Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 38

Fréttablaðið - 20.10.2006, Page 38
SIRKUS20.10.06 10 tíska tískumolar Helgu Ólafsdóttur Hver þekkir ekki Benetton, marglit föt á marglitum börnum!! Benetton er fyrsta merkjavaran sem ég kynntist. Þá þótti flottast að vera í Benetton munstraðri og marglitri prjónapeysu. 20 árum síðar var ég á gangi í Georgetown í Washigton DC og rambaði inn í Benetton fyrir lengra komna í aldurstiganum. Fötin komu mér virkilega á óvart. Ég verð að mæla með hinni frábæru Benetton-búð í Smáralind ... bæði fyrir börn og fullorðna. Ps. Til hamingu með 40 ára afmælið Benetton. Benetton er ekki bara fyrir börn Klæddu karlinn Núna þegar það er orðið svona kalt eru leggings buxurnar kannski aðeins of kaldar. Miklu má redda með geðveikt kósí, háum, prjónuðum sokkum eða legghlífum. Ef þú átt ekki ömmu sem prjónar sokka, þá er sniðugt að fá sér lítinn hringprjón og kósí garn og prjóna í hring þangað til að þú ert komin með legghlífar. Kanntu að prjóna sokka? Það eru engin vísindi að konur fái aldrei nóg af skóm. Það hefur heldur ekki ennþá fundist lækning við þessum kvilla. Hérna kemur smá sýnishorn af skótauinu frá tískuhúsum; Alexander McQueen, Donna Karan, Miu Miu, Y-3, Anna Sui og fleiri. Það er bara til eitt orð yfir skótísku vetrarins „allt í bland“. Þú færð aldrei nóg af skóm! Töskur frá hinni frönsku Soniu Rykel fást nú í Kisunni Laugavegi. Þær eru svo fagrar og engu líkar... í stuttu máli, draumur hverrar konu. Næst þegar þú ferð í stórafmæli leggðu þá til að þið vinirnir sláið saman í eina slíka. (www.soniarykiel.com) Sonia Rykiela í Kisunni Ef þú ert orðin þreytt á hárinu á þér keyptu þér þá áberandi hárskraut. Breið glansandi spöng eða spenna með hauskúpum og vondum hárdegi er bjargað. Vondur hárdagur Innkaupalisti fyrir næstu verslunarferð hérlendis eða erlendis ■ Army-jakka ■ Rúllukragapeysu ■ Gráar gallabuxur ■ Rúskinns-strigaskór

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.