Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 41

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 41
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 9 Ekki þurfa allar plöntur að láta mikið yfir sér til að vera vinsælar og eftirsóttar pottaplöntur. Það sann- ast á húsfriðnum. Allt er smátt, eiginlega í örskala, en í miklum mæli. Húsfriður hefur haldið vinsæld- um sem pottaplanta í margar aldir og er ein af þess- um plöntum sem flust hafa með fólki land úr landi og hér á Norðurlöndum hefur hann verið eins konar menningarfyrirbæri í a.m.k. meira en hálfa aðra öld. Seigur en sólfælinn Upprunalega er hinn ræktaði húsfriður upprunninn á eynni Korsíku eins og Napóleon Bónaparte. Það eru reyndar einu tengslin milli þeirra, nema ef vera skyldi seiglan og aðlögunarhæfnin. En tegundin finnst líka villt á öðrum eyjum á vestanverðu Mið- jarðarhafi. Kjörlendi hennar þar er í deiglum og við lækjarfarvegi. Gjarna í djúpum giljum, rökum skógarbotnum og skorningum þar sem sólarljósið nær illa til. Húsfriður er skuggelsk planta og þolir ekki að standa þar sem sól getur bakað hann. Í mik- illi birtu verða blöðin rýr og brúnleit og ef mjög þurrt er í sterkri sólarbreyskju visnar plantan og deyr. Húsfriður er í eðli sínu skriðul planta sem þekur fljótt jarðveg. Greinarnar skjóta rótum við hnjáliðina. Þess vegna hefur hann verið mikið not- aður sunnar í álfunni til þess að hylja mold á milli hærri plantna og myndar á stuttum tíma eins konar teppi á milli þeirra. Og víða hefur húsfriður náð að ílendast og finnst núorðið villtur víða í nágranna- löndum okkar alveg norður til Skotlands og Dan- merkur. Gamall siður í góðri trú Siðurinn að rækta húsfrið í pottum inni í húsum er mjög gamall. Sú trú var á, að honum fylgdi sérstök gæfa. Þar sem hann óx í húsi átti síður að brenna ofan af fólki og sömuleiðis átti hann að tryggja barnalán, húsaga og frið milli heimilisfólks. Ekki veit ég hvort þetta stemmir allt, en það sakar ekki að trúa! Og einhvern tíma las ég í dönsku kvenna- blaði að H. C. Andersen hafi einhverju sinni tjáð sig um sérstakt dálæti sitt á húsfriðnum – og að líklega hafi það orðið til þess að plantan varð svona vinsæl á dönskum heimilum strax um miðja nítjándu öld. Efalaust hafa þessi dönsku áhrif náð hingað, því húsfrið, sem einnig gengur undir nafninu heimilis- friður, mátti finna á mörgum íslenskum heimilum um aldamótin 1900 og ég man eftir að hafa séð hús- frið hjá vestfirskri blómakonu í sveit um 1950. Í þann tíð voru þar ekki margar blómabúðir, ef nokkrar, heldur gengu græðlingar af pottaplöntum „kvenna“ á milli. Í heimahúsum Oftast ræktum við húsfrið í nokkuð víðum pottum og látum hann mynda dálitla þúfu. Smám saman skríða greinarnar yfir pottbarmana og geta alveg hulið pottinn, þannig að plantan virðist hnattlaga. Húsfriði er illa við umpottun, en það er hægt að láta fyrsta pottinn standa ofan á öðrum og víðari potti með mold. Þá skjóta greinarnar líka rótum í þá mold og úr verður dálítill turn eða keila. Einnig má gróð- ursetja húsfrið sem botnþekju í blómaker. Það er líka auðvelt að klípa dálitla visk ofan af plöntunum og leggja í nýjan pott með mold. Fergja niður með steini og hvolfa glasi yfir fyrstu vikuna. Úr þessu verður svo ný planta. Ef gamli húsfriðurinn fer að verða tætingslegur má klippa rytjurnar ofan af honum, en halda samt raka á moldinni. Fyrr en varir brjótast út nýjar greinar og plantan fær brátt aftur sitt upprunalega lag. Í stuttu máli Húsfriður heitir á vísindamálinu Soleirolia soleir- olii. Hann er fjölær planta af netluætt, fjarskyldur brenninetlu, en alveg hættulaus. Blöð hans eru jafn- vel talin hafa læknandi áhrif og draga úr sviða á húð. Plantan þarf jafna vökvun og þolir ekki að þorna upp. Besta staðsetning er í norðurglugga ell- egar einhvers staðar inni í íbúðinni þar sem ekki er mikill hiti frá ofni eða sterk sólarbirta. Best er að vökva plönturnar neðan frá, á undirskálina eða þar sem þær geta dregið upp vatn. Vökvun ofan frá getur valdið rotnun á greinum og blöðum. Daufa áburðarupplausn má gefa vikulega yfir sumarið, en annars er húsfriður ekki áburðarfrekur og lætur sér lítið nægja ef ekki stendur til að „reka á eftir honum“ með vöxt. Húsfriður – frá Korsíku eins og Napóleon Í GARÐINUM HEIMA HAFSTEINN HAFLIÐASON SKRIFAR UM ALLAN GRÓÐUR HEIMILANNA ����������� ��������������������� �� ����������������������������� NÆST ÞEGAR ÞÚ TEKUR FRAM RYKSUGUNA EÐA MOPPUNA SKALTU HUGLEIÐA EFTIRFAR- ANDI ATRIÐI: Fyrsta skrefið í góðri gólfumhirðu er að ryksuga gólfið, mest daglega og minnst tvisvar sinnum í viku. Með því að fjarlægja reglulega óhreinindi af gólfinu er auðveldara að skúra og vaxbera það seinna. Hafi maður ekki tíma til að ryksuga er gott að nota rykmoppu á gólfið. Margir kjósa að nota hefðbundnar skúringarmoppur, en miklu máli skiptir að velja þá réttu. Skúringarmoppur gerðar úr bómullarblöndu eru til að mynda hentugri en þær sem eru úr bómull einum og sér, þar sem þær eru lengur að þorna og laða frekar að sér bakteríur. Þegar til stendur að færa hluti til á heimilinu er best að lyfta þeim upp og bera á áfangastað. Ekki ýta þeim eftir gólfinu, því við það getur höggvist upp úr eða rispur komið á gólfið eða viðkomandi hlut. Þá er einnig gott að smeygja teppabút eða efni undir hlutinn sé hann tiltölulega þungur, og renna honum að svo búnu varlega eftir gólfinu þangað sem maður vill hafa hann. Góð ráð í gólfumhirðu Bæj ar lind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 20% afsláttur af öllum glösum og stellum fi mmtudag - laugardag Húsfriður blóm planta plöntur gróður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.