Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 81

Fréttablaðið - 19.10.2006, Side 81
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 57 ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR DHL-deild kvenna HK-HAUKAR 29-36 Mörk HK (skot): Hjördís Rafnsdóttir 6(6), Auður Jónsdóttir 6(19/1), Elísa Viðarsdóttir 4(6), Tatjana Zukovska 3(7), Arna S. Pálsdóttir 2(5), Aukse Wysniauskaite 2(2), Rut Jónsdóttir 1(2), Elfa Arn- arsdóttir 1(4), Elsa R. Óðinsdóttir 1(4), Brynja Magnúsdóttir 0(1/1). Varin skot: Ólöf Ragnarsdóttir 9/2, Sunna Frið- björnsdóttir 2 Hraðaupphlaup: 3 (Elísa, Auður, Elfa). Fiskuð víti: 8 (Aukse 2, Elísa, Elsa, Arna, Hjördís, Elín, Brynja). Utan vallar: 4 mín. Mörk Hauka (skot): Hanna G. Stefánsdóttir 14(16/1), Ramune Pekarkyte 9(11/1), Sandra Stojkovic 6(11), Harpa Melsteð 4(5), Tinna Ósk Þorvaldsdóttir 3(3), Erna Þráinsdóttir 1(4), Nína K. Björnsdóttir 1(4), Þórdís Helgadóttir 1/1(1). Varin skot: Helga Torfadóttir 8/2, Bryndís Jóns- dóttir 7/1. Hraðaupphlaup: 5 (Hanna 4, Sandra1). Fiskuð víti: 4(Sandra, Hanna, Tinna, Erna). Utan vallar: 8 mín. STAÐAN GRÓTTA 6 4 0 2 162-152 8 VALUR 5 3 1 1 135-122 7 STJARNAN 4 3 0 1 128-87 6 HAUKAR 4 3 0 1 124-95 6 ÍBV 5 3 0 2 137-123 6 FRAM 5 2 2 1 121-115 6 FH 5 1 1 3 114-127 3 HK 5 1 0 4 125-164 2 AKUREYRI 5 0 0 5 94-154 0 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL CHELSEA-BARCELONA 1-0 1-0 Drogba (47.). WERDER BREMEN-LEVKSI SOFIA 2-0 1-0 Rodrigues (45.), 2-0 da Cunha (74.) STAÐAN CHELSEA 3 3 0 0 6-1 9 BARCELONA 3 1 1 1 6-2 4 W. BREMEN 3 1 1 1 3-3 4 L. SOFIA 3 0 0 3 1-10 0 B-RIÐILL INTER-SPARTAK MOSKVA 2-1 1-0 Cruz (2.), 2-0 Cruz (9.), 2-1 Pavlychenko (54.) SPORTING LISBON-BAYERN MUNCHEN 0-1 0-1 Schweinsteiger (19.) STAÐAN B. MUNCHEN 3 3 0 0 7-0 9 S. LISBON 3 1 1 1 2-2 4 INTER 3 1 0 2 2-4 3 S. MOSKVA 3 0 1 2 2-7 1 C-RIÐILL BORDEAUX-LIVERPOOL 0-1 0-1 Crouch (58.) GALATASARAY-PSV EINDHOVEN 1-2 1-0 Ilic (19.), 1-1 Kromkamp (59.), 1-2 Kone (72.) STAÐAN LIVERPOOL 3 2 1 0 4-2 7 PSV 3 2 1 0 3-1 7 GALATASAR. 3 0 1 2 3-5 1 BORDEAUX 3 0 1 2 0-2 1 D-RIÐILL OLYMPIAKOS-ROMA 0-1 0-1 Perrotta (76.) VALENCIA-SHAKTAR DONETSK 2-0 1-0 Villa (31.), 2-0 Villa (45.) STAÐAN VALENCIA 3 3 0 0 8-3 9 ROMA 3 2 0 1 6-2 6 OLYMPIAKOS 3 0 1 2 4-7 1 S. DONETKSK 3 0 1 2 2-8 1 HANDBOLTI Haukastúlkur unnu nokkuð auðveldan sigur á kornungu liði HK, 26-39. Haukar höfðu yfirhöndina strax frá byrjun og höfðu yfir í hálfleik, 12-20. Þær kláruðu svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks með því að skora sjö fyrstu mörk hálfleiksins. Eftir það áttu HK stúlkur enga möguleika og urðu lokatölur sem áður sagði, 26-39. Hanna G. Stefánsdóttir átti stórleik í liði Hauka og Ramune var einnig sterk en í liði HK átti Ólöf markvörður ágætan leik. - aih DHL-deild kvenna: HK skellt illa BARNINGUR Hanna Stefánsdóttir fór á kostum og þessi varnarleikur skilaði engu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það var mikið líf á knatt- spyrnuvöllum víðs vegar um Evr- ópu í gær þegar leikið var í meist- aradeildinni. Liverpool, PSV, Bayern München og Valencia standa mjög vel að vígi eftir leiki gærkvöldsins en mikil spenna er enn í öllum riðlum meistaradeild- ar Evrópu. Liverpool fór til Frakklands þar sem liðið heimsótti Bordeaux. Crouch kom Liverpool yfir þegar rúmur hálftími var eftir af leikn- um. Markið skoraði Crouch með skalla eftir sendingu frá Bellamy. Þar við sat og Liverpool er í góðri stöðu eftir þrjá fyrstu leikina. Í hinum leik C-riðils gerðu leik- menn PSV sér lítið fyrir og unnu Galatasaray á útivelli, 2-1. Í B-riðli tók Inter Milan á móti Spartak Moskva. Julio Cruz, sókn- armaður Inter, var í miklu stuði og skoraði tvö mörk á fyrstu níu mín- útum leiksins. Roman Pavlyu- chenko náði að minnka muninn og þar við sat. Bastian Schweinsteiger kom mikið við sögu í leik Sporting Lis- bon og Bayern München. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu en var svo rekinn af velli á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Leikmenn Sporting náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og 1-0 sigur Þjóðverjanna staðreynd. Werder Bremen á enn ágæta möguleika á að komast upp úr A- riðli eftir að liðið lagði Levski Sofia að velli á heimavelli sínum, Weserstadion. Werder Bremen er því enn í baráttunni við Chelsea og Barcelona um sæti í 16 liða úrslit- um. Leikmenn Valencia hafa verið á skotskónum í meistaradeildinni á þessari leiktíð. Í gær skoraði David Villa bæði mörk liðsins í 2-0 sigri Valencia á Shakhtar Donetsk. Simone Perrotta tryggði Roma góðan útisigur á Olympiakos frá Grikklandi með marki á 76. mín- útu leiksins. . - dsd Liverpool, PSV, Bayern München og Valencia standa vel að vígi í meistaradeild Evrópu eftir leikina í gær: Crouch tryggði Liverpool góðan útisigur SKALLI OG MARK Peter Crouch fagnar hér markinu sem hann skoraði í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var mikið um dýrðir á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea tók á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og hann fékk viðurkenn- ingu fyrir leik frá Chelsea með þökk fyrir frábæra þjónustu á sínum tíma. Áhorfendur tóku einn- ig vel á móti landsliðsfyrirliðan- um íslenska og klöppuðu vel og innilega fyrir honum. Chelsea er í margumtöluðum markvarðavandræðum og því stóð hinn óþekkti Portúgali Hilario á milli stanganna hjá ensku meist- urunum. Þrátt fyrir frekar varn- arsinnaða uppstillingu byrjaði Chelsea leikinn betur og réð ferð- inni á meðan leikmenn Barcelona virtust vera að ná áttum. Andriy Shevchenko fékk dauða- færi eftir stundarfjórðungsleik en var of lengi að athafna og því fékk Rafael Marques tíma til að hreinsa í horn. Hornspyrnur Chelsea voru einnig hættulegar þar sem John Terry var aðsópsmikill í teignum. Barcelona gekk illa að opna vörn Chelsea og munaði mikið um að Ronaldinho og Lionel Messi voru teknir fast og fengu engan tíma. Messi slapp þó í gegn um miðjan hálfleikinn en Hilario varði skot hans úr þröngu færi. Barca- strákunum óx ásmegin eftir því sem á leið og á 30. mínútu opnuðu þeir Chelsea-vörnina laglega en Hilario varði skot frá Xavi. Markalaust í leikhléi en síðari hálfleikur byrjaði með miklum látum því Didier Drogba kom heimamönnum yfir eftir aðeins eina mínútu í síðari hálfleik með glæsilegu skoti utan teigs. Shev- chenko hefði getað komið Chelsea í 2-0 níu mínútum síðar en hann fór illa að ráði sínu einn gegn markverði. Eiður Smári átti erfitt upp- dráttar í leiknum, fékk úr litlu að moða en var duglegur að hreyfa sig og bjóða sig. Það kom því lítt á óvart þegar Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, skipti honum af velli á 60. mínútu fyrir Ludovic Guily. Barcelona reyndi hvað það gat til að jafna leikinn en með mjög takmörkuðum árangri því Chelsea hafði öll ráð þeirra í hendi sér og Ronaldinho komst aldrei í takt við leikinn. Leikmenn Chelsea fögnuðu ógurlega í leikslok enda komnir með mjög vænlega stöðu í riðlin- um og þar að auki komnir yfir í sálarstríðinu við Barcelona. „Við þurftum á þessum stigum að halda fyrir Petr, Carlo og stúlk- una sem vann fyrir Chelsea en er látin. Ég tileinka fjölskyldu henn- ar sigurinn,“ sagði markaskorar- inn Didier Drogba. „Þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir Chelsea sem er ein stór fjölskylda.“ Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var eðlilega borubrattur eftir leik- inn. „Þessi sigur er ekki bara fyrir Carlo og Petr. Þetta er sorgleg stund enda var þetta indæl stúlka sem átti með okkur góðar stundir á æfingasvæðinu,“ sagði Mourin- ho. Drogba og Mourinho voru að ræða um starfsstúlku Chelsea sem lést í umferðarslysi í gær en mikið hefur verið um áföll hjá Chelsea síðustu daga. henry@frettabladid.is Þrumufleygur Drogba sökkti Barca Evrópumeistarar Barcelona komust ekkert áfram gegn gríðarsterku liði Chelsea á Stamford Bridge í gær. Didier Drogba skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti utan teigs. Eiður Smári Guðjohnsen komst lítt áfram í leiknum og var tekinn af velli eftir klukkutíma leik. OG ÞAÐ VAR MARK Boltinn syngur hér í netinu og stuðningsmenn Chelsea fagna innilega. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ALLTAF SKREFI Á UNDAN Ronaldinho og félagar í Barcelona áttu engin svör við leik Chelsea í gær. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan og ekkert kom út úr Brasilíu- manninum snjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÖGNUÐUR Didier Drogba fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum ásamt Þjóðverjanum Michael Ballack. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.