Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 20.10.2006, Qupperneq 60
 20. október 2006 FÖSTUDAGUR40 DAGSKRÁ SEQUENCES 16.00 Kynning á íslenskum myndlistarmönnum úr DVD- safni Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Hafnar- stræti 16. 17.00 Sigrún Hrólfsdóttir opnar sýningu í 101 gallery, Hverfisgötu 18a. 18.00 Ingibjörg Magnadóttir & Kristín Eiríksdóttir fremja gjörn- ing í SAFNI við Laugaveg. Myndlistarmaðurinn Iloheem fremur gjörning í gallerí BANAN- ANANAS við Barónsstíg. 19.00 Halldór Ásgeirsson fremur gjörning í Galleríi Dverg við Grundarstíg. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Vinsældir glæpasagna Arnalds Indriðasonar um rannsóknarlög- reglumanninn Erlend Sveinsson hafa verið með slíkum eindæm- um að það hlaut að koma að því, fyrr eða síðar, að einhver þeirra yrði kvikmynduð. Íslendingar hafa lesið bækur Arnalds af slíkri áfergju að Erlendur hefur nánast öðlast sjálfstætt líf í vitund þjóðarsál- arinnar og það er því hvorki heiglum hent að koma honum né sögum Arnalds á filmu. Vænting- arnar eru miklar og það má bóka það að mikill meirihluti áhorf- enda gangi í salinn með sínar eigin fastmótuðu hugmyndir um söguna og aðalpersónuna. Ingvar bregst ekki Erlendur er hryggjarstykkið í bókum Arnalds og sömu sögu er að segja um Mýrina eftir Baltas- ar sem vitaskuld stendur og fell- ur með Erlendi. Þeir eru því báðir undir mikilli pressu, Ingvar E. Sigurðsson, sem leikur Erlend, og Baltasar sem réðst í það vandasama verkefni að flytja mátulega flókinn reyfara yfir á hvíta tjaldið og gera um leið tug- þúsundum ákafra lesenda til geðs. Það er skemmst frá því að segja að báðir standast þeir próf- ið með miklum sóma og ég er ekki frá því að Erlendur bíó- myndarinnar sé skemmtilegri persóna en Erlendur bókanna enda verður það að segjast eins og er að á pappírnum er Erlendur frekar flatur og óspennandi. Ingvari tekst að gæða hann lífi og er einfaldlega svo sterkur leikari að hann gerir Erlend að sínum og maður kaupir hann nánast sam- stundis með húð og hári. Öllum grunnþáttum persónunnar er þó haldið vandlega til haga og þó Erlendur í meðförum Ingvars sé sjálfsagt í flestum tilfellum ólík- ur þeim Erlendi sem hefur tekið á sig mynd í hugum lesenda er það ótvíræður kostur í þessu til- felli. Aðrir leikrarar standa sig með stakri prýði. Björn Hlynur Har- aldsson fær það hlutverk að koma með smá kómík inn í drungalega tilveru Erlendar í hlutverki aðstoðarmannsins Sigurðar Óla og tekst vel upp og Ólafía Hrönn er fín sem þriðja hjólið, Elínborg, þó hún fái ekki úr miklu að moða og komi mun minna við sögu en persóna hennar gerir í bókinni. Þá brýst Ágústa Eva Erlendsdótt- ir undan ægivaldi fígúrunnar Sil- víu Nætur og kemur sterk inn í hlutverki Evu Lindar, dóttur Erlendar. Harður heimur Erlendar Öll tæknivinna, útlit og áferð Mýrarinnar er til fyrirmyndar og í raun framúrskarandi á íslensk- an mælikvarða. Veröld Erlendar er drungaleg og stemningin sem svífur yfir vötnum er þrúgandi og þar munar ekki síst um tón- listina, skemmtilega útfærðar sviðsmyndir, kvikmyndatöku og grófa áferð filmunnar. Þar fyrir utan eru þau skuggalegu skúma- skot Reykjavíkur og Grindavíkur sem Baltasar velur sem tökustaði sannfærandi bakgrunnur morða, eiturlyfjaneyslu og nauðgana auk þess sem hryssingsleg íslensk veðrátta magnar upp drungann og vonleysi þeirra persóna sem fastar eru í hringiðu gamalla og nýrra sakamála. Allt frá því Baltasar tryggði sér kvikmyndaréttinn á Mýrinni hefur þess verið beðið með eftir- væntingu að sagan skili sér í bíó. Niðurstaðan svíkur ekki og Mýrin er prýðilegur reyfari og Baltasar sýnir hér og sannar að hann var rétti maðurinn til þess að takast á við þetta vandasama verkefni og myndin er öllum sem að henni koma til mikils sóma. Vandasamt verkefni leyst með ágætum Baltasar hafði vissulega úr góðu efni að moða þar sem Mýrin, eftir Arnald, er sallafínn krimmi. Skáldsagan og kvikmyndin eru þó ekki gallalausar frekar en önnur mannanna verk og það læðist á köflum að manni sá grun- ur að með meiri yfirlegu yfir handritinu hefði Baltasar getað gert Mýrina enn þéttari og betri. Þetta er þó í sjálfu sér aukaatriði og það ber að hafa í huga að þótt Mýri Arnalds virðist um margt gráupplögð til kvikmyndunar þá er margt ólíkt í byggingu hefð- bundins reyfara og kvikmyndar og skáldsagnahöfundar hafa óneitanlega meira svigrúm til þess að leggja grunninn að morð- gátunni en handritshöfundar kvikmynda. Það liggur því í hlut- arins eðli að Baltasar hefur þurft að halda, sleppa, stytta, einfalda og þjappa sögunni saman. Þetta kostar það að smávægilegar gloppur myndast í framvindunni en eftir stendur engu að síður sterk og áhrifarík glæpamynd sem er inngróin í íslenskan veru- leika en úrvinnslan er með slík- um ágætum að hún er vel gjald- geng á erlendum mörkuðum. Þórarinn Þórarinsson Ingvar gerir Erlend að sínum MÝRIN LEIKSTJÓRI: BALTASAR KORMÁKUR AÐALHLUTVERK: INGVAR E. SIGURÐSSON, BJÖRN HLYNUR HARALDSSON, ÁGÚSTA EVA ERLENDSDÓTTIR, ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR. Niðurstaða: Mýrin er ákaflega vel unnin og nánast hnökralaus aðlögun skáldsögu Arnalds Indriðasonar að kvikmyndaforminu. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt og leikarar standa sig með miklum sóma með Ingvar E. Sigurðsson firnasterkan í fararbroddi. Þessi mynd svíkur hvorki aðdáendur Arnalds né þá sem kunna að meta góðar glæpamyndir. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? OKTÓBER 17 18 19 20 21 22 23 Föstudagur ■ ■ OPNANIR  18.00 Einkasýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin ber heit- ið Sog. Viðfangsefni listamannsins er straumvatn og sýnir hann þarna ný málverk unnin með olíu á striga og rýmisverk. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13.00-17.30 og stendur til 3. desember. ■ ■ SÝNINGAR  11.00 Í Gerðarsafni standa yfir þrjár sýningar í tilefni af Kanadískum menningardögum í Kópavogi. Þar er sýning á listaverk- um Carls Beam sem var Ojibway indjáni en hann vann sem málari og grafíklistamaður en í verkum hans mætast vestræn menning og hefðir indjána. Auk þess má þar sjá ljósmyndir Myron Zabol af portrettmynum Írókesa indjána og þrívíð verk Inúíta í Kanada sem skorin eru úr beini, rostungstönnum og öðrum steinum. Safnið er opið frá 11-17 en sýningin stendur til 10. desember.  16.00 Gjörningur verður framinn í Gallerí Tukt, Pósthússtræti 3-5. Gjörningurinn er hluti af listasýning- unni Uggur Stoggar sem er fyrsta samsýning Ástríðar Tómasdóttur og Þorgerðar Þórhallsdóttur. Sýningin stendur yfir til 28. okt. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Einleikurinn Gísli Súrsson sýndur í Leikhúsinu Völundi í Hveragerði. Leikari er Elfar Logi Hannesson Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. �������������� ���������������� ����������������������� ������������������������������������������ �������������������������������������������� �������������������������������������� Fös. 20. okt. kl.20- Nokkur sæti laus Lau. 21. okt. kl.20- Laus sæti Fös. 27. okt. kl.20 Lau. 28. okt. kl.20 “Sýningin er galdur” M.E. Rás 2 Fjölbreyttur sérréttaseðill og tilboðsmatseðill á leikhúskvöldum í kvöld Valtýsson Geirmundur Laugardaginn 21. október kl. 20:00 Sunnudaginn 22. október kl. 20:00 Laugardaginn 28. október kl. 20:00 Sunnudaginn 29. október kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Sunnudaginn 22. október Málþing um Gunnlaðar sögu kl.16–18.30, opið öllum ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� ������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ��������������������������������� ����������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ��������������������� �������������������������� ����������������������������������������� ��������������� ���������� ���������������������� ���������� ������������� ���������������������������������������������������� �����������������������������������������������������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.