
stóð á því Landhelgisgæslan.
Jóhann Baldursson, upplýs-
ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar,
segir skipið merkt upp á ensku til
að auðvelda útlendingum að þekkja
það. „Íslendingar þekkja varðskip-
in en þetta er gert fyrir útlendinga
sem fara um lögsöguna.“
Ari Páll Kristinsson segir þetta
miður þar sem varðskip séu á viss-
an hátt framlína íslenska ríkisins.
„Því er svolítið sérstakt að þeim
sem sigla inn í íslensku landhelg-
ina skuli vera heilsað á tungumáli
sem ekki er opinbert í þessu ríki.“
Ari Páll veltir einnig fyrir sér
hversu vel þetta gagnist erlendum
sjófarendum. „Það er spurning
hversu vel Spánverjar eða Lettar,
svo dæmi séu tekin, skilja ensk-
una; hvort þeir skilji hana eitthvað
betur en íslenskuna.“
Kristinn H. Gunnarsson, þing-
maður Framsóknarflokks, hefur
sent dómsmálaráðherra fyrirspurn
um málið. Hann spyr hverju enska
merkingin sæti og hvort lögreglu-
bílar og lögreglustöðvar verði
framvegis merkt á ensku. - bþs
„Coast Guard“ merking varðskipsins Týs vekur athygli og er gagnrýnd:
Gert fyrir erlenda sjófarendur
COAST GUARD Varðskipið Týr er merkt
upp á ensku í stað íslensku.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON