Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 10
10 20. október 2006 FÖSTUDAGUR
HAUSTHÁTÍÐ Þessi þýska garðyrkju-
kona skrýddi heyrúllur fyrir haust-
hátíðina sem haldin er í Erfurt í
Austur-Þýskalandi þessa dagana.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Dögg Pálsdóttir
4.í sætiðwww.dogg.is
Prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjavík, 27. og 28. október 2006
LÁTUM
VERKIN TALA
KOSNINGASKRIFSTOFA
Laugavegi 170, 2. hæð
opnunartími virka daga kl.
16-22 og um helgar
frá kl. 12-18
dogg@dogg.is
sími 517-8388
Hlökkum til
að sjá þig.
. sæti4
Vi› bjó›um flér í laugardagskaffi
í félagsheimili firóttar á morgun kl. 11-13
fia› ver›ur heitt á könnunni og veitingar me› í félagsheimili firóttar í
Laugardal á morgun. Oddn‡ Sturludóttir varaborgarfulltrúi b‡›ur gesti
velkomna fyrir hönd stu›ningsfólks og Tríó Tómasar R. Einarssonar
galdrar fram ljúfa tóna. fiórunn Sveinbjörnsdóttir varaform. Eflingar og
Pétur Jónsson fyrrv. borgarfulltrúi flytja stutt ávörp og Steinunn Valdís
kynnir helstu áherslur sínar í tengslum vi› komandi kosningar.
Stu›ningsfólk Steinunnar Valdísar
Prófkjör Samfylkingarinnar
í Reykjavíkurkjördæmum
11. nóvember
TÉKKLAND, AP Jiri Paroubek, leiðtogi
tékkneskra jafnaðarmanna, hefur
lagt til að mynduð verði samsteypu-
stjórn síns flokks og höfuðkeppi-
nautarins, íhaldsflokksins ODS. Það
sé eina færa leiðin út úr pattstöð-
unni sem ríkt hefur í stjórnmálum
landsins frá því kosið var til þings í
sumar, en þeim lyktaði þannig að
pólitísku fylkingarnar fengu
nákvæmlega jafnmarga þingmenn,
hundrað hvor.
Mirek Topolanek, leiðtogi ODS,
sem fór fyrir minnihlutastjórn sem
féll í atkvæðagreiðslu um trausts-
yfirlýsingu, tjáði sig ekki um
tillöguna. Flokkur hans hafði áður
hafnað hugmyndinni. - aa
Pattstaðan í Tékklandi:
Stóru flokkarnir
myndi stjórn
DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í
gær refsidóm yfir Litháanum
Roman Kosakovskis, sem reyndi
að smygla amfetamíni í fljótandi
formi svo og brennisteinssýru til
landsins í febrúar. Héraðsdómur
Reykjavíkur hafði dæmt hann í
tveggja og hálfs árs fangelsi en
Hæstiréttur þyngdi dóminn í fjög-
ur ár.
Samkvæmt matsgerð Rann-
sóknarstofu Háskóla Íslands í
lyfja- og eiturefnafræði hefði
verið unnt að framleiða 2383
grömm af hreinu amfetamín-
súlfati úr því magni sem Litháinn
reyndi að smygla inn. Þetta þýðir
að hægt hefði verið að búa til 17,49
kíló af fíkniefninu amfetamíni
með tíu prósent styrkleika. Hæsti-
réttur leit við ákvörðun refsingar
til þess mikla magns fíkniefna
sem hægt hefði verið að vinna úr
vökvanum og einnig að maðurinn
hefði tekið að sér innflutning efna
sem hefði augljóslega verið vand-
lega skipulagður.
Frá fjögurra ára fangelsisvist
mannsins dregst gæsluvarðhald
sem hann hefur sætt frá 27. febrú-
ar. Honum var gert að greiða
áfrýjunarkostnað, tæplega 348
þúsund krónur. - jss
ROMAN KOSAKOVSKIS Hæstiréttur
þyngdi fangelsisdóminn yfir honum.
Hæstiréttur þyngdi dóm yfir litháískum fíkniefnasmyglara:
Fékk fjögurra ára fangelsi
MATVÆLAVERÐ Ganga verður út frá
því að fjörutíu prósenta lækkun
verði á tollum í þeim vöruflokkum
sem eru í samkeppni við innlendar
kjötvörur, til dæmis nautakjöt,
kjúklingar og svínakjöt, ef fyrir-
huguð verðlækkun upp á allt að
sextán prósent á að nást. Þetta er
mat Samtaka atvinnulífsins.
Innanlandsframleiðsla kjöts
var rétt rúm 24 þúsund tonn og
heildarsala tæp 23 þúsund tonn.
Neysla lambakjöts var 7.300 tonn,
svínakjöts 5.300 tonn, nautakjöts
3.600 tonn og hrossakjöts fimm
hundruð tonn í fyrra. Heimildir til
innflutnings á lægri tollum eru
lítið nýttar.
Tæp tvö hundruð tonn af kjöti
voru flutt inn, eða innan við eitt
prósent af heildarneyslunni. Mest
var flutt inn af nauta- og hrein-
dýrakjöti, eða um helmingur inn-
flutningsins. Tæp þrjátíu tonn af
kjúklingum voru flutt inn og tólf
tonn af svínakjöti. Það er vel innan
við eitt prósent af neyslunni. Hæsti
tollurinn var á nautahakk, eða 266
prósent, en kjúklingar og kalkúnar
voru með tvö hundruð prósent.
Verðlækkunin „getur ekki orðið
nema af völdum lækkunar inn-
lendra kjötvara því markaðshlut-
deild innfluttra kjötvara verður
óhjákvæmilega afar lítil áfram
þrátt fyrir tollalækkunina þar sem
tollarnir verða eftir sem áður afar
háir,“ segir Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins. - ghs
KJÖTBORÐIÐ Í NÓATÚNI Lítið magn af kjúklingabringum hefur verið flutt til landsins.
Ef fyrirhuguð verðlækkun á að nást verður að lækka tolla á þeim vöruflokkum sem
eru í samkeppni við innlendar kjötvörur, að mati Samtaka atvinnulífsins.
Innflutningur kjöts lítill þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnar:
Tollarnir haldast
háir áfram