Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 42
Það er allt brjálað að gera hjá Ólafíu Hrönn
Jónsdóttur leikkonu. Hún fer með hlutverk
hinnar óborganlegu Elínborgar í Mýrinni sem
frumsýnd er í kvöld auk þess sem hún er
að leggja lokahönd á Stórfengleg, leikriti
sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu
næstu helgi.
En hvernig hefurðu það?
Ég hef það bara fínt þakka þér fyrir. Ég
er að fara á frumsýningu Mýrarinnar á
eftir. Ég fer með manninum
mínum, dóttur og tveimur
vinkonum sem voru statistar í
myndinni.
Kvíðin?
Ég hlakka bara til. Ég hef mjög
litið séð af myndinni. Við vorum aðeins kölluð inn eftir
að tökum lauk til að lesa inn og þá sá eg eitthvað.
En annars hef ég bara séð treilerana sem sýndir
hafa verið í sjónvarpinu. Þess vegna held ég
að ég verði ekki mjög dómbær á þetta. Ég á
örugglega bara eftir að sjá sjálfan mig á
tjaldinu og enga aðra.
Elínborg er uppáhaldskarakter
margra sem lesa Arnald. Erfitt að
leika hana?
Já, Elínborg er skemmtilegur karakter.
Hún kemur samt minna fyrir í myndinni
en í bókunum. Við sjáum ekki bak-
grunn hennar og annað þvíumlíkt. Ég
vona bara að enginn verði fyrir
vonbrigðum með þetta því ég veit að
hún er í uppáhaldi hjá mörgum.
ALLT AÐ GERAST HJÁ ÓLAFÍU HRÖNN
Tvær frumsýningar
á tveimur vikum
SIRKUS20.10.06
14
1
2
3
1
FM957
2
3
Minnsirkus.is blogg vikunnar Horfðu á þetta ...Farðu þangað ...
SVALI
MÆLIR MEÐ
um helgina
DÓRI DNA
MÆLIR MEÐ
Ekkert nema rugl
„Ég hef lent alveg viðurstyggilega oft í því
að vera hrifinn af stelpu sem hefur engan
áhuga á mér og segir eins og þær gera svo
andskoti oft „verum bara vinir og sjáum
hvert það leiðir“. Veistu, ég hef bara engan
áhuga á því að vera vinur stelpu sem ég er
hrifinn af. Flestir gaurar sem ég þekki hafa
lent í þessu og vita hvað
þetta er fáránlega
óþolandi.
Mér finnst
merkilegt að
stelpur sem
þekkja mig segi
þetta við mig. Ég
er einn af þessum
gaurum sem er
þannig að skapið mitt
er stærra en allt, ef þið
mynduð setja skapið mitt við hliðina á
Júpíter væri skapið mitt það miklu stærra að
júpiter mundi líta út eins og plútó.“
textax.minnsirkus.is
Urrr!! Er orðinn brjálaður útaf þessu liði
„Djöfull fer það í taugarnar á mér þegar það
er helgi. Fyrst byrjar þunglynda minnsirkus.
is liðið að tala um sinn
aumingjaskap með
þvílíkri vorkunnsemi. Og
talar um að eirðaleysið
sé að drepa mann og
hvað því leiðist að vera
heima aleitt og talar um
hvað það hefur ekkert
að gera. Svo eru
fjörkálfarnir að tala um að fara út á
djammið svo þegar helgin er búin fer
það að tala um þynnku og hvað það er
dofið í hausnum. En þunglynda fólkið
segir ekkert af því það er búið að hengja
sig. En án lélegs gríns þá gerist þetta
hverja einustu helgi. Svo á virkum dögum
verður það í besta skapi og loksins fer það
að tala af viti ... en ónei ekki þegar það er
komið helgi þá er eins og maður sé að
upplifa algjört deja vú hér.“
fribbi1976.minnsirkus.is
1,2 og Jesus
Bent
„Skemmtilegt nýtt íslenskt
hip-hop lag sem fjallar á
gagnrýninn og
hversdagslegan
hátt um
trúarbrögð.
Náið í það á
www.myspace.com/
rottweilerhundur.“
Mouths to feed
Ludacris
„I‘m bout to get to that
paper.“ Ludacris er ótrúlegur.
Lag af nýjum diski
hans, Release
Therapy. Ótrúlegur
hljóðheimur,
flottar rímur
og góð
stemming.“
Paul Wall & Chamillionaire
N love with my money
„Big Swangaz and Vou-
ges,Them 20 inches sittin
low.“ Þessir menn eru of
heitir. Pottþétt lag með
skemmti-
legu
viðlagi. Að
mínu mati
mun skemmtilegra en „Ridin“
sem hefur verið að gera allt
vitlaust. Ekki spurning.“
Ú t er komin DVD-diskur með afmælistón-leikum Bubba Morthens, 06.06.06 sem
fram fóru í sumar. Ásamt Bubba komu fram
allar þær hljómsveitir sem hann hefur stofnað
og gefið hafa út efni. Þetta eru EGÓ, GCD,
MX-21, UTANGARÐSMENN, DAS KAPITAL
og STRÍÐ OG FRIÐUR. Það er skemmtilegt
frá því að segja að hljómsveitirnar eru allar í
sinni upprunalegu mynd eða þeirri mynd sem
lengst starfaði saman. Tónleikarnir eru hin
mesta skemmtun og fer Bubbi hreinlega á
kostum. Sirkus mælir með því að fólk tékki á
þessu. Frábær skemmtun.
Í gær var kvikmyndin Mýrin frumsýnd í öllum betri kvikmyndahúsum landsins. Um er að
ræða meistaraverk Arnarldar Indriðasonar í
leikstjórn Baltasar Kormáks. Myndin stendur
algjörlega undir væntingum og er gríðarlega
vel leikin. Enda eintómir snillingar í aðalhlut-
verkum. Ingvar Sigurðsson, Björn Hlynur,
Ólafía Hrönn og Ágústa Eva Erlendsdóttir.
Sirkus mælir með því að fólk smelli sér á
Mýrina um helgina.
HÖRÐUR MAGNÚSSON Í FÆTINGI VIÐ FEÐGA
Ekki vera að
ýta við
mér
Íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon var sendur í viðtal við Guðjón
Þórðarson úti á Loftleiðum. Guðjón ætlaði að tilkynna hvaða lið hann
hygðist þjálfa, en var að sjálfsögðu með í hrekknum. Fljótlega mætir lítill
strákur og fer að trufla viðtalið. Það endar svo með brjáluðum föður sem
ætlar í Hörð sem veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið.
„Við erum
hérna sömu
stærðar“„Ekki vera að
ýta við mér“
„Það er svo
gaman að
hrekkja Hödda“
„Hættu að
trufla okkur“
„Áfram KR“
„Ég heiti Hörður
Magnússon,
og ég var
illa tekinn“
Justin
Timberlake
My Love
„...nýjasta
smáskífan
frá kauða.
Algjör
snilld.“
System of a Down
Lonely day
„Meiriháttar lag frá þeim
drengjum og ef mér
skjátlast ekki þá er það
gítarleikari sveitarinnar
Darron Malakian sem
syngur.“
James Morrison
You Give me something
„Án efa eitt af flottari
lögum þessa árs.“