Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 28
20. október 2006 FÖSTUDAGUR8
Kolbeinn Arnbjörnsson ákvað
á síðasta ári að reyna fyrir sér
í borg ljósanna, Reykjavík.
Eins og allir sveitapiltar sem
þangað fara þurfti hann að
þola ýmislegt fyrstu mánuðina
og gerði hann á því tímabili
bæði góð og slæm kaup.
Bestu kaup Kolbeins eru nátengd
flutningi hans til Reykjavíkur frá
Ólafsfirði, þar sem hann ólst
upp.
„Ég verð að segja að vind-
sængin mín trónir á toppnum,“
segir Kolbeinn. „Þar trónir hún
fyrir hálft ár af góðum svefni og
að á þessum sex mánuðum hafi ég
aldrei þurft að blása í hana.“
Kolbeinn er búinn að fá sér
rúm núna en það hefur ekki stað-
ið undir væntingum. „Rúmið er
keypt í Rúmfatalagernum, sem
segir ýmislegt um gæðin, og ég
hef oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar hugsað um að skipta aftur
yfir á vindsængina,“ segir Kol-
beinn og hlær. „Reyndar er ég
viss um að vindsængin er keypt í
Rúmfatalagernum líka en það var
búið að margnota hana áður en ég
fékk hana.“
Þegar kemur að verstu kaup-
unum segir Kolbeinn þau frekar
tímalegs eðlis en fjárhagslegs.
„Ég hef ekki gert mörg slæm
kaup en ef við tölum um tíma sem
maður hefur borgað fyrir þá verð
ég að segja að hafa borgað mig
inn á The Postman í bíó. Myndin
virtist vera átta tímar, þó hún hafi
sjálfsagt ekki verið meira en þrír,
en mér fannst þetta vera eins og
heil eilífð,“ segir Kolbein og hlær.
„Það versta er að ég gat ekki
gengið út því ég var í knatt-
spyrnuferðalagi og við gistum
svo langt í burtu að ég varð að
bíða eftir því að rútan kæmi. Við
vorum þrír félagarnir sem ákváð-
um að taka spes ákvörðun á
meðan allir hinir fóru á einhverja
gamanmynd sem flestir voru ægi-
lega ánægðir með, en þá völdum
við að vera öðruvísi og vorum illa
sviknir af því.“
tryggvi@frettabladid.is
Á vindsæng í sex mánuði
Kolbeinn vinnur nú á leikskólanum Mánabrekku. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Þvottur á
góðu verði
TILBOÐ Á GÆÐAÞVOTTAVÉLUN-
UM FRÁ MIELE.
Hægt er að gera góð kaup í
Eirvík þessa dagana á Miele-
þvottavélum. Listaverðið er 160
þúsund en tilboðið á þvottavél-
inni er 114 þúsund þannig að
afslátturinn er allt að 30 prósent.
Miele-þvottavélar eru með nýrri
tromlu með vaxkökumynstri
sem fer betur með þvottinn. Þær
eru byggðar á stálgrind og eru
með ytri þvottabelg úr ryðfríu
stáli. Nánari upplýsingar fást í
Eirvík, Suðurlandsbraut 20 eða á
heimasíðu þeirra www.eirvík.is.
Tilboðsdagar
í Radíóbæ
HEIMILISTÆKI MEÐ AFSLÆTTI.
Þessa dagana er veittur góður
afsláttur af margskonar heimilis-
tækjum í Radíóbæ, Ármúla 38. Til
dæmis má nefna Scott hljóm-
tækjasamstæðu sem áður kostaði
29.990 en kostar nú 19.990 kr. Í
samstæðunni er DVD spilari, USB
fyrir flassminni, Karaoke tæki og
fleira. Tvöfaldur Daewoo ísskápur
kostaði áður 144.995 en kostar nú
119.995 kr. og Elfunk 15 tommu
flatskjár kostaði áður 49.990 kr. en
kostar nú 34.990,
semsagt 15.000
króna afsláttur. Frek-
ari upplýsingar er að
fá í síma 553 1133.
HJÁ HRAFNHILDI Á ENGJA-
TEIGI FÁST NÚ FÍNAR DRAGTIR
Á FIMMTÁN PRÓSENTA AFSLÆTTI.
Dragtir eru þægilegar fyrir konur í
atvinnulífinu og einstaklega vinsæll
ferðafatnaður. Reyndar eiga þær við
við öll möguleg tækifæri. Því er það
örugglega ánægjuleg tíðindi fyrir
margar að verslunin Hjá Hrafnhildi
hefur slegið 15 prósent af fullu
verði dragta, bæði buxnadragta og
pilsdragta.
Dragfínar
dragtir
30%
3 Útsala20-40% afsláttur
20-30% afsláttur af rúmum
Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-14Nýtt kortatímabil
Baðsloppar
20% afsláttur
Handklæði
30% afsláttur
Rúmteppasett
20-40% afsláttur
Sængurfatnaður
20% afsláttur
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI