Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 75

Fréttablaðið - 19.10.2006, Page 75
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 51 Tónlistarvikunni Verslówaves lýkur í Verslunarskólanum í dag með tónleikum Kalla sem áður var í Tenderfoot og Mugison. Alla vikuna hafa listamenn sem koma fram á Airwaves-hátíðinni spilað í Verslunarskólanum í frí- mínútum við góðar undirtektir. Þegar hafa Æla, Original Melody, Forgotten Lores og Pétur Ben komið fram. Þetta er í annað sinn sem Versló-waves er haldin en í fyrra tróðu þar m.a. upp Lokbrá, Jan Mayen, Úlpa og Lára. „Við ætluð- um að hafa tónleika í fyrra og ákváðum bara að hafa þetta grand og hafa heila viku,“ segir Björgvin Ívar Baldursson sem stendur fyrir tónlistarvikunni. „Við höfum feng- ið mjög góð viðbrögð og þetta var hápunkturinn í félagslífinu í fyrra,“ segir hann. Verslówaves vinsæl MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison spilar í Versló í dag. MYND/DANÍEL NEMENDUR Versló-waves hefur fengið góðar undirtekir hjá nemendum skól- ans. MYND/LILJA GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR Eftir mikinn orðróm þess efnis að fyrrverandi kryddpían Mel B og Eddie Murphy muni ganga í það heilaga á næstunni, heldur the Sun því nú fram að söngfuglinn beri barn þeirra undir belti. Náinn vinur parsins segir Mel vera komna fjóra mánuði á leið og parið vera yfir sig hamingjusamt með væntanlegan erfingja. Samkvæmt heimildum blaðsins gat Mel ekki haldið aftur af sér og sagði hverj- um sem er af þunguninni í nýaf- staðinni verslunarferð í verslun- inni Le Bra Lingerie í Los Angeles. Hún ýjaði jafnvel að því að von gæti verið á tvíburum, en þeir eru víst algengir í fjölskyldu Eddies. Grínistinn Eddie á sex börn fyrir, en Mel á dótturina Phoenix Chi með fyrrverandi eiginmanni sínum Jimmy Gulzar. Mel B ólétt? MEL B ÓLÉTT? Leysti frá skjóðunni í verslunarferð í nærfatabúð. Kanadíski söngfuglinn Celine Dion er farin að huga að því að eignast sitt annað barn. Dion er nú að ljúka tónleikaröð sinni á Caesar Palace hótelinu í Las Vegas en hún hefur verið gríðarlega vinsæl vestanhafs. Hún á eitt ár eftir á samningi síðan þar og svo hyggst hún láta reyna á að eignast annað barn. Dion er gift upptökustjóran- um Réne Angélil og eiga þau saman eina dóttur. Dion segist þó munu sjá eftir tónleikum sínum. „Það verður erfitt að kveðja fólkið og aðdáendurna en það er aldrei að vita hvenær ég kem aftur.“ Vill annað barn CELINE DION Ætlar að klára tónleikaröð sína í Las Vegas en mun svo láta reyna á það að eignast annað barn. Bono stendur þessa dagana í stappi við fyrrverandi stílista U2, sem vill ekki afhenda meðlimum U2 klæðnað sem þeir segja hann hafa hnuplað þegar hann vann fyrir þá. Stílistinn Lola Cashman heldur því hins vegar fram að henni hafi verið gefinn klæðnaðurinn, en meðal flíkanna er Stetson-hatturinn sem prýddi höfuð Bonos á umslagi plöt- unnar Rattle and Hum. Eftir að Lola reyndi að selja einhverjar flíkur á uppboði hjá Christie‘s árið 2002 gengu lögfræðingar U2 í málið til að stöðva hana. U2 vann málið gegn henni í fyrra, en ekki vildi betur til en svo að Lola áfrýj- aði dómnum og hefur Bono því neyðst til að mæta fyrir rétt í Dublin í þessari löngu forræðis- deilu um Stetson-hattinn góða. Berst fyrir hatti sínum BONO SAKNAR HATTSINS SÍNS Friður ekki í sjónmáli enn, því hart er barist um yfirráð yfir klæðnaði U2. Fótboltafrúin Victoria Beckham er að íhuga það að afþakka boð bandarískrar sjón- varpsstöðvar um að stjórna sínum eigin raunveru- leikaþætti sem tengdur verður tísku. Victoria er á báðum áttum hvort hún eigi að halda til Banda- ríkjanna eða vera í Madrid hjá fjölskyldu sinni. Breska dagblað- ið Daily Express greinir frá þessu og segir ákvörðunina valda Vict- oriu miklu hugarangri, fjölskyld- an eða framinn? Á báðum áttum VICTORIA BECKHAM Fí to n/ S ÍA ������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������� ������������� ���������������� �������������������������������������������� ���������������������������� ���

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.