Fréttablaðið - 20.10.2006, Síða 54
20. október 2006 FÖSTUDAGUR30
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.467 -0,08% Fjöldi viðskipta: 563
Velta: 13.748 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 68,00 +1,49% ... Alfesca
4,84 +2,76% ... Atlantic Petroleum 610,00 +2,52% ... Atorka
6,48 +0,00% ... Avion 34,00 +3,66% ... Bakkavör 58,60 +0,00%
... Dagsbrún 5,00 -0,20% ... FL Group 23,50 -0,84% ... Glitnir
22,70 +0,89% ... Kaupþing 867,00 -0,69% ... Landsbankinn 27,10
-1,46% ... Marel 81,00 +0,62% ... Mosaic Fashions 17,30 +4,22% ...
Straumur-Burðarás 17,20 +0,00% ... Össur 126,00 +0,80%
MESTA HÆKKUN
Mosaic +4,22%
Avion +3,66%
Alfesca +2,76%
MESTA LÆKKUN
Landsbankinn -1,46%
Exista -1,33%
Flaga -0,87%
Saxbygg hefur eignast kjölfestu-
hlut í eignarhaldsfélagi utan um
Steni sem framleiðir húsaklæðn-
ingar fyrir byggingariðnaðinn í
Evrópu, Bandaríkjunum og Kan-
ada. Félagið er með sterka stöðu á
Íslandi og á hinum Norðurlöndun-
um, einkum á heimamarkaði í
Noregi þar sem fjörutíu prósent
sölunnar verða til.
Björn Ingi Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Saxbyggs, telur að
félagið komi inn á mjög heppileg-
um tíma nú þegar sér fyrir end-
ann á endurskipulagningu Steni
sem staðið hefur yfir í um tvö ár.
„Steni býður upp á talsverða
stækkunarmöguleika en fram-
leiðslugetan er ekki nýtt nema að
sextíu prósentum. Það er hægt að
fara í töluverða markaðssókn
með félagið og afurðir þess án
þess að taka inn miklar fjárfest-
ingar.“
Ásamt Saxbygg koma belgísk-
ir, finnskir og norskir fjárfestar
að kaupunum sem eru skuldsett
og fjármögnuð af Glitni.
Saxbygg er tveggja ára gamalt
fjárfestingafélag sem er fyrst og
fremst í fjárfestingum í fasteign-
um og byggingartengdum hlutum
erlendis. Félagið er í jafnri eigu
Saxhóls, Nóatúnsfjölskyldunnar
og Byggingarfélags Gylfa og
Gunnars. - eþa
Saxbygg kaupir í
Steni í Noregi
Fjárfestingin býður upp á mikla markaðssókn. Formleg undirritun sam-
komulags um kaup OMX
á Kauphöll Íslands fór
fram í gær. Umsvif OMX
aukast og jókst hagnað-
ur félagsins um þrettán
prósent milli ársfjórð-
unga.
Eignarhaldsfélagið Verðbréfaþing
ehf., eigandi Kauphallar Íslands,
og OMX skrifuðu í gær undir
samning um að Kauphöllin gangi
til liðs við OMX Nordic Exchange.
Skrifað var undir viljayfirlýsingu
þess efnis fyrir um mánuði síðan.
Nú hefur verið gengið frá öllum
aðalatriðum samningsins og munu
viðskiptin endanlega ganga í gegn
í lok nóvember. Stefnt er að því að
hinn 1. janúar 2007 verði svo skráð
félög í Kauphöll Íslands hluti af
Norræna listanum.
Hluthafar í EV munu fá
2.067.560 hluti í OMX í skiptum
fyrir hlut sinn. Er það 1,7 prósent
af heildarfjölda útistandandi bréfa
í OMX. Það jafngildir um 2.500
milljónum íslenskra króna. Þar að
auki mun OMX greiða í peningum
fyrir handbært fé og verðbréf í
eigu EV. Helga Björk Eiríksdóttir,
markaðs- og kynningarstjóri
Kauphallar Íslands, segir að ekki
hafi endanlega verið tekin ákvörð-
un um hve há sú upphæð verður en
hún verði á bilinu 500 og 600 millj-
ónir króna.
OMX hefur unnið að því að sam-
þætta rekstur kauphallanna á
Norðurlöndunum að undanförnu
og jukust umsvif félagsins, sem
meðal annars rekur kauphallirnar
í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku,
Eistlandi, Litháen og Lettlandi,
töluvert á þriðja ársfjórðungi. Auk
samningsins um kaupin á Kaup-
höll Íslands keypti félagið nýverið
tíu prósenta hlut í kauphöllinni í
Ósló. Eftir kaup OMX á Kauphöll
Íslands verður sú kauphöll sú eina
á Norðurlöndunum sem er ekki í
meirihlutaeigu OMX. Hagnaður
OMX félagsins jókst um þrettán
prósent milli fjórðunga og nam á
þriðja ársfjórðungi 18,46 milljón-
um króna. Það jafngildir um 1,58
milljörðum íslenskra króna.
holmfridur@frettabladid.is
Kauphöll Íslands og OMX
einu skrefi nær samruna
FRÁ KAUPHÖLL OMX Í KAUPMANNAHÖFN Skráð félög í Kauphöll Íslands munu hefja
þátttöku á norrænum lista OMX hinn 1. janúar 2007.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hefur staðfest ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins frá því í sumar
um að ógilda samruna lyfsölu- og
lyfjaskömmtunarfyrirtækjanna
DAC og Lyfjavers. Samruninn var
sagður myndu raska samkeppni
og skaða hagsmuni almennings.
DAC er systurfélag lyfsölu-
keðjunnar Lyfja og heilsu. „Sam-
runinn hefði leitt til þess að tvær
lyfsölukeðjur, Lyf og heilsa ann-
ars vegar og Lyfja hins vegar,
hefðu rúmlega áttatíu prósent
allrar lyfjasmásölu í landinu,“
segir Samkeppniseftirlitið og taldi
keðjurnar tvær deila sameigin-
legri markaðsráðandi stöðu á smá-
sölumarkaði lyfja.
Mat Samkeppniseftirlitsins var
að sameiginleg markaðsráðandi
staða keðjanna gerði þeim kleift
að samhæfa hegðun sína á mark-
aði án þess að þurfa að taka tillit
til keppinauta eða neytenda.
„Lyfjaver hefur verið öflugur
keppinautur stóru lyfjakeðjanna
og lagt áherslu á að bjóða lyf á
lágu verði. Brotthvarf Lyfjavers
af markaðnum hefði haft í för með
sér umtalsverða röskun á sam-
keppni,“ segir Samkeppniseftirlit-
ið og telur úrskurð áfrýjunar-
nefndar hafa talsvert
fordæmisgildi og geti auðveldað
vinnu gegn skaðlegri fákeppni á
ýmsum mörkuðum hér.
Lyf og heilsa segist harma nið-
urstöðu áfrýjunarnefndar. „Okkar
mat er að með niðurstöðunni hafi
íslenskir neytendur misst af tæki-
færi til hagræðingar þeim til hags-
bóta,“ segir Guðni B. Guðnason,
framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu
og kveður fyrirtækið halda áfram
að leita leiða til hagræðingar og
bættrar þjónustu. - óká
FORSVARSMENN FYRIRTÆKJANNA
Aðalsteinn Steinþórsson er stjórnarfor-
maður Lyfjavers og Guðni B. Guðnason
er framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu.
Ógilding samruna staðfest
Áfrýjunarnefnd sammála Samkeppniseftirlitinu. Lyfjaver og DAC, systurfélag
Lyfja og heilsu, mega ekki sameinast vegna hættu á að fákeppnisástandi.
Hagnaður bandaríska hlutabréfa-
markaðarins Nasdaq jókst um
tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi
ársins.
Hagnaðurinn nam 30,2 milljón-
um bandaríkjadala, um 2 milljörð-
um króna, á fjórðungnum en nam
16,4 milljónum dala, eða 1,1 millj-
arði íslenskra króna, í fyrra.
Rekstrarárið einkenndist af
kaupum á öðrum mörkuðum jafnt
í Bandaríkjunum sem í Bretlandi
og aukinni markaðshlutdeild á
hlutabréfamarkaði.
Nasdaq yfirtók rekstur raf-
ræna markaðarins INET á árinu
og upplýsingaveitunnar PrimeZ-
one Media Network á árinu auk
þess að kaupa ráðandi hlut í Kaup-
höll Lundúna (LSE) í Bretlandi.
- jab
Hagnaður Nasdaq eykst á milli ára
Japanski hátæknifram-
leiðandinn Sony hefur
lækkað afkomuspá sína
á yfirstandandi rekstr-
arári um rúman helm-
ing og lagt til hliðar 51
milljarð jena, jafnvirði
29,5 milljarða íslenskra
króna, til að bregðast
við áhrifum af miklum
innköllunum á rafhlöð-
um undir merkjum fyr-
irtækisins.
Að sögn breska ríkisútvarpsins
býst Sony nú við að hagnaður fyr-
irtækisins fyrir skatta á rekstrar-
árinu, sem lýkur 31. mars á næsta
ári, verði um 70 milljarðar jena,
jafnvirði rúmra 40 milljarða
íslenskra króna. Þetta er 53 pró-
senta minni hagnaður en fyrri
afkomuspá hljóðaði upp á.
Helsta ástæðan fyrir sam-
drættinum er innköllum
á um 8 milljón rafhlöð-
um sem fyrirtækið
framleiddi fyrir fyrir-
tæki á borð við Dell,
Apple, Toshiba og Len-
ovo. Þá hefur fyrirtæk-
ið sömuleiðis innkallað
um 90.000 rafhlöður í
eigin fartölvum. Galli í
rafhlöðunum veldur því
að þær ofhitna og hefur
í nokkrum tilvikum
kviknað í fartölvum.
Hin ástæðan er um 20 prósenta
verðlækkun á nýjustu leikjatölvu
fyrirtækisins, PlayStation 3, í
Japan og tafir á markaðssetningu
tölvunnar á stórum mörkuðum.
Að sögn forsvarsmanna fyrir-
tækisins er búist við betri afkomu
á næsta rekstrarári, sem lýkur 31.
mars árið 2008. - jab
SONY VAIO Sony hefur
lækkað afkomuspá sína.
Innkallanir valda
samdrætti hjá Sony
Bandaríski gosdrykkjaframleið-
andinn Coca-Cola skilaði 1,46
milljarða dala hagnaði á þriðja
fjórðungi ársins. Þetta svarar til
tæplega 100 milljarða króna hagn-
aðs á tímabilinu og 14 prósenta
aukningar milli ára.
Helsta ástæðan er meiri sala á
nýjum mörkuðum Coca-Cola í
Brasilíu og í Rússlandi og ekki síst
í Þýskalandi en þar á HM í knatt-
spyrnu stóran hlut að máli. Á sama
tíma dróst salan saman um 1 pró-
sent í Bandaríkjunum.
Hagnaðurinn nam 62 sentum á
hlut, sem er nokkuð yfir vænting-
um greiningaraðila, en þeir
bjuggust við 59 senta hagnaði á
hlut. - jab
Coca-Cola hitti í
mark á HMBarningur vegna brjóstmáls
Danskar konur eiga sumar hverjar erfitt með að
hneppa efstu tölum blússa og jakka sem að öðru
leyti smellpassa, samkvæmt umfjöllun Nyheds-
avisen í gær. Framleiðendur fatnaðar hafa brugð-
ist við kvörtunum og bætt nokkrum sentímetrum
við brjóstmálið í hönnun á nýjum fatnaði.
Greint er frá því að dönsku fataframleið-
endurnir Jackpot og InWear hafi síðustu
ár fengið athugasemdir frá um 200
verslunum í Danmörku um þennan vand-
ræðagang. Þannig er medium stærðin frá
Jackpot núna um tveimur sentimetrum víðari yfir
brjóstið en áður. Breytingin er hins vegar rakin til
þess að konur láta í auknum mæli bæta í brjóstin
á sér sílíkonfyllingu og jafnvel til breyttra lifnaðar-
hátta sem valdið hafi breytingum á vaxtarlagi.
Sparnaðarstríð í boði Landsbankans
Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu
breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu
heldur vefsíðan „The Thrifty Scot“ fram en hún
gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og
góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í
þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni
stórverslana, eins og vant er, heldur er það
fjármálalegs eðlis. Baráttan fari
nú fram á markaðnum fyrir
aðgengilega sparnaðarreikn-
inga og hafi verið hrundið af
stað með nýjum sparnaðar-
reikningi Landsbankans í Bret-
landi, Icesave, sem veitir 5,2 prósenta ávöxtun
á spariféð. Það mun vera töluvert yfir því sem
aðrir bankar bjóða á sambærilegum reikningum.
Vefsíðan varar lesendur sína þó við því að hlaupa
upp til handa og fóta og skipta um banka. Telji
þeir sig ekki geta haldið í það minnsta 250 pund-
um inni á reikningnum sé betra að skipta ekki,
því við það falli vextirnir niður í 0,5 prósent.
Peningaskápurinn ...