Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 64
19. október 2006 FIMMTUDAGUR40
menning@frettabladid.is
Kl. 15.00
Guðbjörg Hildur Kolbeins heldur
fyrirlestur í dag í stofu 132 í Öskju
um rannsókn á klámnotkun og
kynlífshegðun unglinga. Rannsóknin
var unnin á vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Niðurstöðurnar
voru kynntar á ráðstefnu í Ósló í
september. Hér á landi tóku 323
unglingar á aldrinum 14 til 18 ára
þátt í rannsókninni. Guðbjörg Hildur
Kolbeins er doktor í fjölmiðlafræði
og hefur kennt við Háskóla Íslands.
Leikverkið Suzannah er
óvenjulegt fyrir margra
hluta sakir en það mætti
með sanni kallast tónleikrit.
Sænska leikhúsið Cinnober
sýnir verkið í Þjóðleikhús-
inu í kvöld en tónskáldið
Atli Ingólfsson á heiðurinn
af músíkinni sem á köflum
tekur völdin í verkinu.
Verkið fjallar um Súsönnu Ibsen
sem í 48 ár var eiginkona norska
skáldjöfursins Henriks Ibsen.
Súsanna er túlkuð á þremur ald-
ursskeiðum, þegar hún er ung
kona, miðaldra og gömul. Leik-
texti norska leikskáldsins Jons
Fosse byggir mikið á heimildum
sem til eru um ævi þessarar
merku konu sem sögð er hafa
haldið fjölskyldunni saman þrátt
fyrir erfið veikindi sín.
Nýtt samspil
Þrjár leikkonur túlka Súsönnu en
átta hljóðfæraleikarar úr Göte-
borgs Kammarsolisterna eru einn-
ig á sviðinu allan tímann enda
mynda textinn og tónlistin eina
heild. Atli útskýrir að forsvars-
maður leikhópsins sé einn helsti
þýðandi verka Fosses í Svíþjóð og
að hugmyndin að verkinu sé feng-
in frá Cinnober-leikhópnum. „Þau
vildu setja upp sýningu þar sem
tónlist og texta væri blandað
saman á nýjan hátt,“ segir hann.
Markmið hópsins hefur löngum
verið að vekja athygli áhorfenda á
þýðingarmiklum leikverkum en
þetta er þriðja verk Fosses sem
hópurinn tekur til sýninga. Leitað
var til Atla sem tók vel í hugmynd-
ina um þetta óvenjulega sam-
starfsverkefni og var verkið frum-
flutt í Gautaborg í desember.
Leikstjóri verksins er Svante
Aulis Löwenborg.
Atli útskýrir að samstarfsverk-
efni af þessu tagi séu ekki algeng.
„Þetta hefur verið reynt með mis-
jöfnum árangri því oft verður ein-
hver aðilinn voða frekur, til dæmis
tónskáldið eða textahöfundurinn.“
Vel tókst þó til með samstarfið að
þessu sinni og hefur Atli eftir leik-
hússtjóra í Osló sem sýndi verkið
fyrir skömmu að aðdáunarvert
væri hversu vel samstilltur hóp-
urinn væri, hvort heldur í leik,
tónlist eða annarri umgjörð sýn-
ingarinnar.
Suzannah er frumraun Atla á
þessu sviði en hvernig leið honum
með þessi stórmenni norskrar
leikritunar á bakinu? „Ég veit það
ekki, það var kannski smá hroki
sem hjálpaði til en þetta skelfdi
mig ekkert. Það var frá upphafi
mjög gott samkomulag milli mín
og leikstjórans og það er enginn
vafi á því að þetta verk er mitt og
leikstjórans. Við ákváðum að búa
til nýja listræna heild en við notum
texta Jons Fosse. Það er þó ekki
beinlínis hægt að segja að þetta sé
sviðsetning á hans verki,“ segir
Atli og útskýrir að ákveðins
misskilnings hafi gætt varðandi
merkimiða höfundarhugtaksins.
„Þetta hljómar oft eins og ég hafi
samið leikhúsmúsík við verk
Fosses en þetta er ekki svo einfalt,
til dæmis skrifar Fosse verk fyrir
þrjá flytjendur en á sviðinu nú eru
ellefu. Ég myndi segja að hann
ætti svona fjórðung í þessu,“ segir
hann sposkur.
Hljóðskúlptúrar
Atli líkir tónlistinni við hljóðskúlpt-
úra með lifandi hljóðfærum, mest
af tónlistinni er leikið á órafmögn-
uð hljóðfæri sem mynda nokkurs
konar hljóðræn leiktjöld sýningar-
innar. „Tónlistin talar svolítið við
leikarana, stundum er hún eins og
ný persóna á sviðinu sem þeir
þurfa að eiga við – það geta verið
slagsmál þarna á milli en yfirleitt
er þetta meira eins og samtal.“
Tónlistin samsvarar æviskeið-
um Súsönnu, en hún skiptist í
ryþmíska tónlist sem vísar til
ungu stúlkunnar, venjubundna og
hljómræna tónlist sem túlkar
Súsönnu á miðjum aldri og síðan
er hljóðræn tónlist notkuð til þess
að túlka gömlu konuna. „Ég læt
hana ekki fylga textanum eftir
nákvæmlega en maður finnur
þessi tengsl í bakgrunninum.
Frelsandi vinna
Verkið hefur fengið prýðisviðtök-
ur en það var nýlega sýnt í Ósló.
Ferðalag þess nú er í tilefni af sér-
stakri Fosse-hátíð sem stendur
yfir í Þjóðleikhúsinu. Atli segist
vel geta hugsað sér að koma að
fleiri slíkum verkefnum í framtíð-
inni. „Leikhúsið er rosalega frels-
andi, sérstaklega fyrir mann eins
og mig sem hefur unnið árum
saman að hreinni eða abstrakt tón-
list. Það er mjög heillandi að fá
þessa nýju vídd sem kemur inn í
verkið en það er ákveðinn próf-
steinn líka. Það er ekki auðvelt því
maður þarf að gæta þess að semja
ekki of mikið og taka tillit til fleiri
atriða, til dæmis má ekki vaða yfir
textann,“ útskýrir hann og segir
að þetta hafi verið skemmtileg
glíma. „Þeir hjá leikhúsinu hafa
líka lýst yfir vilja til þess að starfa
meira með mér svo ég tel miklar
líkur á að ég taki að mér fleiri
svona verkefni.“
Tvær sýningar verða á verkinu
Suzannah á Smíðaverkstæði Þjóð-
leikhússins, sú fyrri í kvöld kl. 20
en hin síðari á sama tíma annað
kvöld. kristrun@frettabladid.is
ÚR SÝNINGU CINNOBER-LEIKHÓPSINS Leikverkið Suzannah fjallar um eiginkonu
norska leikskáldsins Henriks Ibsen.
TÓNSKÁLDIÐ ATLI INGÓLFSSON Segir heillandi og frelsandi að vinna í leikhúsinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Leiktjöldin úr hljóðum
Erna Ómarsdóttir og Jóhann
Jóhannsson verða með tvær
sýningar á Októberdans-hátíðinni í
Bergen sem hófst þann 12. október.
Þar sýna þau nýtt verk sitt,
Mysteries of Love, í tvígang í kvöld
og annað kvöld í Teatergarasjen,
tilraunasal þeirra Björgvinjar-
manna. Hátíðinni lýkur á sunnu-
dagskvöld. Fjöldi smærri danshópa
sýnir á hátíðinni og er dagskráin
býsna þétt, sýningar standa frá því
í eftirmiðdag fram undir miðnætti
í látlítilli röð. Erna og Jóhann
sömdu verkið í fyrra. Ekki er ráðið
hvenær það verður flutt hér en þau
hafa ferðast með það um Evrópu
og eru víða bókuð. - pbb
Leyndarmál ásta
ERNA ÓMARSDÓTTIR DANSARI OG DANSHÖFUNDUR Erna er væntanleg hingað heim
til að vinna dans og hreyfingar við Bakkynjurnar í Þjóðleikhúsinu.
Rúandski rithöfundurinn Immaculée Ilibagiza
er væntanlegur hingað til lands í tilefni af
útkomu bókarinnar Ein til frásagnar. Í bók þeirri
er rakin saga hennar og ótrúleg lífsreynsla af
þjóðarmorðunum í heimalandi hennar árið
1994.
Fjölskylda Ilibagiza var miskunnarlaust brytj-
uð niður í útrýmingarherferð Hútúa á hendur
Tútsum en morðæði stóð yfir í landinu í þrjá
mánuði og kostaði nærri eina milljón lands-
manna lífið. Ilibagiza lifði blóðbaðið af því í 91
dag sat hún ásamt sjö öðrum konum þögul í
hnipri í þröngri baðherbergiskytru sóknarprests
nokkurs meðan hundruð morðingja með
sveðjur á lofti leituðu þeirra.
Immaculée býr nú í Bandaríkjunum ásamt
manni sínum og tveimur börnum. Hún starfar
fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Bandaríkjunum
og hefur sett á laggirnar stofnun til að hlúa
að þeim sem þjást af
völdum þjóðarmorða og
styrjalda.
Forlagið JPV gefur
út sögu Ilibagiza en
þýðandi hennar er Karl
Emil Gunnarsson.
Ótrúleg lífsreynslusaga > Ekki missa af...
Zidane – portrett af manni
á tuttugustu og fyrstu öld,
magnaðri skoðun á frábærum
knattspyrnumanni á vellinum
í gegnum heilan leik. Örfáar
sýningar verða á verkinu í
Háskólabíó.
Mike Attack Kristjáns Ingi-
marssonar á Akureyri. Snillingur
mímuleiksins í heimsókn í
sinni heimabyggð með einleik
sinn. Sýnt í Rýminu kl. 20 í
kvöld.
Patreki 1,5 eftir Michael Dru-
ker í grunnskólanum á Eskifirði
kl. 16 í dag. Foreldrar – reynið
að komast inn! Sýningin er frá
Þjóðleikhúsinu.
Nútíma Íslendingum er oft talin
trú um að hér á landi hafi fyrr á
öldum ríkt fátækleg bókmennt.
Jón Oddsson Hjaltalín (1749–1835)
var lengst af prestur í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Hann var
afkastamikill rithöfundur, sálma-
skáld og þýðandi, en aðeins sálm-
ar hans birtust á prenti meðan
hann lifði. Eftir Jón liggja einnig í
handritum kvæði hans af trúar-
legum toga, rímur, tækifærisvís-
ur og annars konar veraldlegur
kveðskapur, auk frumsamdra og
þýddra sagna. Nú eru komnar út á
bók fjórar sögur frá hendi sr.
Jóns, úrval sagnaritunar hans og
varpar ljósi á skáldsagnagerð
þessa tímabils í íslenskri bók-
menntasögu; engin þeirra hefur
áður verið prentuð.
Marrons saga og Fimmbræðra
saga, sem birtar eru í bókinni,
voru frumsamdar af séra Jóni í
hefðbundnum stíl riddara- og lygi-
sagna, en Sagan af Zadig er þýð-
ing hans úr dönsku á skáldsög-
unni Zadig ou la Destinée eftir
franska skáldið Voltaire sem birt-
ist fyrst á frummálinu árið 1747,
tólf árum á undan Birtingi
(Candide), en í báðum þessum
sögum veltir Voltaire fyrir sér
vonsku og þjáningu heimsins.
Fjórða sagan, Ágrip af Heiðar-
víga sögu, er sérstök gerð Heiðar-
víga sögu sem séra Jón setti
saman á grundvelli endursagnar
Jóns Ólafssonar af þeim hluta
sögunnar sem glataðist í Kaup-
mannahafnarbrunanum 1728 og
eftirrits Hannesar Finnssonar af
því broti sögunnar sem enn er
varðveitt í Stokkhólmi í handriti
frá miðöldum; við þetta jók séra
Jón ýmsu efni, m.a. úr munnlegri
geymd. Sögunum er fylgt úr hlaði
með ítarlegum inngangi útgefand-
ans Matthew J. Driscoll, sérfræð-
ings við Árnasafn í Kaupmanna-
höfn. Háskólaútgáfan dreifir
bókinni. - pbb
Fimmbræðrasaga
og meistari Voltaire
VOLTAIRE Umsaminn á íslensku af
presti í Hvalfirði. Fjórar gamlar en nýjar
íslenskrar skáldsögur frá nítjándu öld
eru loksins komnar á prent.
IMMACULÉE
ILIBAGIZA
Heimsækir
Ísland og kynnir
bók sína Ein til
frásagnar.
!