Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 81

Fréttablaðið - 19.10.2006, Síða 81
FIMMTUDAGUR 19. október 2006 57 ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR DHL-deild kvenna HK-HAUKAR 29-36 Mörk HK (skot): Hjördís Rafnsdóttir 6(6), Auður Jónsdóttir 6(19/1), Elísa Viðarsdóttir 4(6), Tatjana Zukovska 3(7), Arna S. Pálsdóttir 2(5), Aukse Wysniauskaite 2(2), Rut Jónsdóttir 1(2), Elfa Arn- arsdóttir 1(4), Elsa R. Óðinsdóttir 1(4), Brynja Magnúsdóttir 0(1/1). Varin skot: Ólöf Ragnarsdóttir 9/2, Sunna Frið- björnsdóttir 2 Hraðaupphlaup: 3 (Elísa, Auður, Elfa). Fiskuð víti: 8 (Aukse 2, Elísa, Elsa, Arna, Hjördís, Elín, Brynja). Utan vallar: 4 mín. Mörk Hauka (skot): Hanna G. Stefánsdóttir 14(16/1), Ramune Pekarkyte 9(11/1), Sandra Stojkovic 6(11), Harpa Melsteð 4(5), Tinna Ósk Þorvaldsdóttir 3(3), Erna Þráinsdóttir 1(4), Nína K. Björnsdóttir 1(4), Þórdís Helgadóttir 1/1(1). Varin skot: Helga Torfadóttir 8/2, Bryndís Jóns- dóttir 7/1. Hraðaupphlaup: 5 (Hanna 4, Sandra1). Fiskuð víti: 4(Sandra, Hanna, Tinna, Erna). Utan vallar: 8 mín. STAÐAN GRÓTTA 6 4 0 2 162-152 8 VALUR 5 3 1 1 135-122 7 STJARNAN 4 3 0 1 128-87 6 HAUKAR 4 3 0 1 124-95 6 ÍBV 5 3 0 2 137-123 6 FRAM 5 2 2 1 121-115 6 FH 5 1 1 3 114-127 3 HK 5 1 0 4 125-164 2 AKUREYRI 5 0 0 5 94-154 0 Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL CHELSEA-BARCELONA 1-0 1-0 Drogba (47.). WERDER BREMEN-LEVKSI SOFIA 2-0 1-0 Rodrigues (45.), 2-0 da Cunha (74.) STAÐAN CHELSEA 3 3 0 0 6-1 9 BARCELONA 3 1 1 1 6-2 4 W. BREMEN 3 1 1 1 3-3 4 L. SOFIA 3 0 0 3 1-10 0 B-RIÐILL INTER-SPARTAK MOSKVA 2-1 1-0 Cruz (2.), 2-0 Cruz (9.), 2-1 Pavlychenko (54.) SPORTING LISBON-BAYERN MUNCHEN 0-1 0-1 Schweinsteiger (19.) STAÐAN B. MUNCHEN 3 3 0 0 7-0 9 S. LISBON 3 1 1 1 2-2 4 INTER 3 1 0 2 2-4 3 S. MOSKVA 3 0 1 2 2-7 1 C-RIÐILL BORDEAUX-LIVERPOOL 0-1 0-1 Crouch (58.) GALATASARAY-PSV EINDHOVEN 1-2 1-0 Ilic (19.), 1-1 Kromkamp (59.), 1-2 Kone (72.) STAÐAN LIVERPOOL 3 2 1 0 4-2 7 PSV 3 2 1 0 3-1 7 GALATASAR. 3 0 1 2 3-5 1 BORDEAUX 3 0 1 2 0-2 1 D-RIÐILL OLYMPIAKOS-ROMA 0-1 0-1 Perrotta (76.) VALENCIA-SHAKTAR DONETSK 2-0 1-0 Villa (31.), 2-0 Villa (45.) STAÐAN VALENCIA 3 3 0 0 8-3 9 ROMA 3 2 0 1 6-2 6 OLYMPIAKOS 3 0 1 2 4-7 1 S. DONETKSK 3 0 1 2 2-8 1 HANDBOLTI Haukastúlkur unnu nokkuð auðveldan sigur á kornungu liði HK, 26-39. Haukar höfðu yfirhöndina strax frá byrjun og höfðu yfir í hálfleik, 12-20. Þær kláruðu svo leikinn í byrjun seinni hálfleiks með því að skora sjö fyrstu mörk hálfleiksins. Eftir það áttu HK stúlkur enga möguleika og urðu lokatölur sem áður sagði, 26-39. Hanna G. Stefánsdóttir átti stórleik í liði Hauka og Ramune var einnig sterk en í liði HK átti Ólöf markvörður ágætan leik. - aih DHL-deild kvenna: HK skellt illa BARNINGUR Hanna Stefánsdóttir fór á kostum og þessi varnarleikur skilaði engu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það var mikið líf á knatt- spyrnuvöllum víðs vegar um Evr- ópu í gær þegar leikið var í meist- aradeildinni. Liverpool, PSV, Bayern München og Valencia standa mjög vel að vígi eftir leiki gærkvöldsins en mikil spenna er enn í öllum riðlum meistaradeild- ar Evrópu. Liverpool fór til Frakklands þar sem liðið heimsótti Bordeaux. Crouch kom Liverpool yfir þegar rúmur hálftími var eftir af leikn- um. Markið skoraði Crouch með skalla eftir sendingu frá Bellamy. Þar við sat og Liverpool er í góðri stöðu eftir þrjá fyrstu leikina. Í hinum leik C-riðils gerðu leik- menn PSV sér lítið fyrir og unnu Galatasaray á útivelli, 2-1. Í B-riðli tók Inter Milan á móti Spartak Moskva. Julio Cruz, sókn- armaður Inter, var í miklu stuði og skoraði tvö mörk á fyrstu níu mín- útum leiksins. Roman Pavlyu- chenko náði að minnka muninn og þar við sat. Bastian Schweinsteiger kom mikið við sögu í leik Sporting Lis- bon og Bayern München. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu en var svo rekinn af velli á fyrstu mínútu síðari hálfleiks þegar hann fékk sitt annað gula spjald. Leikmenn Sporting náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og 1-0 sigur Þjóðverjanna staðreynd. Werder Bremen á enn ágæta möguleika á að komast upp úr A- riðli eftir að liðið lagði Levski Sofia að velli á heimavelli sínum, Weserstadion. Werder Bremen er því enn í baráttunni við Chelsea og Barcelona um sæti í 16 liða úrslit- um. Leikmenn Valencia hafa verið á skotskónum í meistaradeildinni á þessari leiktíð. Í gær skoraði David Villa bæði mörk liðsins í 2-0 sigri Valencia á Shakhtar Donetsk. Simone Perrotta tryggði Roma góðan útisigur á Olympiakos frá Grikklandi með marki á 76. mín- útu leiksins. . - dsd Liverpool, PSV, Bayern München og Valencia standa vel að vígi í meistaradeild Evrópu eftir leikina í gær: Crouch tryggði Liverpool góðan útisigur SKALLI OG MARK Peter Crouch fagnar hér markinu sem hann skoraði í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það var mikið um dýrðir á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea tók á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og hann fékk viðurkenn- ingu fyrir leik frá Chelsea með þökk fyrir frábæra þjónustu á sínum tíma. Áhorfendur tóku einn- ig vel á móti landsliðsfyrirliðan- um íslenska og klöppuðu vel og innilega fyrir honum. Chelsea er í margumtöluðum markvarðavandræðum og því stóð hinn óþekkti Portúgali Hilario á milli stanganna hjá ensku meist- urunum. Þrátt fyrir frekar varn- arsinnaða uppstillingu byrjaði Chelsea leikinn betur og réð ferð- inni á meðan leikmenn Barcelona virtust vera að ná áttum. Andriy Shevchenko fékk dauða- færi eftir stundarfjórðungsleik en var of lengi að athafna og því fékk Rafael Marques tíma til að hreinsa í horn. Hornspyrnur Chelsea voru einnig hættulegar þar sem John Terry var aðsópsmikill í teignum. Barcelona gekk illa að opna vörn Chelsea og munaði mikið um að Ronaldinho og Lionel Messi voru teknir fast og fengu engan tíma. Messi slapp þó í gegn um miðjan hálfleikinn en Hilario varði skot hans úr þröngu færi. Barca- strákunum óx ásmegin eftir því sem á leið og á 30. mínútu opnuðu þeir Chelsea-vörnina laglega en Hilario varði skot frá Xavi. Markalaust í leikhléi en síðari hálfleikur byrjaði með miklum látum því Didier Drogba kom heimamönnum yfir eftir aðeins eina mínútu í síðari hálfleik með glæsilegu skoti utan teigs. Shev- chenko hefði getað komið Chelsea í 2-0 níu mínútum síðar en hann fór illa að ráði sínu einn gegn markverði. Eiður Smári átti erfitt upp- dráttar í leiknum, fékk úr litlu að moða en var duglegur að hreyfa sig og bjóða sig. Það kom því lítt á óvart þegar Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, skipti honum af velli á 60. mínútu fyrir Ludovic Guily. Barcelona reyndi hvað það gat til að jafna leikinn en með mjög takmörkuðum árangri því Chelsea hafði öll ráð þeirra í hendi sér og Ronaldinho komst aldrei í takt við leikinn. Leikmenn Chelsea fögnuðu ógurlega í leikslok enda komnir með mjög vænlega stöðu í riðlin- um og þar að auki komnir yfir í sálarstríðinu við Barcelona. „Við þurftum á þessum stigum að halda fyrir Petr, Carlo og stúlk- una sem vann fyrir Chelsea en er látin. Ég tileinka fjölskyldu henn- ar sigurinn,“ sagði markaskorar- inn Didier Drogba. „Þetta er búinn að vera erfiður tími fyrir Chelsea sem er ein stór fjölskylda.“ Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var eðlilega borubrattur eftir leik- inn. „Þessi sigur er ekki bara fyrir Carlo og Petr. Þetta er sorgleg stund enda var þetta indæl stúlka sem átti með okkur góðar stundir á æfingasvæðinu,“ sagði Mourin- ho. Drogba og Mourinho voru að ræða um starfsstúlku Chelsea sem lést í umferðarslysi í gær en mikið hefur verið um áföll hjá Chelsea síðustu daga. henry@frettabladid.is Þrumufleygur Drogba sökkti Barca Evrópumeistarar Barcelona komust ekkert áfram gegn gríðarsterku liði Chelsea á Stamford Bridge í gær. Didier Drogba skoraði eina mark leiksins með þrumuskoti utan teigs. Eiður Smári Guðjohnsen komst lítt áfram í leiknum og var tekinn af velli eftir klukkutíma leik. OG ÞAÐ VAR MARK Boltinn syngur hér í netinu og stuðningsmenn Chelsea fagna innilega. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ALLTAF SKREFI Á UNDAN Ronaldinho og félagar í Barcelona áttu engin svör við leik Chelsea í gær. Heimamenn voru alltaf skrefi á undan og ekkert kom út úr Brasilíu- manninum snjalla. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÖGNUÐUR Didier Drogba fagnar hér sigurmarki sínu í leiknum ásamt Þjóðverjanum Michael Ballack. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.