Fréttablaðið - 20.10.2006, Side 58
20. október 2006 FÖSTUDAGUR34
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn
hér til hliðar má
senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
MERKISATBURÐIR
1728 Eldur kemur upp í
Kaupmannahöfn og
stendur í þrjá daga. Stór
hluti bókasafns Árna
Magnússonar brennur en
flest skinnhandrit bjargast.
1905 Landsdómur er stofnaður
til að dæma í málum
gegn ráðherrum en hefur
aldrei verið kvaddur
saman.
1968 Jacqueline Kennedy giftist
auðjöfurnum Aristoteles
Onassis.
1973 Óperuhúsið í Sydney í
Ástralíu er opnað.
1977 Þrír meðlimir
hljómsveitarinnar Lynyrd
Skynyrd deyja í flugslysi.
1989 Borgarleikhúsið í
Reykjavík er vígt en það
hafði verið þrettán ár í
byggingu.
VIGGO MORTENSEN ER 48 ÁRA Í DAG
Sá sem reynir sífellt að geðjast
öllum gerir ekki neitt út frá eigin
brjósti, eitthvað sem hann getur
kallað sitt.
Mortensen er þekktastur fyrir að ljá Aragorn í
Hringadróttinssögu líf á hvíta tjaldinu.
Fyrir tæpum tuttugu árum
hvarf Mordechai Vanunu
sporlaust stuttu eftir að
viðtal við hann birtist í The
Sunday Times. Þar ljóstraði
hann upp um kjarnorku-
vopnabirgðir Ísraela auk
þess sem myndir birtust úr
kjarnorkuverinu Dimona
í Negev-eyðimörkinni.
Vanunu sem var frá Mar-
okkó hafði unnið í tíu ár í
Dimona-rannsóknarstöð-
inni en var rekinn vegna
aðildar sinnar að ýmsum
friðarhreyfingum.
Síðar kom í ljós að
Vanunu hafði verið rænt
af útsendara ísraelsku
leyniþjónustunnar Mossad.
Konan vingaðist við Van-
unu í London og plataði
hann með sér í ferðalag
til Rómar þar sem honum
var rænt og hann fluttur
á skipi til Ísraels. Blaða-
menn fengu upplýsingar
um þetta þegar Vanunu
skrifaði það í lófa sína sem
hann þrýsti að glugga á
bifreið sem flutti hann milli
fangelsa.
Vanunu var ákærður fyrir
landráð og njósnir árið
1987 og dæmdur í átján
ára fangelsi þar af ellefu
í einangrun. Hann hlaut
frelsi árið 2004 en hefur
ekki enn fengið leyfi til að
fara úr landi.
ÞETTA GERÐIST: 20. OKTÓBER 1986
Mossad rænir Vanunu
„Nei, við erum ekki búin að baka enda
lítið um skipulögð hátíðarhöld því við
erum fyrst og fremst að minna á þenn-
an dag,“ segir Stefán Mikaelsson hjá
Flugumferðarstjórn Íslands. Alþjóða-
dagur flugumferðarstjóra er í dag og
Stefán er staðgengill Lofts Jóhanns-
sonar, formanns Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra, sem er í Búlgaríu.
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra
voru á stofnuð á þessum degi fyrir 45
árum, af félögum í tólf aðildarríkjum,
þar á meðal Félagi íslenskra flugum-
ferðarstjóra. Nú eru um 50 þúsund
félagsmenn í Alþjóðasamtökunum, þar
af um 120 hér á landi. „Flugumferðar-
stjórar eru í góðu samstarfi á milli
landa,“ segir Stefán. „Það eru reglu-
legir fundir og alþjóðaþing einu sinni á
ári. Þess fyrir utan förum við alltaf á
Norðurlandaþing og hittum félaga
okkar þar, þannig að það er töluverður
samgangur á milli landa. Það eru líka
allir að fást við sömu vandamálin.“
Flugumferðarstjórar vinna bak við
tjöldin, ef svo má að orði komast, en
þeirra helsti starfi er að koma í veg
fyrir að flugvélar rekist á. Færri kom-
ast að en vilja í starfið enda inngöngu-
skilyrðin ströng. „Umsækjendur þurfa
að taka ýmis próf, meðal annars leysa
úr flugumferðarhnútum í tilbúnu
umhverfi. Þeir sem standa sig best í
því ferli veljast til náms. Eftir það
tekur við eitt ár í grunnámi og annað í
starfsnámi áður en viðkomandi útskrif-
ast með fyrstu réttindi í flugumferðar-
stjórn.“
Stefán játar að starf flugumferðar-
stjóra sé ekki fyrir hvern sem er, enda
mikið í húfi. „Álagið getur verið mikið
og það má segja að þetta sé ekki fyrir
taugaveiklaða. En þótt starfið geti
verið erfitt er það líka fjölbreytt og
krefjandi.“ bergsteinn@frettabladid.is
STEFÁN MIKAELSSON: FAGNAR ALÞJÓÐADEGI FLUGUMFERÐARSTJÓRA
Ekki fyrir taugaveiklaða
STEFÁN MIKAELSSON Segir að starf flugumferðarstjóra sé ekki fyrir hvern sem er enda mikið álag og ekki lítið í húfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Jón Guðlaugsson
fyrrv. framkvæmdastjóri Sælgætisgerðarinnar Opal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn
14. október. Útför hans verður gerð frá Laugarneskirkju
mánudaginn 23. október kl. 15.00. Þeim sem vilja
minnast hans er vinsamlega bent á Minningarsjóð
Sóltúns, sími 590 6000.
Magnús Heiðar Jónsson Inge Christiansen
Guðlaugur Gauti Jónsson
Birgir Rafn Jónsson Ingibjörg Norberg
Sturla Már Jónsson Steinunn Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma, langalangamma,
Cecilía Kristjánsdóttir
Dvalarheimilinu Fellaskjól, Grundarfirði,
sem lést sunnudaginn 15. október í St. Francisku-
spítalanum Stykkishólmi verður jarðsungin laugar-
daginn 21. október kl. 14 í Grundarfjarðarkirkju.
Kristín Jeremíasdóttir Sigurður Kristjánsson
Svandís Jeremíasdóttir Ágúst Sigurðsson
Áslaugur Jeremíasson Unnur Magnúsdóttir
Kjartan Jeremíasson
Laufey Jeremíasdóttir Stefán Björgvinsson
Þórdís Jeremíasdóttir Gunnlaugur Þorláksson
Hulda Jeremíasdóttir Ásgeir Valdimarsson
Ásta Jeremíasdóttir Þorlákur Þorleifsson
Sæunn Jeremíasdóttir Magnús Höskuldsson
Dagný Jeremíasdóttir Sigurður Þorkelsson
barnabörn og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð við andlát föður okkar og tengdaföður,
Bjarna Valdimarssonar
fyrrum bónda, Leirubakka, Landssveit.
Jón Bjarnason
Ævar Sigurjónsson
Kristín Bjarnadóttir
Þórunn Bjarnadóttir
Carsten B. Möller
Ástkær eiginmaður minn og vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og
tengdasonur,
Anton Sölvi Jónsson,
húsasmíðameistari, Heiðarbrún 11, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn
21. október klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir
sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Jórunn Jónasdóttir
Jóna Björg Antonsdóttir Ellert Þ. Ólafsson
Guðrún Anna Antonsdóttir
Bogi Jón Antonsson
Anton Ellertsson Þorbjörg Bergþórsdóttir
Kristrún Jónsdóttir Magnús B. Magnússon
Árni Jónasson Birna Margeirsdóttir
Guðmundur Jónasson Ína Dóra Jónsdóttir
Björg Árnadóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður, faðir og sonur,
Birgir Kristinsson
Fagrahjalla 6, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju Hafnarfirði
föstudaginn 20. okt. kl. 13.00.
Katrín R. Gunnarsdóttir
Þorbjörg Birgisdóttir
Kristín B. Birgisdóttir
Jóhanna Júlíusdóttir
Kristín Hall-
dórsdóttir
fyrrverandi
alþingismaður
67 ára.
Ástríður Thorar-
ensen hjúkrun-
arfræðingur er
55 ára.
Súsanna
Svavarsdóttir
blaðamaður er
53 ára.
Steinþór Skúla-
son forstjóri
Sláturfélags
Suðurlands er
48 ára.
Hreinn Óskars-
son skógarvörð-
ur á Suðurlandi
er 35 ára.
AFMÆLI