Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 2
2 19. október 2006 FIMMTUDAGUR SPURNING DAGSINS Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Eru stórhveli stórmáltíð? „Betra kjöt er ekki fáanlegt í veröld- inni. Ég bíð spenntur eftir að það komi aftur á markað.“ Úlfar Eysteinsson er matreiðslumeistari á Þremur frökkum. Hann er einn þeirra sem gleðst yfir að fá stórhveli aftur á markað en þau hafa ekki verið veidd síðan 1989. KAUPMANNAHÖFN, AP Fredrik Reinfeldt, nýbakaður forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að nýju ríkisstjórnina ættu menn að dæma af verkum hennar, en ekki af því að tveir ráðherrar hennar hefðu sagt af sér strax á fyrstu dögum stjórnarinnar. „Það sem skiptir máli er sá árangur sem við náum í mála- flokkum á borð við atvinnuleysi og þróun velferðarríkisins.“ Þetta sagði Reinfeldt í Kaupmannahöfn í gær, þar sem hann hitti að máli starfsbróður sinn, Anders Fogh Rasmussen. - gb Forsætisráðherra Svíþjóðar: Vill að verkin verði látin tala SJÁVARÚTVEGUR Í skýrslu alþjóða- hafrannsóknaráðsins, sem opin- beruð verður á morgun, er lagt til að þorskveiði verði bönnuð í Norð- ursjó. Gripið er til aðgerðanna vegna þess að hrygningarstofn þorskstofnsins í Norðursjó er kominn niður fyrir 36 þúsund tonn, en samkvæmt áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfir- völd gerðu með sér átti að grípa til aðgerða ef stofninn færi niður fyrir 70 þúsund tonn. Björn Ævar Hreinsson, for- stöðumaður veiðiráðgjafarsvið Hafrannsóknarstofnunar og einn þeirra sem tekið hefur þátt í vinnslu skýrslunnar sem opinber- uð verður á morgun, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart en líklegt má telja að hún hafi tölu- verð áhrif veiðivenjur þeirra þjóða sem veitt hafa í Norðursjó. „Evrópusambandið og norsk yfir- völd hafa komið sér saman um nýtingarstefnu á þorski í Norður- sjó, sem útlistuð er í sex liðum í áætlun sem kynnt verður á morg- un,“ segir Björn en bannið byggir á áætlun sem Evrópusambandið og norsk yfirvöld hafa gert. Árið 2004 samþykktu sömu aðilar áætl- un um enduruppbyggingarstefnu þorskstofnsins í Norðursjó. Í henni segir að grípa verði til harkalegra aðgerða ef hrygning- arstofn þorsksins í Norðursjó fer niður fyrir 70 þúsund tonn. Það er ekki tilgreint í áætluninni hverjar þær aðgerðir eru, en vísindamenn á vegum alþjóðahafrannsókna- ráðsins meta það sem svo að hrygningarstofn þorsksins sé um 36 þúsund tonn nú. Á grundvelli þessa er lagt til, að veiði á þorski í Norðursjó verði bönnuð.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra telur að þessi tíð- indi gætu vakið umræðu um þorskstofninn á heimsvísu. Í þeirri umræðu þurfi að vinna að því að koma sjónarmiðum Íslend- inga á framfæri. „Þetta gæti kall- að fram umræðu, sem haldið hefur verið á lofti af talsmönnum World Wildlife Fund, þar sem fólk er hvatt til þess að borða ekki þorsk þar sem það sé fisktegund í útrýmingarhættu. Svar okkar við því er að reyna draga fram sér- stöðu íslenska þorskstofnsins,“ segir Einar. Hann segist jafn- framt hafa þá trú að verðið á þorski á heimsmarkaði gæti hækkað vegna þessara breytinga á veiðitilhögun í Norðursjó. „Þetta gæti haft þau áhrif að framboðið á þorski á heimsmarkaði minnkaði umtalsvert sem síðan skilaði sér í hærra verði. Á þeim forsendum gætu þessar breytingar verið jákvæðar fyrir okkur Íslendinga, en það er enn svolítið óljóst.“ magnush@frettabladid.is Vilja banna veiðar á þorski í Norðursjó Lagt er til í skýrslu sem opinberuð verður á morgun að þorskveiði í Norðursjó verði bönnuð. Hrygningarstofninn er nú 36 þúsund tonn. Gæti þýtt verðhækk- anir á heimsmarkaði sem hefðu jákvæð áhrif hér, segir sjávarútvegsráðherra. SPÆNSKIR SJÓMENN AÐ STÖRFUM Óljóst er hvort bann við þorskveiðum í Norðursjó muni hafa áhrif á veiðvenjur í íslenskri lögsögu. Bannið byggir á áætlun sem Evrópu- sambandið og norsk yfirvöld gerðu með sér. NORDICPHOTOS/AFP TÍMAMÓT Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum er nú elsti Íslendingur sögunnar. Sólveig varð 109 ára þann 20. ágúst síð- astliðinn og varð því 109 ára og 59 daga gömul í gær. Aðeins einn íslendingar hefur náð 109 ára aldri fyrir utan Sól- veigu en það var Guðfinna Ein- arsdóttir frá Leysingjastöðum í Dalasýslu sem lést 1. apríl síðast- liðinn. Sólveig hefur dvalið á Hjúkr- unarheimili Suðausturlands frá 96 ára aldri og hélt hún upp á dag- inn í hópi vina og vandamanna. Efnt var til kaffiveislu í tilefni dagsins. Jóhanna Gunnarsdóttir, dóttir Sólveigar, segir að heilsa móður sinnar sé ágæt miðað við aldur en að sjón, heyrn og minni að bila. „Móðir mín ólst upp á Hofi í Öræfum en bjó lengst af á Svína- felli ásamt föður mínum Gunnari Jónssyni en hann lést árið 1967. Þau hjónin eignuðust sjö börn sem eru öll á lífi.“ Jóhanna segir áhugamál móður sinnar lengst af hafa verið bústörf ásamt lestri. Hún segir að sennilega megi þakka reglu- sömu líferni móður sinnar þann háa aldur sem hún hefur náð. Afkomendur Sólveigar eru um 70 talsins. - hs Sólveig Pálsdóttir hefur náð þeim áfanga að vera elsti Íslendingur allra tíma: Elsti Íslendingur allra tíma ELSTI ÍSLENDINGURINN Sólveig Pálsdóttir ásamt börnum sínum Guðlaugi og Jóhönnu. UMFERÐARÓHAPP Ekið var á tvær konur sem voru á göngu á Miklubraut í gærmorgun. Fyrra óhappið varð rétt fyrir átta er kona var að fara yfir götu á gatnamótum Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar. Hún var flutt á slysadeild með áverka, sem reyndust ekki vera alvarlegir. Seinna óhappið var við Reykjahlíð um hálf níu, um hálftíma eftir fyrra óhappið. Konan var þá á göngu yfir gangbraut við Miklatún. Hún var flutt á slysadeild Landspítalans og reyndist nokkuð marin og tognuð, en án alvarlega áverka. Hluta Miklubrautar var lokað vegna slysanna tímabundið. - mh Keyrt á vegfarendur: Ekið á tvo með skömmu millibili REINFELDT OG RASMUSSEN Þeir hittust í Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FINNLAND, AP Finnskir réttar- meinafræðingar hafa fundið fjöldagröf nærri bænum Lappeenranta (Villmanstrand) í Suðaustur-Finnlandi, þar sem líkamsleifar að minnsta kosti tíu manna liggja. „Það lítur út fyrir að hinir látnu hafi verið grafnir allir á sama tíma ... og ekki í líkkist- um,“ segir Helena Ranta, meinafræðingur við Helsinki- háskóla. Ráðist var í að grafa á þessum stað til að kanna hvað hæft væri í óstaðfestum frásögnum af því að liðhlaupar úr finnska hernum hefðu verið skotnir á þessum slóðum í „framhaldsstríðinu“ svonefnda, sem Finnar háðu við Sovétríkin 1941–1944. - aa Fjöldagröf finnst í Finnlandi: Hugsanlega lík liðhlaupa SVÍÞJÓÐ, AP Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi var í gær dæmdur fyrir að hafa ólöglega deilt tónlist á netinu með öðrum og var gert að greiða tuttugu þúsund sænskar krónur í sekt, eða um 185 þúsund íslenskar krónur. Svíinn var fundinn sekur um að leyfa öðrum að hlaða niður fjórum lögum, þó að grunur hafi leikið á að hann hafi heimilað öðrum aðgang að 13.000 lögum. Lög um höfundarrétt voru hert í Svíþjóð í fyrra og síðan hafa sænskir dómstólar sektað nokkra menn fyrir að deila kvikmyndum með öðrum, en þetta var í fyrsta sinn sem sektað var fyrir tónlist. - smk Svíi á netinu: Sektaður fyrir að deila tónlist PRÓFKJÖR Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 6.-8. sæti í prófkjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. Þórhildur hefur ekki gegnt störfum fyrir Samfylk- inguna en var ein af stofn- endum Kvennafram- boðsins og var varaborgar- fulltrúi fyrir Kvennaframboðið á tímabilinu 1982-1990. Þá hefur Þórhildur einnig setið í borgarstjórn. Þórhildur var leikhússjóri Borgarleikhússins árin 1996-2000. Síðan þá hefur hún unnið ýmis störf og nú síðast leikstýrði hún fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. - hs Prófkjör Samfylkingarinnar: Gefur kost á sér í 6.-8. sætið ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR MÁLFAR Ara Páli Kristinssyni, for- stöðumanni Íslenskrar málstöðv- ar, þykir miður að á varðskipinu Tý standi Coast Guard í stað íslenskrar áletrunar. Skipið er nýkomið úr slipp í Póllandi en þegar það hélt utan stóð á því Landhelgisgæslan. Jóhann Baldursson, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir skipið merkt upp á ensku til að auðvelda útlendingum að þekkja það. „Íslendingar þekkja varðskip- in en þetta er gert fyrir útlendinga sem fara um lögsöguna.“ Ari Páll Kristinsson segir þetta miður þar sem varðskip séu á viss- an hátt framlína íslenska ríkisins. „Því er svolítið sérstakt að þeim sem sigla inn í íslensku landhelg- ina skuli vera heilsað á tungumáli sem ekki er opinbert í þessu ríki.“ Ari Páll veltir einnig fyrir sér hversu vel þetta gagnist erlendum sjófarendum. „Það er spurning hversu vel Spánverjar eða Lettar, svo dæmi séu tekin, skilja ensk- una; hvort þeir skilji hana eitthvað betur en íslenskuna.“ Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks, hefur sent dómsmálaráðherra fyrirspurn um málið. Hann spyr hverju enska merkingin sæti og hvort lögreglu- bílar og lögreglustöðvar verði framvegis merkt á ensku. - bþs „Coast Guard“ merking varðskipsins Týs vekur athygli og er gagnrýnd: Gert fyrir erlenda sjófarendur COAST GUARD Varðskipið Týr er merkt upp á ensku í stað íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.