Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 58
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR34 nám, fróðleikur og vísindi KJARNI MÁLSINS > Fjöldi nemenda skráðir í fjarnám Fjölbrautaskóli Suðurlands var stofnaður 13. september árið 1981 og varð því 25 ára í seinasta mánuði. Skólinn á rætur sínar að rekja til Iðnskólans á Selfossi, framhaldsdeildanna við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli, Selfossi, Skógum og í Hveragerði, auk öldungadeildarinnar í Hveragerði. Árið 1983 gerðust sýslurnar á Suðurlandi aðilar að skólanum. Eigendur skólans eru ríkis- sjóður og sveitarfélög á Suðurlandi. Skólinn þjónar öllu Suðurlandi og sér um kennslu á Litla-Hrauni og við réttargeðdeildina á Sogni. Auk þess að sjá um víðtækt verknám og bóknám er boðið upp á meistaranám. ■ Skólinn: Þjónar öllu Suðurlandi 1997 2005 2. 12 8 5. 15 1 61 0 2001 Heimild: Hagstofa Íslands Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu um komandi þingkosningar í Bandaríkjunum í dag. Dr. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum og gistikennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, fjallar um þau málefni sem verða í brennidepli í kosningunum og hvað það gæti þýtt ef demókratar næðu stjórninni á annarri eða báðum deildum þingsins. Einnig fer hann yfir framkvæmd kosninganna og kosningabaráttuna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður og stundakennari við stjórnmálafræðiskor, stýrir síðan umræðum. Málstofan fer fram í stofu 311 í Árnagarði og hefst klukkan 12:15. ■ Málstofa Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands: Komandi þingkosningar í Bandaríkjunum Samkeppnin Upp úr skúffunum 2006 snýst um að draga fram í dagsljósið áhugaverðar hugmyndir og rannsóknaniðurstöður starfsfólks og nemenda til að koma þeim á framfæri og stuðla að hagnýtingu þeirra. Samkeppnin er nú haldin í áttunda sinn. Frestur til að skila inn tillögum í samkeppnina hefur verið framlengdur til 30. október næstkomandi. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu samkeppninnar http://www.uppurskuffunum. hi.is/id/1011090. Hægt er að skila skriflegum tillögum til Rann- sóknaþjónustu Háskólans, Tæknigarði eða með tölvupósti til vidarh@hi.is. ■ Rannsóknaþjónusta Háskólans: Samkeppnin Upp úr skúffunum 2006 Árlegt málþing Rannsókn- arstofnunar Kennarahá- skóla Íslands um rannsókn- ir, nýbreytni og þróun í skólastarfi hefst á morgun. Þetta er í tíunda skipti sem málþingið er haldið og segir forsvarsmenn þess að dag- skráin í ár sé veisla fyrir alla þá sem hafa áhuga á skólaþróun. Það eru margir þættir sem góðir kennarar líta til í starfi sínu. Það sannast vel á öllu því forvitnilega sem er boðið upp á á málþingi Rannsóknarstofnunar Kennarahá- skóla Íslands sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þetta segir Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, formaður undirbúningsnefndar málþingsins. Þetta er í tíunda sinn sem Rann- sóknarstofnunin heldur málþing um það sem er á döfinni í skólastarfi. Yfirskrift þess að þessu sinni er Hvernig skóli – skilvirkur þjónn eða skapandi afl? Níu erindi verða flutt á morgun og ríflega eitt hundrað í 25 málstofum á laugardaginn, og því greinilegt að mikil gróska er á þessu sviði enda miklar og örar breytingar sem átt hafa sér stað í þjóðfélagi okkar að undanförnu. Málstofurnar hafa skírskotun til allra skólastiga og segir Eiríks- ína markhópinn vera alla þá sem koma að uppeldi og fræðslu barna svo sem foreldra, kennara, stefnu- mótendur og stjórnendur á sviði mennta og uppeldis, auk þeirra sem starfa að málefnum fatlaðra og í frístundastarfi. Aðalfyrirlesari morgundagsins er dr. Louise Stoll, prófessor við Lundúnarháskólann. Hún ætlar að fjalla um stöðu skólans í örum þjóðfélagsbreytingum og benda á leiðir um hvernig skólakerfið geti fylgt þeim. Hún segir skóla á öllum aldursstigum þurfa að vera sýnilegra afl og meðvitaðri um þátt sinn og aukna hlutdeild í sam- félaginu. Á laugardag verður aðalfyrir- lesarinn Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ. Fyrirlestur hans nefnist Virðing eða vantrú – viðhorf til nemenda með hegðun- arraskanir. Umfjöllunina byggir hann á nýlegri rannsókn sem gerð var í grunnskólum í Reykjavík á liðnu skólaári. Eitt af því helsta sem hann segir athuganirnar hafa leitt í ljós er að mikill munur er á umfangi agavandamála eftir skólum, sem og á viðhorfum starfsfólks til þessara mála. Jafnframt segir Ingvar áhugavert að sjá hversu ólíkar leiðir skólar fari þegar tekið er á agavandamálum. „Þetta er sannkölluð veisla fyrir skólafólk og alla áhugasama um skólaþróun en sá áhugi hlýtur að ná til flestra þeirra sem koma að uppeldismálum,“ segir Eiríks- ína og bendir á að hægt sé að skrá sig á staðnum við upphaf mál- þingsins klukkan tvö í Stakkahlíð eða rafrænt í gegnum vef Kenn- araháskólans. karen@frettabladid.is Veisla fyrir áhugafólk um skólaþróun Í fyrsta skipti eru konur nú í meirihluta framhaldsskólakennara að því er kemur fram í nýjasta vefriti menntamálaráðuneytisins. Konur hafa lengi verið í afgerandi meirihluta starfsfólks leik- og grunnskóla. Skólaárið 2000 til 2001 voru karlar 54,3 prósent kennara í fram- haldsskólum og voru þeir 8,5 prósentustigum fleiri en konurnar. Skólaárið 2005 til 2006 voru konur orðnar 51,5 prósent kennara í framhaldsskólum en karlar 48,5 prósent sem er mismunur upp á 2,9 prósentustig. Árið 2005 voru konur því komnar í meirihluta kennara á öllum þremur skólastigunum, allra mest á leikskólastiginu en skólaárið 2005 til 2006 voru þær 96,9 prósent alls starfsfólks leikskóla. ■ Konur komnar í meirihluta kennara á öllum skólastigum: Meirihluti framhaldsskólakennara konur Forritið Teygjuhlé minnir fólk á að taka sér reglulega frí frá tölvuvinnu og teygja úr sér. Forritið byggir á vinnu- vistfræði og er einkum ætlað börnum og unglingum. Æfingarnar henta þó öllum aldurshópum. Forritið er ætlað til notkunar í skólum eða í tengslum við aðra vinnu og til einkanota. Í skólum er mögulegt að nýta forritið í tengslum við tölvutíma og aðrar kennslu- stundir til að draga úr áhrifum kyrrsetu. Heima fyrir er hægt að setja forritið upp og nýta á þeim tölvum sem börn og ungt fólk nota til heimanáms og leikja. Hægt er að nálgast forritið á vef Lýðheilsustöðvar. ■ Forritið Teygjuhlé dregur úr áhrifum kyrrsetu: Taka frí frá tölvunni og teygja úr sér Frá því að ákveðið var að fæðingardagur Jónasar Hallgrímsson- ar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Er það gert í samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga og eru allir hvattir til þess að landsmenn hugi að því að nota 16. nóvember eða dagana þar í kring til að hafa íslenskuna í öndvegi. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur verið falið að annast ýmsa verkþætti í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu 2006. ■ Átak í þágu íslensks máls: Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember Samræmd próf eru lögð fram í 4. og 7. bekkjum um land allt í dag og á morgun. Skiptar skoðanir eru innan kennarastéttar- innar um ágæti samræmdra prófa. Júlíus Ólafsson, kennari í 7. bekk í Melaskóla, er á því að leggja eigi samræmd próf niður. „Ég tel þessi próf ekkert merkilegri en þau próf sem við erum að leggja fyrir börnin venjulega. Þessi próf eru svo sem ágæt í því sem þau eru að mæla en þau mæla ekkert meira. Það er mín skoðun að þetta sé ekk- ert betri mælikvarði.“ Júlíus segist ekki vera hrifinn af hvernig prófin eru túlkuð og unnið með niðurstöð- urnar. „Það er tekið of mikið mark á þessu finnst mér. Þetta er metið sem einhver stóri sannleikur á meðan kannski önnur próf og vinna í skólanum eru talin hafa minna vægi. Þetta finnst mér vera rangt. Og ég tel ekki fara saman að auka vægi samræmdra prófa og einstaklingsmiðaðs náms sem verið er að auka núna.“ Júlíus ítrekar að skiptar skoðanir séu um málið til dæmis á sínum vinnustað. „En ég vil láta leggja þetta niður.“ Júlíus segir skólastarfið fara að snúast um þetta að einhverjum hluta. „Það er óhjákvæmilegt að alltaf þegar próf eru þá verða börnin upptekin af því. Og mér finnst að það eigi að auka sjálfstæði skóla og gefa þeim vald til að stjórna sínu námsmati. Ég sé enga ástæðu til að hafa svona miðstýrt kerfi sem ákvarðar hvað allir eigi að gera. Öll innrömmuð fyrirbæri sem eru lögð fyrir draga úr sköpun skólastarfsins að mínu mati.“ KENNARINN: JÚLÍUS ÓLAFSSON GRUNNSKÓLAKENNARI Leggja ætti samræmd próf niður Föstudagur Aðalfyrirlestur 14:40 - 15:40 Creating Preferred Futures: Schools with Agency Dr. Louise Stoll, Unviersity of London Breyttur framhaldsskóli Baldur Gíslason, skólameistari Iðn- skólans í Reykjavík Yngvi Pétursson, skólameistari Menntaskólans í Reykjavík Við erum samherjar: Samstarf skóla, fjölskyldna og samfélags Ingibjörg Auðunsdóttir, kennsluráð- gjafi við Háskólann á Akureyri „Minn er ljón sem líka getur verið læknir“. Áhrif valstundar á félags- leg samskipti og leik barna Guðrún Bjarnadóttir, aðjúnkt við KHÍ Tengsl lærdómsmenningar og árangurs skóla Anna Kristín Sigurðardóttir, Mennta- sviði Reykjavíkurborgar Er gerlegt að breyta grunnskól- anum? Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar Laugardagur Aðalfyrirlestur 09:15 - 10:00 Virðing eða vantrú - viðhorf til nemenda með hegð- unarraskanir Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við KHÍ Lestrarnám og kennsla Þróunarverkefnið „Lifandi lestur“ „Ég get lesið,“ handbók um fyrstu stig lestarkennslu Áhrif sandleiks og sögugerðar á sjálfsmynd og lestrargetu nemenda með frávik í lestri Lestrarnám og lestrarkennsla Þroskaþjálfun í skólakerfinu - fötl- unarfræði Ég hef frá svo mörgu að segja: Þátt- tökurannsókn og lífssögur fólks með þroskahömlun Þankar um hlutverk þroskaþjálfa í grunnskólum Þroskaþjálfar og staða þeirra og hlutverk í grunnskólum Samvinna fagstétta í Lækjarskóla Kennarinn í starfi Passar húsið á grunninn? Um nýjar kröfur til kennara í skólastofunni Samvirkt nám þar sem allir fá að njóta sín Að stilla saman þróun kennaranáms og skólaþróun Brot úr dagskrá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.