Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 44
stelpubögg með
Siggu Dögg
Þ etta ert ekki þú, ég er bara ekki tilbúinn til að skuldbinda
mig.“ Uppsagnarsetningin sígilda.
Hjartað lofttæmist og nýtt líffæri,
vonin, tekur við starfseminni. Við
höldum í vonina um að „sálufélag-
inn“ sjái villu síns vegar og ógildi
sambandsslitin. Við ímyndum
okkur óraunhæfar aðstæður þar
sem hann kemur eins og sannri
hetju sæmir og bjargar okkur úr
sjálfheldu og sjái að án hvors
annars getum við ekki verið.
V ið erum alin upp við að trúa loforði silfurtjaldsins um
hamingjusamt líf með „hinum eina
rétta“ til æviloka. Mín reynsla er sú
að það er sjaldnast þannig að sá
sem sagði mér upp komi mér til
bjargar og fari um leið með
ástarjátningu. Nær er að hann
komi heim til mín og nái í sitt
hafurtask; við döðrum, grátum og
stundum sorgarsamfarir. And-
rúmsloftið er tilfinningaþrungið og
fátt eðlilegra en að hnýta enda á
sambandið með samförum sem í
senn eru þakkir fyrir góðar stundir
og undirskrift að óformlegri
yfirlýsingu „laus og liðugur“.
Í fullkomnum heimi þá væri þetta auðvelt. Bada bing, bada
búmm, þið eruð hætt saman en
„góðir vinir“. Raunin er oft önnur.
Vonin kikkar inn og hefst handa
við að telja okkur trú um að
þessar samfarir hafi ekki verið þær
seinustu, langt í frá, þær eru
upphafið að endanum. Vítahring-
urinn „fyrrverandi með fríðindum“
tekur við þar sem ómögulegt er að
vita hvað sé ást og hvað sé
gredda tækifærissinnans. Heimur
kvikmyndanna hefur náð að
smeygja sér í undirmeðvitundina
og starfar nú með voninni í að
telja okkur trú um að sambandinu
sé í raun og veru ekki lokið ...
É g hef heyrt ræðuna, stundað sorgarsamfarirnar og haldið í
vonina. Vinkonur mínar hvöttu mig
til að finna nýjan gæja, fyrrverandi
hafi ekki átt mig skilið. Orð þeirra
blésu smá lífi í krumpað hjartað.
„Vinkonurnar“ í bandarískum
sjónvarpsþáttunum ráðlögðu mér
hins vegar að halda í vonina, því
kannski næst þá ... Það er að
sjálfsögðu ekkert næst. Ég held
niðri í mér andanum og bíð eftir
sms-i sem mun ekki koma. Þetta
er ómögulegt milliástand fyrir
unga mey í ástarsorg.
C arrie hefði því aldrei átt að enda með Big, ekki frekar en
Rachel með Ross. Þessi endir
heldur ástarsyrgjandanum í
greipum vonarinnar; á örlaga-
stundu mun hetjan mæta á
svæðið og hvísla þrjú lítil orð.
M itt ráð er að skera á naflastrenginn og gefa
hjartanu svigrúm og tíma til að
blása í sig lífi, ást og kjark.
Damien Rice veitir kannski besta
ráðið við sorgarferli ástarinnar:
Cant get my mind off of you, ´till I
find somebody new ...
Hamingjusöm
til æviloka ...