Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 72

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 72
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR48 maturogvin@frettabladid.is Egill Fannar Kristjánsson hefur unnið við að elda en hefur nú tekið sér hlé frá því. Hann titlar sig ferðalang og er á milli heimshornaflakks eins og stendur. Egill segist vera duglegri að elda heima núna en þegar hann hafði atvinnu af matreiðslu. „Ég eldaði ekki reglulega þá,“ sagði hann. Egill deilir einfaldri og fljótlegri uppskrift að pastarétti með lesend- um Fréttablaðsins, en honum þykir gott að eiga slíkar uppskriftir við hendina þegar lítill tími er til stefnu. „Það er fínt að geta hent í svona pastarétti á síðustu stundu, þessi tekur varla meira en fimmt- án, tuttugu mínútur,“ sagði hann, en kjúklingur er líka ofarlega á vinsældalistanum. Egill segist ekki hafa fallið fyrir hollustuæði því sem tröllriðið hefur landinu á und- anförnum árum. „Ég elda bara það sem mig langar í og hugsa ekki of mikið um kaloríur,“ sagði hann. Egill er ásamt fimm vinum sínum meðlimur í matarklúbbi sem hefur eðli málsins samkvæmt hlot- ið nafnið Matarklúbburinn. „Við skiptumst á að elda fyrir hópinn og byrjuðum á frekar óskemmtileg- um réttum. Við höfum til dæmis borið fram slátur með rauðvíni. Núna erum við samt eiginlega hættir í vitleysunni og farnir að elda virkilega góðan mat,“ sagði Egill. Pepperónípasta fyrir fjóra 500 g pasta, til dæmis tagliatelle hálfur blaðlaukur slatti af sveppum hálft bréf af pepperóní hálft bréf af skinku 1 piparostur hálfur lítri matreiðslurjómi Sjóðið pastað í potti. Steikið græn- metið á pönnu, hellið rjómanum yfir og látið suðuna koma upp. Bætið þá pepperóníinu og skinkunni út í og látið malla. Bætið piparostinum við í lokin og látið hann bráðna. Ég ber þetta fram með pastanu og finnst gott að hafa hvítlauksbrauð og jafnvel ferskt salat með. sunna@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR Einar Logi Vignisson Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ætli það sé ekki bara lambakjöt. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það er hreindýrið sem ég hef alltaf á jólunum. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, japanskar baunir sem eru bornar fram hálfúldnar. Þær eru límkenndar og slímugar og alveg hryllilega vondur rétt- ur. Ég fékk þær einu sinni sem meðlæti í óskaplega fínu matarboði í Ameríku. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Réttur sem ég kalla „hreinsað úr ísskápnum“. Þá nota ég fullt af græn- meti og rjómaost, sýð pasta og bý til eitthvað gúmmulaði með. Fjölskyld- unni finnst það óskaplega gott. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Allavega ekki sælgæti. Það væri frekar foie gras, það gleður alltaf. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Það er ekkert eitt sem ég á alltaf til. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tæk- irðu með þér? Kallinn minn. Og kartöflur, ég gæti látið þær spíra og ræktað fleiri. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Skröltormur sem ég fékk úti í Banda- ríkjunum. Hann var ósköp fínn, minnti pínulítið á frosk. Mér finnst froskar voða góðir. MATGÆÐINGURINN EDDA SVERRISDÓTTIR VERSLUNARMAÐUR Borðaði skröltorm í Bandaríkjunum > Prófaðu... ... að nýta litskrúð haustsins til að lífga upp á matarborðið. Haustlauf í fallegum gler- vasa eru ein besta borðskreyting sem völ er á. Þeim má líka stinga inn í servíettuhringi eða dreifa yfir borðdúkinn. Mexíkóskur matur er í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum. Í versl- uninni Plaza Mexico, sem er til húsa að Laugavegi 70, kennir ýmissa grasa. Auk skartgripa og gjafavöru má þar finna ýmsa hápunkta úr mexíkóskri matargerð. Eigandi búðarinnar, Vanessa G. Basañez Escobar, segir Íslendinga yfir höfuð vera opna og til í að prófa hvað sem er. „Fólk virðist samt halda að mexíkóskur matur sé mjög sterkur, en hann þarf ekki að vera það. Það er hægt að hreinsa chili og sleppa fræjunum,“ sagði hún, en í búðinni má einmitt finna nokkrar gerðir af þurrkuðum chili-pipar. Þar má einnig nálgast tilbúnar maístort- illur, eða maísmjöl ef fólk vill búa þær til sjálft. Vanessa mælir sér- staklega með mexíkóskum sósum og achiote-marineringu. „Við erum með nokkrar gerðir af sósum, þar á meðal mole, sem inniheldur meðal annars súkkulaði og chili og er frá- bær með kjúklingi. Achiote-þykkn- inu má blanda við appelsínusafa til að búa til maríneringu sem er mjög góð með svínakjöti,“ sagði Vanessa. Matreiðslunámskeið á vegum Vanessu og Plaza Mexico fara af stað á morgun, en þau verða haldin í Hússtjórnunarskóla Reykjavíkur. „Við ætlum meðal annars að búa til tortillur, sýna fólki hvernig hægt er að nota chili og kenna því hvaða pipar er sterkastur,“ sagði hún. Áhugasamir geta haft samband við Plaza Mexico til að skrá sig. Fólk í leit að skyndilausn þarf þó ekki að örvænta, því í búðinni má nálgast ýmsar uppskriftir sem gætu glatt bragðlauka unnenda mexíkóskrar matargerðar. - sun Mexíkó á Laugaveginum VANESSA Í PLAZA MEXICO Ætlar að bjóða gestum og gangandi að smakka lífrænt kaffi, kakó eða te á laugardögum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LOGANDI STERKUR CHILI-PIPAR Ef piparinn er fræhreinsaður ofbýður hann ekki viðkvæmum bragðlaukum, segir Vanessa. Hugsar lítið um hollustu EGILL FANNAR KRISTJÁNSSON Eldaði sjaldan heima þegar hann hafði atvinnu af því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þrúgan sem ýmist gengur undir nafninu syrah eða shiraz er ein gjöfulasta rauðvínsþrúga heims. Hún er mest áberandi þeirra fjögurra þrúgna sem kynntar eru á uppskerudögum í vínbúðum sem nú standa yfir. Tæpur helmingur allra vínanna á uppskerudögunum eru úr þessari þrúgu og það sem meira er, vínin sem boðið er upp á á lækkuðu verði eru mörg hver afbragðs góð. Innan við fjórðungur syrah/shiraz vínanna er ódýrustu og einföldustu vínin, eins og svo sorglega algengt er á þemadögum. Meginhluti vínanna eru býsna athyglisverð með talsverðri slagsíðu úr nýja heiminum. Þannig eru vín frá Ástralíu meirihlutinn af því sem í boði er og næst á eftir fylgja vín frá Suður-Afríku. Vín frá Frakklandi eru hins vegar sorglega fá og endurspeglar það þá staðreynd að frönsk vín eru einfaldlega ekki í tísku. Vagga syrah-þrúgunnar er hins vegar í Frakklandi og enginn verður fullnuma í henni nema kynna sér frönsk vín. Þrúgan er sögð ættuð frá Íran en í Rónardalnum plöntuðu Rómverjar henni og öldum saman hafa þar verið framleidd stór og mikil vín, þykk, tannínsk og afar endingargóð. Frægust syrah-vína eru Hermitage og Côte Rotie. Löngum hefur henni verið blandað saman við aðrar þrúgur og þekktust eflaust sambúðin við grenache- þrúguna í vínunum frá Chateauneuf-du-Pape. Þessa blöndu hafa Ástralir lagað að sínu höfði og smellt gjarnan hinni lítt þekktu þrúgu mourvedre við. Úr verða vín sem bera gjarnan skammstöfunina GSM eftir upphafsstöfum þrúgnanna þriggja. Utan Frakklands er þrúgan jafnan kölluð shiraz en þó er algerlega um sömu þrúguna að ræða. Til gamans og einföldunar má segja að shiraz frá nýja heiminum sé sætara en syrah frá gamla heiminum. Stíllinn er gjörólíkur, frönsku vínin eru krefjandi en nýjaheims vínin eru mýkri og ávaxtaríkari. Stundum kallaðar berja- sprengjur og þetta eru þau vín sem hafa slegið í gegn hjá neytendum sökum ljúfleika hin síðari ár. Sæt og bragðmikil vín sem gefa mikið fyrir peninginn ef komið er yfir ákveðið mark því segjast verður eins og er að heldur ber að forðast ódýrustu vínin úr þessari annars góðu þrúgu. Í Frakklandi eru ódýrustu vínin oft beisk og í ágætri handbók um vín var þeim líkt við malbik eða gamla járnbrautarteina! Ódýrustu áströlsku vínin eru ekki hótinu betri, alltof lík berjasaft. Sem sagt, forðist þessi ódýrustu vín og kíkið eftir vínum í milliverðflokki. Af þeim er nóg á uppskerudögum. Shiraz sætari en syrah Á botninn hvolft: Syrah er ilmrík þrúga, vínin eru yfirleitt bragðmikil, krydduð og býsna há í alkóhóli. Þau eru góður valkostur með íslenskri villibráð að hausti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.