Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 24
 20. október 2006 FÖSTUDAGUR Veitingastaðurinn Galileó í Hafnarstræti fékk nýverið til sín nýjan liðsmann, ítalska kokkinn Antonino Neri. Eftir komu hans hefur eldhúsið tekið stakkaskiptum og nú er hvítlaukurinn allsráðandi. Antonino Neri, eða Nino einsog hann er kallaður, fæddist á Sikil- ey en ólst að mestu leyti upp á Sardiníu og Norður-Ítalíu. Hann hefur starfað sem kokkur í um 30 ár og nú fá Íslendingar að njóta kunnáttu hans. Nino leggur mikið upp úr því að halda í ítalskar hefðir í eldhúsinu á Galileó. „Ég er mjög stoltur af ítalskri matargerð og ég vil ekki yfirgefa ítalskar hefðir,“ segir Nino og leggur áherslu á orð sín með ítölsku handapati. „Ég til dæmis bæti ekki við rjóma í spaghetti carbonara, það er ekki ítalskt. Við ítalska matargerð á Íslandi eru notuð mörg krydd eða hrá- efni sem ekki er hefð fyrir á Ítalíu. Íslendingar elska sósurnar sínar,“ bætir hann við og glottir. „En því miður þá dregur sósan úr rétta bragðinu. Ég vil framreiða ekta ítalskan mat sem fellur Íslendingum í geð.“ Nino vann um skeið fyrir íslensk- an mann og var það sú vinna sem dró hann fyrst til landsins. Hins vegar segir Nino að þeim hafi nú ekki komið vel saman svo hann hætti og hóf störf á Galileó. „Ég er svo ánægður hér á Galileó,“ segir Nino og brosir breiðu ítölsku brosi. „Ég er ákaflega þakklátur þess- um manni fyrir að hafa brugðist mér, þar sem ég fæ nú að elda hér á Galileó, þúsund þakkir.“ Þakklæti Ninos fyrir veru hans hér brýst svo sannarlega í gegn í matseld hans eins og myndirnar bera með sér. En engin mynd getur fullnægt þörf- um bragðlaukanna, þeir verða að sannreyna bragðið sjálfir. johannas@frettabladid.is Ítölsk matargerðarlist Ef halda á sannkallaða ítalska veislu er eins gott að hafa með nógu mikið á borðum og að sjálfsögðu nógu mikinn hvítlauk. Á Ítalíu eru snæddir fjórir réttir í hverri máltíð; Forréttur, þá antipasti, svo aðal- réttur og að síðustu eftirréttur. Til að halda ekta ítalska veislu er því nauðsynlegt að elda einn antipasti. Lorighitas Cavallino: Í réttinum, sem er frá Sardiníu, eru risarækjur, chili, súkkini skorið í renninga, ólívuolía, hvítlaukur og ferskir tómatar til að auka litagleðina.Til að ná fram ekta ítalskri áferð á pastað er það eldað al dente. Þá er pastað ekki soðið í gegn, en leitað eftir smá fyrirstöðu við enda- jaxlana þegar þið smakkið pastað til. Sé hún fyrir hendi er pastað al dente. AnitpastiFiletto di Manzo in Crosta - grillaðar nautalundir, sveppir hvítlaukur, laukur, steinselja. Raðið innihaldinu í djúpan disk. Setjið fyrst sveppi, svo nautalundirnar og svo aftur sveppi ásamt hinu innihaldinu. Lokið disknum með pítsadeigi og setjið pítsasósu ofan á til að varna því að deigið brennið. Eldið við 200° hita í um það bil 20 mínútur. Þegar degið er orðið brúnt og lyftist upp þá er rétturinn tilbúinn. Diskurinn er borinn fram með deiginu heilu. Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.