Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.10.2006, Qupperneq 74
 19. október 2006 FIMMTUDAGUR50 Það eru komin 12 ár síðan Hafdís Huld Þrastardóttir byrjaði að hoppa um á sviði í magabol með hljómsveit- inni GusGus. Ýmislegt hefur breyst en stærstu tíðindin eru að fyrsta sólóplata Haf- dísar er komin út. Platan er persónuleg og Hafdís segist heyra sig fullorðnast í gegn- um plötuna. „Ég er alveg rosalega ánægð með viðtökurnar. Eftir að hafa unnið að plötunni í nokkur ár er gaman að heyra að það er fleirum en mér sem finnst hún hljóma vel,“ segir tónlist- arkonan Hafdís Huld Þrastardóttir sem gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Platan heitir Dirty Paper Cup og er gefin út af litlu plötufyrir- tæki í Bretlandi, Red Grape Records. Þegar hafa tvær smáskífur verið gefnar út af plötunni og sú seinni, Ski Jumper, er mikið spiluð í útvarpi í Bretlandi um þessar mundir. Dirty Paper Cup hefur sömuleiðis fengið feiknagóðar viðtökur og gagnrýn- endur hafa verið á einu máli um ágæti hennar. Til að mynda fékk platan fjóra af fimm í einkunn hjá The Guardian. Stíft tónleikahald Mikil vinna hefur farið í gerð plöt- unnar og margir þekktir tónlistar- menn lögðu Hafdísi lið. Þar ber helst að nefna Chris Corner úr hljómsveit- inni Sneaker Pimps og Jim Abbiss, sem sá um gerð plötu Arctic Monkeys fyrir skemmstu. Um þessar mundir er Hafdís á tónleikaferðalagi um Bretland. Ferðalagið er svo stíft að hún varð að afboða fyrirhugaða tónleika sína á Airwaves. „Þetta eru tuttugu tón- leikar sem við tökum í október. Flestir staðirnir sem við spilum á taka um 200 gesti sem hentar okkur vel. Við erum með hljóðfæri eins og banjó og ukulele og svo stundum leikfangahljóðfæri. Það er því ágætt að vera á þessum smærri stöðum,“ segir Hafdís. Fimm ára vinna við plötuna Hafdís Huld var fimmtán ára þegar hún gekk til liðs við Gus Gus. Vegna ungs aldurs hennar þurftu foreldrar hennar að skrifa undir plötusamning með sveitinni fyrir hennar hönd. Hafdís kom fram með Gus Gus um nokkurra ára skeið þar til hún var óvænt rekin úr hljómsveitinni árið 1999. Eftir að hafa hugsað sinn gang ákvað hún að flytjast til London árið eftir og fara að vinna að eigin tónlist. Það tók þó tíma að finna sinn eigin tón og fyrst um sinn var Hafdís Huld mest í hlutverki gestasöngkonu hjá danshljómsveitum. Árið 2003 kom Hafdís svo fram á Airwaves með hljómsveit sér til full- tingis og þá hafði hún fundið rétta farveginn í tónlistinni. Árið eftir hóf hún svo nám í upptöku- og tónsmíð- um við LCCM-skólann í Lundúnum. Námið tók tvö ár og seinkaði fyrir- hugaðri plötuútgáfu Hafdísar en hún sér alls ekki eftir því, segir að platan sé mun betri fyrir vikið. „Ég er búin að læra að vera sjálf- stæðari í tónlistinni. Nú get ég gert allt sjálf, frá upphafi til enda, og það gefur manni frelsi til að gera það sem maður vill sjálfur gera. Ég get sjálf til dæmis alveg heyrt mig full- orðnast í gegnum plötuna, fyrir mér er hún hálfgerð þroskasaga. Þess vegna er þessi jákvæða gagnrýni mér afskaplega mikils virði.“ Orðin hálf-bresk Nú eru liðin sex ár frá því Hafdís Huld fluttist til London og hún er farin að aðlagast bresku samfélagi vel. „Ég hef náttúrulega eytt öllum mínum fullorðinsárum hér. Ég er farin að drekka rosa mikið te og er eiginlega hætt að kippa mér upp við að vera boðið te á fimm mínútna fresti. Það fer meira að segja ekki mikið í taugarnar á mér lengur að allt sé teppalagt hérna, en ég hef þó ekki enn vanist því að að fara á pöbbinn og borða franskar og bak- aðar baunir í öll mál. Líf mitt er voða mikið hér en samt finnst mér alltaf jafn yndislegt að koma heim til Íslands. Að borða brauð með osti í eldhúsinu hjá mömmu og pabba og fleira slíkt.“ Hafdís leigir íbúð í London með íslenskri vinkonu sinni sem er að læra grasalækningar og segir þær tvær „yndislega skrýtna blöndu“. Áður hafði hún búið með íslenskum leiklistarnemum, þeim Anítu Briem og Álfrúnu Örnólfsdóttur en sú síð- arnefnda lék einmitt með Hafdísi í myndbandinu við fyrsta smáskífu- lag plötunnar. Þegar seinna mynd- bandið fór í sýningar uppgötvaði Hafdís að tónlist hennar gæti vakið athygli og notið vinsælda. „Ég var að versla á Oxford-stræti með Söru vinkonu minni. Þegar við vorum inni í Topshop var svo mynd- bandið sýnt úti um allt á stórum skjám. Þarna var ég bara eitthvað að fíflast í Krísuvíkinni og það var sýnt alls staðar. Mér fannst það hálf ótrúlegt,“ segir Hafdís og hlær. Framundan er stíf spilamennska hjá Hafdísi og hljómsveitinni henn- ar. Platan verður gefin út í Frakk- landi í byrjun nóvember og á Spáni og í Danmörku í byrjun næsta árs. Hún vonast þó til þess að geta komið til Íslands til að halda tónleika. „Okkur langar að fara stuttan túr. Það verður annað hvort í lok ársins eða í byrjun næsta árs. Þá geta vinir og vandamenn séð mig − og vonandi koma nokkrir í viðbót.“ hdm@frettabladid.is Stelpan úr GusGus orðin fullorðin HAFDÍS HULD ÞRASTARDÓTTIR Sendi nýlega frá sér fyrstu sólóplötu sína og stefnir á að halda tónleika á Íslandi öðru hvoru megin við áramótin. Söngkonan Madonna hefur nú svarað fyrir gagnrýni fjölmiðla á ættleiðingu sinni en hún ættleiddi á dögunum ársgamlan dreng frá Malaví sem kom til Bretlands í vikunni. Fjölmiðlar hafa hjakkað mikið á því að tilgangur ættleið- ingarinnar sé aðeins að fá athygli og herma eftir Angelinu Jolie sem hefur ættleitt tvö börn. Einn- ig er Madonna sökuð um að hafa brotið lög í ættleiðingarferli sínu. Madonna segir að gagnrýnin fari fyrir brjóstið á henni og hún hafi aðeins viljað bjarga þessum unga dreng frá fátækt og eymd og stækka fjölskyldu sína og að engin lög hafi verið brotin við það. Einnig segist hún vilja ætt- leiða unga telpu sem var á sama munaðarleysingjahæli og dreng- urinn. „Þegar stúlkan horfði á mig með sorgmæddum augum fékk ég sting í hjartað og ég verð að fara og sækja hana líka,“ segir bjargvætturinn Madonna. Ætlar líka að ættleiða stelpu MADONNA Vill nú ættleiða stúlkubarn líka og segir að gagnrýni breskra fjölmiðla fari fyrir brjóstið á henni. Hafdís Huld Á MAGABOLNUM Hafdís á tón- leikum með GusGus í Flugskýli 4 1999. ANDLIT GUSGUS Hafdís í mynda- töku með sveitinni snemma árs 1999. REKIN Hafdís skömmu eftir að hún var rekin úr GusGus árið 1999. Á LEIÐ ÚT Hafdís árið 2000, árið sem hún fluttist til London. LUNDÚNABÚI Hafdís árið 2001 þegar hún söng með dans- hljómsveitinni FC Kahuna. ORÐIN FULL- ORÐIN Hafdís árið 2006 þegar hún hefur sent frá sér fyrstu sólóplötu sína. Í skjölum sem breska götublaðið The Mirror komst yfir er greint frá því að Heather Mills haldi því fram að McCartney hafi verið drykk- felldur og ofbeldishneigður síðustu ár hjónabandsins. Samkvæmt frétt The Mirror á bítillinn fyrrverandi að hafa lamið Mills á meðan hún var ólétt, tekið hana hálstaki, hent í hana vínglasi og ýtt henni ofan í tómt baðkar. Mills segir ennfremur að McCartney hafi neytt áfengis ótæpi- lega og ólögleg vímuefni sem hafi orðið til þess að hann missti stjórn á skapi sínu með fyrrgreindum afleið- ingum. Vinir tónlistarmannsins segja McCartney vera í öngum sínum yfir þessum ásökunum. „Hann neitar þessu með öllu og trúir því hreinlega ekki að hann skuli sakaður um eitthvað af þessu. Hann er öskureiður því hann vildi Mills aðeins vel,“ sagði vinur McCartney. Í málsskjölunum er greint frá árás sem á að hafa átt sér stað í Los Angeles árið 2002. Þá á Paul að hafa tekið um hálsinn á Mills og skellt henni upp á kaffiborð. Ári eftir þetta, þegar Mills gekk með dóttur þeirra Bea, á McCartney að hafa brjálast og ýtt henni ofan í baðkar. Í apríl síðastliðnum á McCartney síðan að hafa hellt yfir Mills rauð- víni, brotið glasið og skorið fyrir- sætuna með glerbroti sem varð til þess að úr varð mjög stórt sár á oln- boganum. McCartney á síðan að hafa þrýst Mills í hjólastól, farið með hana út fyrir og öskrað að hún skyldi biðjast afsökunar á fram- ferði sínu gagnvart sér. Málið verð- ur tekið fyrir á næsta ári en reiknað er með að skilnaðurinn geti orðið sá dýrasti í sögu Bretlands enda McCartney einn ríkasti maður landsins. - fgg McCartney sagður ofbeldishneigður ERFIÐUR SKILNAÐUR Paul McCartney er sagður hafa lamið Heather Mills á síðustu árum hjónabandsins en hann neitar öllum sökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.