Fréttablaðið - 20.10.2006, Blaðsíða 56
26 20. október 2006 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Heilbrigðismál
Það getur reynst erfitt að vera stór og taka til sín mikið af almannafé.
Stærsta fyrirtæki landsins, Landspítal-
inn, með yfir 5.000 starfsmenn, hefur
fundið fyrir því. Um það bil 9 prósentum
af útgjöldum ríkisins er veitt til reksturs
spítalans.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í
rekstri spítalans frá sameiningu sjúkra-
húsanna. Margar hafa þær skilað góðum árangri.
Aukin áhersla er á þjónustu við sjúklinga á dag- og
göngudeildum og er það í samræmi við þróun
erlendis. Biðlistar vegna aðgerða hafa almennt
minnkað.
Ströng hagræðingarkrafa er á spítalann og hefur
verið gripið til ýmissa ráðstafana. Áhyggjur er um að
gengið hafi verið of nærri gæðum þjónustunnar. Mikið
álag er á starfsmenn og skortur á starfsfólki magnar
vandann. Starfsfólk á hins vegar hrós skilið fyrir þá
þjónustu sem það veitir við erfiðar aðstæður.
Nú þarf hins vegar að staldra við. Fram hefur
komið að rekstrarkostnaður LSH hefur á föstu verð-
lagi staðið í stað frá sameiningu sjúkrahúsanna. Á
sama tíma hefur starfsemi spítalans aukist m.a.
vegna fjölgunar aldraðra. Skýringar
stjórnenda um 1 milljarðs króna halla-
rekstur í ár eru góðar og gildar og varða
ýmsa þætti sem spítalinn ræður ekki við,
t.d. óhagstæða gengisþróun, áhrif þenslu
á vinnumarkaði og aukin launatengd
gjöld. Það verður ekki lengra gengið í
fjárhagslegu tilliti gagnvart spítalanum,
nema stjórnvöld séu reiðubúin að taka á
sig ábyrgð að endurskilgreina verkefni
sjúkrahússins.
Ég tel fulla ástæðu til að ganga af
alvöru til þess verks. Færa þarf verkefni
frá spítalanum til annarra stofnana eða aðila sem
eru til þess betur bærir. Hér á ég t.d. við um öldrun-
arþjónustu, heimahjúkrun, félagslega þjónustu svo
og sjúkramóttöku vegna minniháttar sjúkdóma og
slysa, sem á að veita á heilsugæslustöðvum. Þessu
er nú sinnt af spítalanum m.a. vegna skorts á öðrum
úrræðum eða ókunnugleika fólks um hvert það á að
leita þjónustu. Þá þarf að auka samvinnu milli
þeirra sem sinna sjúklingum til að skapa meiri sam-
fellu í þjónustu við þá.
Bæta þarf sjúkrahúsinu hallarekstur þessa árs,
en nota tækifærið og gera þessar breytingar öllum
til hagsbóta.
Höfundur er alþingismaður.
Sátt um lausnir á vanda LSH
ÁSTA MÖLLER
Það er fagnaðarefni, að mennta-málaráðherra skuli hafa ógilt
synjun þjóðskjalavarðar við því,
að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sósíalista-
flokksins, fengi sama aðgang að
skjölum í Þjóðskjalasafni um
símahleranir og Guðni Th.
Jóhannesson hafði notið. Aðgang-
ur að slíkum skjölum á að vera
fræðimönnum frjáls að teknu
tilliti til einkamála og öryggis-
atriða. Sagnfræðingafélagið
ályktaði að eigin frumkvæði til
stuðnings Kjartani. Félagið þagði
hins vegar, þegar Þjóðarbókhlaðan
meinaði mér aðgangs að bréfa-
safni Halldórs Kiljans Laxness
2003, um leið og hún opnaði það
(að ósk fjölskyldu Laxness) fyrir
þeim Helgu Kress og Halldóri
Guðmundssyni. Hafði bréfasafnið
þó verið gefið Þjóðarbókhlöðunni
kvaðalaust 1996 og legið öllum
opið fram til 2003.
Það er líka fagnaðarefni, að
ríkissaksóknari skuli hafa mælt
fyrir um rannsókn á ótrúlegum
ásökunum Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra, og Árna Páls Árnasonar,
fyrrverandi starfsmanns utanrík-
isráðuneytisins, um það, að
innlendir aðilar hefðu hlerað síma
þeirra á tímabilinu 1993-1995.
Óþolandi hefði verið, að þeir Jón
Baldvin og Árni Páll hefðu ekki
greint frá heimildum sínum, svo
að sannreyna mætti mál þeirra. Þá
hefðu þeir skilið ásakanir sínar
eftir í lausu lofti, svo að enginn
hefði getað varið sig fyrir þeim.
Uns annað sannast, hljótum við
þó að trúa því, sem þáverandi póst-
og símamálastjóri og lögreglu-
stjórinn í Reykjavík (en hann er
fyrrverandi varaþingmaður
Framsóknarflokksins) segja báðir,
að engar hleranir yfirvalda hafi átt
sér stað án undangengins dómsúr-
skurðar og eftir kalda stríðið
aðeins í venjulegum brotamálum.
Það var furðulegt að heyra
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
beita mælskubrögðum, strax og
hún frétti af rannsókninni. Hún
sagði, að lögreglan ætti ekki að
rannsaka lögregluna. En ríkissak-
sóknari fékk einmitt sýslumanninn
á Akranesi til að sjá um rannsókn-
ina, ekki lögregluna í Reykjavík.
Hvers vegna gefa heimildar-
menn þeirra Jóns Baldvins og
Árna Páls sig ekki fram? Ég fæ
ekki séð, að þeir eigi neitt á hættu.
Fróðlegt væri til dæmis að vita,
hvaða tækjum kunningi Jóns Bald-
vins, sem átti að hafa prófað síma
hans, var búinn og hvernig hann
komst að því, að sími ráðherrans
væri hleraður, þegar haft er í
huga, að tæknimenn frá Atlants-
hafsbandalaginu skoðuðu reglu-
lega síma Jóns Baldvins og
nokkurra annarra ráðamanna. Það
er líka með ólíkindum, að þeir Jón
Baldvin og Árni Páll skuli ekki
hafa skýrt frá grun sínum fyrr en
að liðnum röskum áratug. Þeir
brugðust eftirmönnum sínum og
almenningi öllum.
Í umræðum síðustu vikna um
öryggismál hefur öllu verið
blandað saman. Guðni Th. Jóhann-
esson leiðrétti seint og illa það, sem
eftir honum hafði verið haft í
sjónvarpsfréttum, að öryggisdeild
lögreglunnar íslensku í kalda
stríðinu hefði verið „leyniþjónusta
Sjálfstæðisflokksins“. Hann fullyrti
án þess að hafa fyrir því haldbærar
heimildir, að Ólafur Jóhannesson
hefði ekki vitað um þessa öryggis-
deild. Það vakti af einhverjum
ástæðum miklu meiri athygli en
þegar Steingrímur Hermannsson
fullyrti síðan, að Ólafi hefði verið
fullkunnugt um hana. Sjálfur
kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað
neitt um málið. Það er rangt, eins
og sjá má af ýmsum gögnum. Þeir
Ólafur og Steingrímur vissu báðir
vel um þessa deild.
Nú hefur dr. Þór Whitehead
prófessor birt hér í blaðinu
frásögn Róberts Trausta Árnason-
ar, fyrrverandi sendiherra, um
það, þegar þeir Steingrímur og
Jón Baldvin báðu hann 1989 að
kanna á laun hugsanleg tengsl
þáverandi samráðherra þeirra,
Svavars Gestssonar, við austur-
þýsku leyniþjónustuna, Stasi.
Svavar lá væntanlega undir grun,
af því að hann hafði hlotið þjálfun
í flokksskóla í Austur-Þýskalandi
samkvæmt sérstakri samþykkt
miðstjórnar kommúnistaflokksins
þar. Róbert Trausti fékk þær
upplýsingar í Þýskalandi, að engin
skjöl fyndust um tengsl Svavars
við Stasi. En tilefnið til skrifa Þórs
var, að Össur Skarphéðinsson
hafði spurt opinberlega, hvort
„skrímsladeild Sjálfstæðisflokks-
ins“ hefði látið njósna um Svavar.
Nú hefur Össur fengið eftirminni-
legt svar.
Kjarni málsins er þessi: Lengi
starfaði allstór hópur hér í nánum
tengslum við óvinveitt einræðis-
ríki, þáði þaðan fjárhagsaðstoð og
hlaut þjálfun í vopnaburði og
byltingarfræðum. Þessi hópur vildi
koma á kommúnisma og skirrðist
ekki við að beita ofbeldi, til dæmis í
götubardaganum 30. mars 1949.
Lögreglan fylgdist með þessu fólki
í samvinnu við sambærilegar
stofnanir í Bandaríkjunum og
öðrum bandalagsríkjum okkar, eins
og Þór Whitehead hefur upplýst.
Yfirvöld eiga að leggja öll skjöl á
borðið um þetta mál og afla frekari
gagna úr bandarískum og rússnesk-
um stofnunum. Ekkert er að fela.
Fagnaðarefni
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Í DAG | Hleranir
Hugo Boss og Hitler
„Það er líka eftirtektarvert að það var
Hugo Boss sem gerði herbúninga
Þriðja ríkisins,“ skrifar Guðmundur
Oddur Magnússon, prófessor í graf-
ískri hönnum við Listaháskóla Íslands,
í nýútkomið Fítonblað. Umfjöllunar-
efni hans er hönnun valdsins. Guð-
mundur segir vald fyrst og fremst gert
sýnilegt af hönnuðum og arkitekt-
um. „Ímyndið ykkur valdsmenn án
bygginga, án leikvanga og leikmynda,
án farartækja, án verkfæra og
vopna, án merkja, án búninga,
án myntar og peningaseðla sem
auðvitað eru upphaflega verk
teiknara,“ segir hann. Kóngar,
dómarar eða stríðsherrar á
brókinni og sokkaleistunum
bæru ekki með sér vald-
ið sem þeir hefðu.
Hinn íslenski her
Starfsfólk Fiton leikur sér að því í
blaðinu að hanna merki og búninga
á „Hinn íslenska her“. „Okkar svið er
hugmyndir og hönnum og við höfum
því á reiðum höndum svör við spurn-
ingunni: Hvernig á hinn íslenski
her að líta út? Það mun þá
ekki stranda á því þegar
ákvörðun um stofnun íslensks
hers verður tekin,“ segja Fíton-
menn og -konur. Á næstu
síðum má svo sjá merki,
orður, búninga og
annað sem tengist
her; flugher, landher
og sjóher. Sótt eru
tákn forfeðra en
einnig í smiðju
stjórnmála-
flokka.
Karlar á kvennafundi
Kvenframbjóðendur Samfylkingarinn-
ar í Suðurkjördæmi eru nú í fundar-
herferð um kjördæmið og boðuðu
kjósendur til fundar við sig í Selinu á
Selfossi í gærkvöldi. Á miðvikudags-
kvöldið var hins vegar haldinn fundur
í Reykjanesbæ og mættu aðeins
þrír gestir að því er fram kemur
á fréttavefnum Sudurland.is. Það
má þó segja að góðmennt hafi
verið því þessir þrír gestir
voru kosningastjóri Lúðvíks
Bergvinssonar, þingmanns
Samfylkingarinnar, Jón
Gunnarsson, þingmaður
Samfylkingarinnar og faðir
eins frambjóðandans sem
stendur að fundarherferð-
inni.
bjorgvin@frettabladid.is
U
pplýsingar tveggja virtra sagnfræðinga um eftir-
grennslan stjórnvalda um athafnir erlendra ríkja og
einstaklinga vegna atburða í andrúmslofti kalda stríðs-
ins hafa eðli máls samkvæmt vakið upp mikla umræðu.
Að sama skapi hafa fullyrðingar fyrrverandi utanrík-
isráðherra um hlerun á símtölum hans vakið athygli.
Þessir atburðir hafa leitt til tveggja ólíkra rannsókna. Annars
vegar er um að ræða athugun sérfræðinga á opinberum gögnum.
Sú athugun var samhljóða ákveðin af Alþingi. Líta verður svo á að
þar sé réttilega að málum staðið. Afar mikilvægt er að öll gögn þar
að lútandi verði opinber.
Vel má vera að sérfræðingarannsókn þessi leiði eitthvað það í
ljós sem eðlilegt væri að rannsaka með öðrum hætti. Rétt hlýtur
að vera að taka afstöðu til þess ef tilefni gefst til. Að svo stöddu
sýnist það mál vera í eðlilegum farvegi.
Sama má segja um lögreglurannsókn sem ríkissaksóknari
mælti fyrir um vegna umræðu um hlerun á síma fyrrverandi utan-
ríkisráðherra. Mikilvægt er að slík rannsókn fari fram að hætti
opinberra mála. Þar með er tryggt að ýtrustu rannsóknarheimildir
séu til staðar og vitnaskylda. Engin önnur leið er til að taka á máli
af þessu tagi.
Fram hafa verið settar hugmyndir um að veita með lögum fyr-
irfram almenna sakaruppgjöf vegna þessara mála allra. Röksemd-
in mun vera sú að slíkur háttur myndi auðvelda upplýsingaöflun.
Ekki verður séð á þessu stigi að rök standi til að veita sakar-
uppgjöf af þessu tagi. Ef þeir sem rannsóknir annast myndu á ein-
hverju stigi máls setja fram óskir þar að lútandi yrði einfaldlega
að meta þær.
Opinberir starfsmenn eru almennt bundnir þagnarskyldu um
allt það sem leynt á að fara samkvæmt lögum, fyrirmælum eða
eðli máls. En varla verður litið svo á að þessi kvöð nái til ólög-
mætra athafna sem þeir komast að í starfi sínu. Þó að sérlög geti
náð til slíkra tilvika verður trauðla séð að það eigi við um hina
almennu þagnarskyldu.
Einn þáttur þessara mála hefur reyndar þegar verið upplýstur
að mestu. Það er eftirgrennslan utanríkisráðuneytisins á árunum
1989 til 1990 með athöfnum róttækra námsmanna í Austur-Þýska-
landi á sínum tíma. Sagnfræðingur greindi frá heimildum þar um
í framhaldi af kröfu formanns þingflokks Samfylkingarinnar í
grein í þessu blaði.
Sú upplýsing byggðist á skriflegri lýsingu opinbers starfs-
manns. Enn sem komið er hafa stjórnvöld ekki talið ástæðu til að
draga þann fyrrverandi opinbera starfsmann til ábyrgðar vegna
brota á þagnarskyldu.
Ástæðan er hugsanlega sú að stjórnvöld telji að ekki hafi verið
nægjanleg lagastoð fyrir fyrirmælum um trúnað þegar sú eft-
irgrennslan fór fram eða jafnvel að athöfnin öll hafi verið fyrir
utan verksvið utanríkisráðuneytisins. Einu gildir hver ástæðan er.
Fordæmi er þegar komið fyrir því að hin almenna þagnarskylda
stendur ekki í vegi fyrir því að opinberir starfsmenn greini frá
athöfnum af þessu tagi.
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur talið nauðsyn-
legt að upplýst verði á hvaða lagaheimildum eftirgrennslan utan-
ríkisráðuneytisins var byggð. Það er fullkomlega gild spurning í
þessari umræðu allri. Og enn á eftir að skýra hvers vegna utanrík-
isráðuneytið gerði ekki grein fyrir niðurstöðunum.
Eftirgrennslan og símahleranir:
Sakaruppgjöf?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Ágúst Ólafur Ágústsson
varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI
Ágústs Ólafs í Síðumúla 13,
í dag föstudaginn 20. október
milli klukkan 17.30 – 19.30.
Margrét Frímannsdóttir og
Jón Baldvin Hannibalsson fl ytja
ávörp.
Margrét Sigurðardóttir og
Björn Thoroddsen leika
nokkur lög.
Boðið verður upp á léttar
veitingar.
Allir velkomnir,
stuðningsfólk
Traustur efnahagur — aukin velferð
Opnum
kosningaskrifstofu
www.agustolafur.is